Arna Stefanía: „Það er eðlilegt að líða stundum illa og finnast þetta yfirþyrmandi“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. október 2021 11:33 Afreksíþróttakonan Arna Stefanía tjáir sig á einlægan og opinskáan hátt um meðgöngu, fæðingu og líðan sína eftir barneignir. Hún segir móðurástina þá bestu í heimi og það sé eðlilegt að því fylgi allskonar tilfinningar að vera móðir. „Ég upplifði og upplifi mikinn kvíða tengt heilsunni minni og heilsu barna minna. Ég hræðist mikið að þau verði veik og finnst ég oft ekki gera neitt rétt gagnvart þeim,“ segir íþróttakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir viðtali við Vísi. Arna Stefanía varð Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi árið 2017. Arna Stefanía er 26 ára gömul og með glæstan feril að baki í íþróttum. Hún og kærasti hennar, Alexander Júlíusson lögfræðingur og handboltamaður, eiga tvö börn, þau Júlíu Þorbjörgu þriggja ára og Guðmund Alex níu mánaða. Árið 2016 komst Arna í undanúrslit á EM utanhúss í 400 metra grindahlaupi, þá 21 árs gömul. Ári eftir vann hún svo brons í sömu grein á EM og nældi sér einnig Norðulandameistaratitil í 400 metra hlaupi. Upplifði höfnun tengda brjóstagjöfinni Arna segir mikilvægt að vera meðvitaður um það að sýna ekki einungis glansmyndina af sér út á við en sjálf hefur hún opnað sig um bæði fæðingarþunglyndi og kvíða á sínum miðlum. Hún segir umræðuna og fræðsluna um fæðingarþunglyndi og kvíða tengdan barneignum þurfi að vera meira áberandi í samfélaginu. Þetta gengur ekki alltaf eins og smurt og það geta komið upp aðstæður sem maður sá kannski ekki alveg fyrir, eins og erfiðleikar við brjóstagjöf sem ég persónulega hafði aldrei pælt í. Arna Stefanía er með BSc. gráðu í sálfræði og er þessa dagana að klára fæðingarorlofið. Hún er í hlutastarfi sem forfallakennari í grunnskóla samhliða námi í kennslufræðum. Arna segir brjóstagjöfina hafa gengið illa með fyrra barn sitt sem hafði þau áhrif að hún upplifði mikla höfnun. „Hún hafnaði brjóstinu tveggja mánaða og tók ég þetta þvílíkt inn á mig, enda hafði ég séð fyrir mér brjóstagjöfina sem okkar „tengingar tíma“ og fannst mér eins og hún væri að einhverju leyti að hafna mér. Auðvitað var það ekki svo og urðu pelagjafirnar í staðinn bara án baráttu og tengingin því miklu gleðilegri og betri.“ Óttast að gera mistök Arna Stefanía segist aldrei hafa heyrt áður um börn sem að höfnuðu brjóstinu en nú sé hún oft að heyra af mæðrum sem hafa upplifað slíkar aðstæður. „Nú heyri ég sögur af mæðrum sem gátu ekki haft börnin sín á brjósti og eru börnin bæði stál slegin og eiga í sterkum tengslum við mæður sínar, þrátt fyrir enga eða litla brjóstagjöf.“ Ég veit ekki hvort að þetta hafði mest áhrif á það að ég þróaði með mér fæðingarþunglyndi og upplifði mikinn kvíða. Stefanía segir eðlilegt að alls konar tilfinningar fylgi því að vera móðir, gleði, ást, þakklæti, þreyta og samviskubit en galdurinn sé að finna jafnvægið. Allskonar tilfinningar að vera móðir Arna segist bæði hræðast það oft að börn hennar muni veikjast og að hún sé ekki að gera neitt rétt gagnvart þeim. „Ég hef þó fengið mikla hjálp og er á lyfjum í dag sem að hjálpa mikið og dempa þessar tilfinningar. Það eru alls konar eðlilegar tilfinningar sem að fylgja því að vera móðir, gleði, ást, þakklæti, þreyta, samviskubit en það þarf bara að vera jafnvægi á þeim. Það eru samt sem áður viðbrigði að þurfa að hugsa um tvö börn sem treysta alfarið á mig og mínar ákvarðanir.“ Brjóstagjöfin hefur reynst Örnu snúin í bæði skiptin þó svo að gengið hafi betur með seinna barnið. Samt sem áður hafði brjóstagjöfin meiri kvíðavaldandi áhrif á mig en gleði áhrif og mér leið miklu betur þegar að ég hætti með hann á brjósti. En þetta er auðvitað ekki það sem allir upplifa en mikilvægt að benda á að svona getur þetta verið. Arna Stefanía er með BSc. gráðu í sálfræði og er þessa dagana að klára fæðingarorlofið en hún starfar í hlutastarfi sem forfallakennari í grunnskóla samhliða námi í kennslufræðum. Glæsilegt par. Hér fyrir neðan svarar Arna Stefanía spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Í fyrra skiptið þá var ég mikið að keppa í spretthlaupum og fann fljótt að það væri eitthvað breytt. Fannst ég örlítið þyngri á mér og var með talsverða ógleði. Ég kveikti þó ekki alveg strax að ég væri mögulega ófrísk þar til að það kemur allt í einu í hugann á mér að pissa á próf. Það komu tvær línur strax og mér brá svakalega, var mjög ánægð en kom mér líka á óvart og gerði mér grein fyrir að líf mitt væri að fara breytast mikið. Seinna skiptið pissaði ég ekki einu sinni á próf ég fann bara að ég væri ófrísk og pantaði bara strax tíma í snemmsónar, sem staðfesti þungun. Í bæði skiptin var ég komin um sjö vikur. Líkamlegu breytingarnar dásamlegar og skrýtnar Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Með Júlíu Þorbjörgu leið mér illa, mér var svakalega óglatt, var þreytt og var með mikla klígju fyrir hinum ýmsu hlutum. Þegar að ég var komin um fimmtán vikur var eins og einn daginn færi þetta bara og ég fann ekki meira fyrir ógleði og þreytu þar til síðustu tvær vikurnar fyrir fæðingu þegar að þreytan var farin að segja til sín. Með Guðmund Alex leið mér miklu betur, fann ekki þessa ógleði en var þó aðeins þreyttari en vanalega. Ég hef heyrt tilgátur um það að manni getur verið meira óglatt þegar að maður gengur með stelpu en strák, ég veit svo sem ekkert hvort að það sé rétt en átti þó við í mínu tilviki. Stóra systir. Júlía Þorbjörg sem er þriggja ára gömul. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Það sem kom mér kannski mest á óvart í bæði skiptin var þessi þyngdaraukning og hvernig ég réð engan veginn við þessar líkamlegu breytingar. Sem voru í senn svo dásamlegar en líka skrýtnar. Mér fannst ég líta vel út á meðan ég var ófrísk en svo skoða ég myndir og sé að ég var alls ekki lík sjálfri mér, enda fyrrum afrekskona í hlaupum svo ekki skrýtið að líkaminn hafi aðeins breyst. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Ég varð sjúk í engifer frá Tokyo Sushi í bæði skiptin. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Nei, það var í raun ekki erfitt. Okkur langaði að skíra í höfuðið en aðeins málamiðlun hvort bæði nöfnin ættu að vera í höfuðið á einhverjum eða bara annað. Júlía Þorbjörg er skírð í höfuðið á afa sínum Júlíusi og ömmu sinni Þorbjörgu. Svo er Guðmundur Alex skírður í höfuðið á afa sínum Guðmundi og pabba sínum (Alexander). Skemmtilegast að sjá kúluna stækka Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Mér fannst kannski erfiðast að líða svona illa fyrstu vikurnar með hana. Mér fannst líka erfitt að passa ekki í fötin mín og missa svona tök á líkamanum, þyngdist mikið í bæði skiptin. En eftir á að hyggja var það ekki svo svakalegt, eitthvað sem gerist og hefur tilgang. Börnin döfnuðu og þá er markmiðinu náð. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Mér fannst gaman að sjá kúluna stækka og finna hreyfingar hjá börnunum. Systkinaást. Júlíu Þorbjörg heldur á litla bróður, Guðmundi Alex níu mánaða. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Veistu hvort kynið þú ert með? Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Nei ekkert námskeið, en lásum oft bókina hennar Önnu ljósu. Hvernig gekk fæðingin? Júlía Þorbjörg: Var komin tvo daga fram yfir og var orðin mjög óþolinmóð enda ellefu dagar til jóla og mín mesta martröð á þessum tímapunkti að eignast barn á aðfangadagskvöld, sem auðvitað skiptir engu máli þegar að ég hugsa til þess í dag. Að kvöldi 13. desember fann ég smá svona eins og túrverki en hafði enga trú á því að eitthvað væri að gerast. Ég var að tala við vinkonu mína í símann og hún sagði við mig að ég væri pottþétt að fara af stað en ég var handviss að svo væri ekki. Ég fór svo bara að sofa og svaf einstaklega vel þessa nótt. Þegar að ég vaknaði að morgni 14. desember og fór fram á klósettið byrjaði legvatnið að leka á gólfið. Þá sannfærðist ég um að eitthvað væri að gerast. Skaust í munnlegt próf í fæðingunni Þegar að vatnið fór komu miklir verkir með stuttu millibili og fórum við Alexander því upp eftir í skoðun. Kom í ljós að ég var komin fimm í útvíkkun og fengum við því fæðingarstofu. Verkirnir voru mjög miklir, ég ældi mikið og átti erfitt með að einbeita mér. Ég bað því um mænudeyfingu og var svo heppin að svæfingalæknirinn var laus og fékk því deyfingu innan við tuttugu mínútna eftir að ég bað um hana. Deyfingin virkaði ótrúlega vel og fann ég nánast enga verki, leið miklu betur og gat borðað aðeins. Stoltur pabbi. Alexander var að klára laganámið sitt í HÍ þennan vetur og var næst síðasta lokaprófið hans fyrir ritgerðina sem var um vorið þennan dag, 14. desember. Við vorum alveg búin að gefa það upp á bátinn að hann væri að fara í eitthvað lokapróf, enda í miðri fæðingu. Ljósmóðirin okkar var svo yndisleg og heyrði okkur tala um prófið og að hann myndi bara fara í prófið í lok júní. Ljósmóðirin fór að spyrja Alexander út í prófið og hann sagði henni að hann hefði átt tíma fyrir klukkutíma og væri því búinn að missa af því. Hún spurði þá hvað svona munnlegt próf tæki langan tíma og Alex sagði henni að það væri yfirleitt bara um fimmtán mínútur. Ljósmóðirin var þá ekki lengi að hugsa sig um og sagði honum að drífa sig af stað í prófið og reyna að troðast fram fyrir röðina og klára þetta bara af, enda var barnið ekki að koma á næsta klukkutíma. Alexander dreif sig í prófið og var kominn aftur eftir hálftíma en mamma kom til mín á meðan. Þetta hefði aldrei virkað hefði ég ekki verið með deyfinguna, þarna var klukkan um 13:00 en kl 15:20 var útvíkkun komin í tíu og því kominn tími til að byrja að rembast. Ljósmóðirin þurfti að segja mér að rembast því ég fann enga verki, lítil stúlka var svo fædd kl 15:55 og því sannkölluð draumafæðing. Fæddi fimm mínútum eftir mænudeyfingu Guðmundur Alex: Settur dagur var 30. desember og því mikið stress að ná að halda honum inni fram yfir áramót, enda lengdist fæðingarorlofið þá um þrjá mánuði. Kvöldið 2. janúar klukkan 22:30 byrja ég að fá mikla bakverki og hríðar með stuttu millibili og átta ég mig á því að þetta sé að gerast. Við köllum út eina ömmuna til að koma að passa Júlíu Þorbjörgu og erum komin upp á spítala um miðnætti þegar verkirnir eru orðnir verulega slæmir. Það var mjög mikið að gera á deildinni á þessum tíma og sagði ljósmóðirin að margar sem að voru settar fyrir áramót hefðu verið að halda í sér og því margar að eiga fyrstu daga ársins. Ég var komin með sex í útvíkkun og því ljóst að allt væri þetta að bresta á, enda átti ég líka sögu um hraða fyrstu fæðingu. Það sem verra var að það var ekki fæðingarstofa laus heldur annað herbergi þar sem ekki var hægt að fá deyfingu og gas. Loks losnaði fæðingarstofa um tvö leytið um nóttina og gat ég þá farið í bað. Ég ákvað á þessum tímapunkti að þarna væri ég komin svo langt í ferlinu að ég myndi reyna þetta í baðinu með hjálp gassins en án mænudeyfingar. Það gekk vel fram til 03:30 þar til verkirnir urðu óbærilegir og ég réði engan veginn við vanlíðanina og ákvað því að biðja um deyfingu. Ég þurfti að bíða aðeins eftir deyfingunni en fékk hana loks. Um leið og svæfingalæknirinn var að þræða nálina fann ég svakalega rembingsþörf og leið eins og hann væri að koma út. Ég þurfti að bíða aðeins róleg þar til deyfingin lak inn. Fimm mínútum eftir þetta var fæddur drengur eftir tvo rembinga og án þess að deyfingin virkaði. Mikil upplifun og allt öðruvísi að upplifa allar þessar hríðar og rembingsþörf sem ég fann ekki með hana enda vel deyfð þá. Veit ekki með hvoru ég mæli en sennilega deyfingunni. Endalaus ást við fyrstu snertingu „Tók bara utan um þau og elskaði þau strax,“ segir Arna um stundina þegar hún fékk börnin sín fyrst í fangið. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Það er svo magnað að fá barnið í fangið. Óraunverulegt að barnið hafi verið inni í þér í níu mánuði. Það sem kom mér mest á óvart í bæði skiptin var hvað þau voru hlý og hvað ég leit ekki á þau, tók bara utan um þau og elskaði þau strax svo mikið þrátt fyrir að vita ekki einu sinni hvernig þau litu út. Endalaus ást við fyrstu snertingu. Fyrsti gráturinn og augnsambandið fékk mig svo enn meira til þessa að springa úr ást. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn og verða móðir í fyrsta sinn? Þessi endalausa væntumþykja og ást. Kannski klisja en þetta er tenging sem er sterkari en allar aðrar tengingar. Fenguð þið að vita kynið? Við fengum að vita kynið í báðum tilfellum og það kom okkur ekki á óvart í hvorugt skiptið. Við einhvern veginn vissum þetta í bæði skiptin. Enda voru fyrstu vikurnar ólíkar og því kannski auðvelt að áætla að þetta hafi verið hitt kynið. Tilkynntuð þið kynið með einhverjum hætti? Nei bara með Messenger skilaboðum á fjölskylduspjallið. Arna og Alexander reyna að vera dugleg að taka stund frá fyrir sig tvö eftir að börnin eru sofnuð. Borða saman kvöldmat eftir að börnin eru sofnuð Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Algjörlega, minni tími fyrir okkur að nýta tímann bara tvö en á sama tíma gerum við mikið saman sem fjölskylda sem mér finnst líka mikilvægt. Það tekur auðvitað á sambandið að vera með tvö börn undir þriggja ára sem þarfnast bæði mikillar athygli. En við nýtum oft tímann þegar að þau eru sofnuð og fáum einhvern til að sitja hjá þeim og skreppa aðeins út, og borðum oft kvöldmat bara tvö í rólegheitum þegar að þau eru sofnuð. Það er líka mikilvægt að rækta samband okkar sem par en ekki bara foreldrar sem eru að ala upp börn saman og halda heimilinu gangandi. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Þetta er mikil binding en á sama tíma best í heimi að sjá barnið sitt dafna og líða vel. Segðu við börnin þín að þú elskir þau, upphátt eða í hljóði, þetta er besta ást í heimi. Besta ást í heimi. Helgarviðtal Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja Makamál Ekki banna börnum að vera forvitin um kynfæri sín Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Arna Stefanía varð Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi árið 2017. Arna Stefanía er 26 ára gömul og með glæstan feril að baki í íþróttum. Hún og kærasti hennar, Alexander Júlíusson lögfræðingur og handboltamaður, eiga tvö börn, þau Júlíu Þorbjörgu þriggja ára og Guðmund Alex níu mánaða. Árið 2016 komst Arna í undanúrslit á EM utanhúss í 400 metra grindahlaupi, þá 21 árs gömul. Ári eftir vann hún svo brons í sömu grein á EM og nældi sér einnig Norðulandameistaratitil í 400 metra hlaupi. Upplifði höfnun tengda brjóstagjöfinni Arna segir mikilvægt að vera meðvitaður um það að sýna ekki einungis glansmyndina af sér út á við en sjálf hefur hún opnað sig um bæði fæðingarþunglyndi og kvíða á sínum miðlum. Hún segir umræðuna og fræðsluna um fæðingarþunglyndi og kvíða tengdan barneignum þurfi að vera meira áberandi í samfélaginu. Þetta gengur ekki alltaf eins og smurt og það geta komið upp aðstæður sem maður sá kannski ekki alveg fyrir, eins og erfiðleikar við brjóstagjöf sem ég persónulega hafði aldrei pælt í. Arna Stefanía er með BSc. gráðu í sálfræði og er þessa dagana að klára fæðingarorlofið. Hún er í hlutastarfi sem forfallakennari í grunnskóla samhliða námi í kennslufræðum. Arna segir brjóstagjöfina hafa gengið illa með fyrra barn sitt sem hafði þau áhrif að hún upplifði mikla höfnun. „Hún hafnaði brjóstinu tveggja mánaða og tók ég þetta þvílíkt inn á mig, enda hafði ég séð fyrir mér brjóstagjöfina sem okkar „tengingar tíma“ og fannst mér eins og hún væri að einhverju leyti að hafna mér. Auðvitað var það ekki svo og urðu pelagjafirnar í staðinn bara án baráttu og tengingin því miklu gleðilegri og betri.“ Óttast að gera mistök Arna Stefanía segist aldrei hafa heyrt áður um börn sem að höfnuðu brjóstinu en nú sé hún oft að heyra af mæðrum sem hafa upplifað slíkar aðstæður. „Nú heyri ég sögur af mæðrum sem gátu ekki haft börnin sín á brjósti og eru börnin bæði stál slegin og eiga í sterkum tengslum við mæður sínar, þrátt fyrir enga eða litla brjóstagjöf.“ Ég veit ekki hvort að þetta hafði mest áhrif á það að ég þróaði með mér fæðingarþunglyndi og upplifði mikinn kvíða. Stefanía segir eðlilegt að alls konar tilfinningar fylgi því að vera móðir, gleði, ást, þakklæti, þreyta og samviskubit en galdurinn sé að finna jafnvægið. Allskonar tilfinningar að vera móðir Arna segist bæði hræðast það oft að börn hennar muni veikjast og að hún sé ekki að gera neitt rétt gagnvart þeim. „Ég hef þó fengið mikla hjálp og er á lyfjum í dag sem að hjálpa mikið og dempa þessar tilfinningar. Það eru alls konar eðlilegar tilfinningar sem að fylgja því að vera móðir, gleði, ást, þakklæti, þreyta, samviskubit en það þarf bara að vera jafnvægi á þeim. Það eru samt sem áður viðbrigði að þurfa að hugsa um tvö börn sem treysta alfarið á mig og mínar ákvarðanir.“ Brjóstagjöfin hefur reynst Örnu snúin í bæði skiptin þó svo að gengið hafi betur með seinna barnið. Samt sem áður hafði brjóstagjöfin meiri kvíðavaldandi áhrif á mig en gleði áhrif og mér leið miklu betur þegar að ég hætti með hann á brjósti. En þetta er auðvitað ekki það sem allir upplifa en mikilvægt að benda á að svona getur þetta verið. Arna Stefanía er með BSc. gráðu í sálfræði og er þessa dagana að klára fæðingarorlofið en hún starfar í hlutastarfi sem forfallakennari í grunnskóla samhliða námi í kennslufræðum. Glæsilegt par. Hér fyrir neðan svarar Arna Stefanía spurningum í viðtalsliðnum Móðurmál. Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Í fyrra skiptið þá var ég mikið að keppa í spretthlaupum og fann fljótt að það væri eitthvað breytt. Fannst ég örlítið þyngri á mér og var með talsverða ógleði. Ég kveikti þó ekki alveg strax að ég væri mögulega ófrísk þar til að það kemur allt í einu í hugann á mér að pissa á próf. Það komu tvær línur strax og mér brá svakalega, var mjög ánægð en kom mér líka á óvart og gerði mér grein fyrir að líf mitt væri að fara breytast mikið. Seinna skiptið pissaði ég ekki einu sinni á próf ég fann bara að ég væri ófrísk og pantaði bara strax tíma í snemmsónar, sem staðfesti þungun. Í bæði skiptin var ég komin um sjö vikur. Líkamlegu breytingarnar dásamlegar og skrýtnar Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Með Júlíu Þorbjörgu leið mér illa, mér var svakalega óglatt, var þreytt og var með mikla klígju fyrir hinum ýmsu hlutum. Þegar að ég var komin um fimmtán vikur var eins og einn daginn færi þetta bara og ég fann ekki meira fyrir ógleði og þreytu þar til síðustu tvær vikurnar fyrir fæðingu þegar að þreytan var farin að segja til sín. Með Guðmund Alex leið mér miklu betur, fann ekki þessa ógleði en var þó aðeins þreyttari en vanalega. Ég hef heyrt tilgátur um það að manni getur verið meira óglatt þegar að maður gengur með stelpu en strák, ég veit svo sem ekkert hvort að það sé rétt en átti þó við í mínu tilviki. Stóra systir. Júlía Þorbjörg sem er þriggja ára gömul. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Það sem kom mér kannski mest á óvart í bæði skiptin var þessi þyngdaraukning og hvernig ég réð engan veginn við þessar líkamlegu breytingar. Sem voru í senn svo dásamlegar en líka skrýtnar. Mér fannst ég líta vel út á meðan ég var ófrísk en svo skoða ég myndir og sé að ég var alls ekki lík sjálfri mér, enda fyrrum afrekskona í hlaupum svo ekki skrýtið að líkaminn hafi aðeins breyst. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Ég varð sjúk í engifer frá Tokyo Sushi í bæði skiptin. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Nei, það var í raun ekki erfitt. Okkur langaði að skíra í höfuðið en aðeins málamiðlun hvort bæði nöfnin ættu að vera í höfuðið á einhverjum eða bara annað. Júlía Þorbjörg er skírð í höfuðið á afa sínum Júlíusi og ömmu sinni Þorbjörgu. Svo er Guðmundur Alex skírður í höfuðið á afa sínum Guðmundi og pabba sínum (Alexander). Skemmtilegast að sjá kúluna stækka Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Mér fannst kannski erfiðast að líða svona illa fyrstu vikurnar með hana. Mér fannst líka erfitt að passa ekki í fötin mín og missa svona tök á líkamanum, þyngdist mikið í bæði skiptin. En eftir á að hyggja var það ekki svo svakalegt, eitthvað sem gerist og hefur tilgang. Börnin döfnuðu og þá er markmiðinu náð. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Mér fannst gaman að sjá kúluna stækka og finna hreyfingar hjá börnunum. Systkinaást. Júlíu Þorbjörg heldur á litla bróður, Guðmundi Alex níu mánaða. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Veistu hvort kynið þú ert með? Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Nei ekkert námskeið, en lásum oft bókina hennar Önnu ljósu. Hvernig gekk fæðingin? Júlía Þorbjörg: Var komin tvo daga fram yfir og var orðin mjög óþolinmóð enda ellefu dagar til jóla og mín mesta martröð á þessum tímapunkti að eignast barn á aðfangadagskvöld, sem auðvitað skiptir engu máli þegar að ég hugsa til þess í dag. Að kvöldi 13. desember fann ég smá svona eins og túrverki en hafði enga trú á því að eitthvað væri að gerast. Ég var að tala við vinkonu mína í símann og hún sagði við mig að ég væri pottþétt að fara af stað en ég var handviss að svo væri ekki. Ég fór svo bara að sofa og svaf einstaklega vel þessa nótt. Þegar að ég vaknaði að morgni 14. desember og fór fram á klósettið byrjaði legvatnið að leka á gólfið. Þá sannfærðist ég um að eitthvað væri að gerast. Skaust í munnlegt próf í fæðingunni Þegar að vatnið fór komu miklir verkir með stuttu millibili og fórum við Alexander því upp eftir í skoðun. Kom í ljós að ég var komin fimm í útvíkkun og fengum við því fæðingarstofu. Verkirnir voru mjög miklir, ég ældi mikið og átti erfitt með að einbeita mér. Ég bað því um mænudeyfingu og var svo heppin að svæfingalæknirinn var laus og fékk því deyfingu innan við tuttugu mínútna eftir að ég bað um hana. Deyfingin virkaði ótrúlega vel og fann ég nánast enga verki, leið miklu betur og gat borðað aðeins. Stoltur pabbi. Alexander var að klára laganámið sitt í HÍ þennan vetur og var næst síðasta lokaprófið hans fyrir ritgerðina sem var um vorið þennan dag, 14. desember. Við vorum alveg búin að gefa það upp á bátinn að hann væri að fara í eitthvað lokapróf, enda í miðri fæðingu. Ljósmóðirin okkar var svo yndisleg og heyrði okkur tala um prófið og að hann myndi bara fara í prófið í lok júní. Ljósmóðirin fór að spyrja Alexander út í prófið og hann sagði henni að hann hefði átt tíma fyrir klukkutíma og væri því búinn að missa af því. Hún spurði þá hvað svona munnlegt próf tæki langan tíma og Alex sagði henni að það væri yfirleitt bara um fimmtán mínútur. Ljósmóðirin var þá ekki lengi að hugsa sig um og sagði honum að drífa sig af stað í prófið og reyna að troðast fram fyrir röðina og klára þetta bara af, enda var barnið ekki að koma á næsta klukkutíma. Alexander dreif sig í prófið og var kominn aftur eftir hálftíma en mamma kom til mín á meðan. Þetta hefði aldrei virkað hefði ég ekki verið með deyfinguna, þarna var klukkan um 13:00 en kl 15:20 var útvíkkun komin í tíu og því kominn tími til að byrja að rembast. Ljósmóðirin þurfti að segja mér að rembast því ég fann enga verki, lítil stúlka var svo fædd kl 15:55 og því sannkölluð draumafæðing. Fæddi fimm mínútum eftir mænudeyfingu Guðmundur Alex: Settur dagur var 30. desember og því mikið stress að ná að halda honum inni fram yfir áramót, enda lengdist fæðingarorlofið þá um þrjá mánuði. Kvöldið 2. janúar klukkan 22:30 byrja ég að fá mikla bakverki og hríðar með stuttu millibili og átta ég mig á því að þetta sé að gerast. Við köllum út eina ömmuna til að koma að passa Júlíu Þorbjörgu og erum komin upp á spítala um miðnætti þegar verkirnir eru orðnir verulega slæmir. Það var mjög mikið að gera á deildinni á þessum tíma og sagði ljósmóðirin að margar sem að voru settar fyrir áramót hefðu verið að halda í sér og því margar að eiga fyrstu daga ársins. Ég var komin með sex í útvíkkun og því ljóst að allt væri þetta að bresta á, enda átti ég líka sögu um hraða fyrstu fæðingu. Það sem verra var að það var ekki fæðingarstofa laus heldur annað herbergi þar sem ekki var hægt að fá deyfingu og gas. Loks losnaði fæðingarstofa um tvö leytið um nóttina og gat ég þá farið í bað. Ég ákvað á þessum tímapunkti að þarna væri ég komin svo langt í ferlinu að ég myndi reyna þetta í baðinu með hjálp gassins en án mænudeyfingar. Það gekk vel fram til 03:30 þar til verkirnir urðu óbærilegir og ég réði engan veginn við vanlíðanina og ákvað því að biðja um deyfingu. Ég þurfti að bíða aðeins eftir deyfingunni en fékk hana loks. Um leið og svæfingalæknirinn var að þræða nálina fann ég svakalega rembingsþörf og leið eins og hann væri að koma út. Ég þurfti að bíða aðeins róleg þar til deyfingin lak inn. Fimm mínútum eftir þetta var fæddur drengur eftir tvo rembinga og án þess að deyfingin virkaði. Mikil upplifun og allt öðruvísi að upplifa allar þessar hríðar og rembingsþörf sem ég fann ekki með hana enda vel deyfð þá. Veit ekki með hvoru ég mæli en sennilega deyfingunni. Endalaus ást við fyrstu snertingu „Tók bara utan um þau og elskaði þau strax,“ segir Arna um stundina þegar hún fékk börnin sín fyrst í fangið. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Það er svo magnað að fá barnið í fangið. Óraunverulegt að barnið hafi verið inni í þér í níu mánuði. Það sem kom mér mest á óvart í bæði skiptin var hvað þau voru hlý og hvað ég leit ekki á þau, tók bara utan um þau og elskaði þau strax svo mikið þrátt fyrir að vita ekki einu sinni hvernig þau litu út. Endalaus ást við fyrstu snertingu. Fyrsti gráturinn og augnsambandið fékk mig svo enn meira til þessa að springa úr ást. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn og verða móðir í fyrsta sinn? Þessi endalausa væntumþykja og ást. Kannski klisja en þetta er tenging sem er sterkari en allar aðrar tengingar. Fenguð þið að vita kynið? Við fengum að vita kynið í báðum tilfellum og það kom okkur ekki á óvart í hvorugt skiptið. Við einhvern veginn vissum þetta í bæði skiptin. Enda voru fyrstu vikurnar ólíkar og því kannski auðvelt að áætla að þetta hafi verið hitt kynið. Tilkynntuð þið kynið með einhverjum hætti? Nei bara með Messenger skilaboðum á fjölskylduspjallið. Arna og Alexander reyna að vera dugleg að taka stund frá fyrir sig tvö eftir að börnin eru sofnuð. Borða saman kvöldmat eftir að börnin eru sofnuð Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Algjörlega, minni tími fyrir okkur að nýta tímann bara tvö en á sama tíma gerum við mikið saman sem fjölskylda sem mér finnst líka mikilvægt. Það tekur auðvitað á sambandið að vera með tvö börn undir þriggja ára sem þarfnast bæði mikillar athygli. En við nýtum oft tímann þegar að þau eru sofnuð og fáum einhvern til að sitja hjá þeim og skreppa aðeins út, og borðum oft kvöldmat bara tvö í rólegheitum þegar að þau eru sofnuð. Það er líka mikilvægt að rækta samband okkar sem par en ekki bara foreldrar sem eru að ala upp börn saman og halda heimilinu gangandi. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Þetta er mikil binding en á sama tíma best í heimi að sjá barnið sitt dafna og líða vel. Segðu við börnin þín að þú elskir þau, upphátt eða í hljóði, þetta er besta ást í heimi. Besta ást í heimi.
Helgarviðtal Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja Makamál Ekki banna börnum að vera forvitin um kynfæri sín Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira