„Ég var orðin þannig að ég gat ekki lyft bolla“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2021 13:00 Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur segist hafa læknað sig af liðagigt með breyttu mataræði. Ísland í dag „Ég var venjulega mikill orkubolti og svo allt í einu fór að draga mjög af mér. Ég bólgnaði alveg rosalega upp og það fór að flakka bólga á milli liða, á höndunum, í hnjánum, allt í einu út um allt.“ Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur var orðin svo slæm af liðagigt að hún gat illa klætt sig sjálf og suma daga gat hún varla gengið og hún var með stöðuga verki. Lyfin virkuðu ekki sem skyldi og hún ákvað því að taka málin í sínar hendur og lækna sig sjálf. Hún breytti alveg um mataræði og tók út fullt af þeim fæðutegundum sem hún var vön að borða. Í dag er hún lyfjalaus og verkjalaus og hamingjusöm og glöð. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og hitti þessa kjarnakonu og fékk að heyra ótrúlega reynslusögu hennar. „Ég var orðin þannig að ég gat ekki lyft bolla, ekki rétt úr fingrunum og ekki kreppt þá heldur. Ég átti bara erfitt með allt. Ég átti erfitt með að klæða mig og suma daga átti ég erfitt með gang. Þá varð ég að sætta mig við að það væri eitthvað mikið að.“ Leið strax betur Sigríður bjó í London á þessum tíma og var þar greind með liðagigt. Henni var sagt að þetta væri alvarlegur sjúkdómur og hún var svo sett á sterk lyf sem eru líka notuð við krabbameini. Sigríður segir að það hafi verið sér til happs að fara á námskeið hjá Hildi M. Jónsdóttir. „Hún hafði sjálf læknað sig af mörgum sjúkdómum á löngum tíma.“ Sjá einnig: Var komin með sjálfsvígshugsanir og fannst hún byrði á fjölskyldunni Sigríður segir að eftir að hún fór á netnámskeið Hildar hafi hún tekið út allt glútein, allan sykur, kaffi, kjöt, mjólkurvörur og fleira. „Ég fann það strax að meltingin var öðruvísi og mér leið strax betur þó að þetta væri erfitt,“ viðurkennir Sigríður. Sjálfsagt að gefa til baka „Ég hef alltaf verið mikill sælkeri og svo er ég gift kokki sem eldar besta mat í heimi. Ég var þannig að ég byrjaði daginn á að hugsa um mat og ég endaði daginn á að hugsa um mat.“ Hún fór því að prófa sig áfram í eldhúsinu því hún vildi ekki hætta að borða góðan mat þó að hún hefði gjörbreytt mataræðinu. Nú deilir hún uppskriftum sínum með öðrum í gegnum síðuna sína Sæluréttir Siggu. Það var henni mikilvægt að uppskriftirnar væru öllum aðgengilegar og að fólk þyrfti ekki að borga fyrir þær. „Mér er svo mikið í mun að allir geti haft aðgang að þessu því það eru svo margir í minni stöðu, sem eru veikir eða eru öryrkjar og hafa ekki mikið á milli handanna, að þeir geti notað uppskriftirnar mínar. Mér finnst svo sjálfsagt að gefa til baka því að ég er búin að fá þessa bættu heilsu og mér líður svo vel.“ Hún hefur nú verið án lyfjanna í um tvö ár og segir að orkan sé miklu meiri. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Matur Heilbrigðismál Heilsa Ísland í dag Tengdar fréttir Var komin með sjálfsvígshugsanir og fannst hún byrði á fjölskyldunni Hildur Jónsdóttir þjáðist í áratugi vegna verkja og vanlíðanar tengdum sjálfsónæmissjúkdómum og öðrum krónískum kvillum, sem bæði voru meðfæddir og áunnir. Hildur var orðin öryrki og nálægt því að gefast upp, en ákvað að reyna að bæta lífsgæðin með breyttu mataræði og náði þannig ótrúlegum árangri. 11. október 2020 09:03 Mest lesið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Lífið samstarf „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Lífið samstarf Fleiri fréttir Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Sjá meira
Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur var orðin svo slæm af liðagigt að hún gat illa klætt sig sjálf og suma daga gat hún varla gengið og hún var með stöðuga verki. Lyfin virkuðu ekki sem skyldi og hún ákvað því að taka málin í sínar hendur og lækna sig sjálf. Hún breytti alveg um mataræði og tók út fullt af þeim fæðutegundum sem hún var vön að borða. Í dag er hún lyfjalaus og verkjalaus og hamingjusöm og glöð. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og hitti þessa kjarnakonu og fékk að heyra ótrúlega reynslusögu hennar. „Ég var orðin þannig að ég gat ekki lyft bolla, ekki rétt úr fingrunum og ekki kreppt þá heldur. Ég átti bara erfitt með allt. Ég átti erfitt með að klæða mig og suma daga átti ég erfitt með gang. Þá varð ég að sætta mig við að það væri eitthvað mikið að.“ Leið strax betur Sigríður bjó í London á þessum tíma og var þar greind með liðagigt. Henni var sagt að þetta væri alvarlegur sjúkdómur og hún var svo sett á sterk lyf sem eru líka notuð við krabbameini. Sigríður segir að það hafi verið sér til happs að fara á námskeið hjá Hildi M. Jónsdóttir. „Hún hafði sjálf læknað sig af mörgum sjúkdómum á löngum tíma.“ Sjá einnig: Var komin með sjálfsvígshugsanir og fannst hún byrði á fjölskyldunni Sigríður segir að eftir að hún fór á netnámskeið Hildar hafi hún tekið út allt glútein, allan sykur, kaffi, kjöt, mjólkurvörur og fleira. „Ég fann það strax að meltingin var öðruvísi og mér leið strax betur þó að þetta væri erfitt,“ viðurkennir Sigríður. Sjálfsagt að gefa til baka „Ég hef alltaf verið mikill sælkeri og svo er ég gift kokki sem eldar besta mat í heimi. Ég var þannig að ég byrjaði daginn á að hugsa um mat og ég endaði daginn á að hugsa um mat.“ Hún fór því að prófa sig áfram í eldhúsinu því hún vildi ekki hætta að borða góðan mat þó að hún hefði gjörbreytt mataræðinu. Nú deilir hún uppskriftum sínum með öðrum í gegnum síðuna sína Sæluréttir Siggu. Það var henni mikilvægt að uppskriftirnar væru öllum aðgengilegar og að fólk þyrfti ekki að borga fyrir þær. „Mér er svo mikið í mun að allir geti haft aðgang að þessu því það eru svo margir í minni stöðu, sem eru veikir eða eru öryrkjar og hafa ekki mikið á milli handanna, að þeir geti notað uppskriftirnar mínar. Mér finnst svo sjálfsagt að gefa til baka því að ég er búin að fá þessa bættu heilsu og mér líður svo vel.“ Hún hefur nú verið án lyfjanna í um tvö ár og segir að orkan sé miklu meiri. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Matur Heilbrigðismál Heilsa Ísland í dag Tengdar fréttir Var komin með sjálfsvígshugsanir og fannst hún byrði á fjölskyldunni Hildur Jónsdóttir þjáðist í áratugi vegna verkja og vanlíðanar tengdum sjálfsónæmissjúkdómum og öðrum krónískum kvillum, sem bæði voru meðfæddir og áunnir. Hildur var orðin öryrki og nálægt því að gefast upp, en ákvað að reyna að bæta lífsgæðin með breyttu mataræði og náði þannig ótrúlegum árangri. 11. október 2020 09:03 Mest lesið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Lífið samstarf „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Lífið samstarf Fleiri fréttir Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Sjá meira
Var komin með sjálfsvígshugsanir og fannst hún byrði á fjölskyldunni Hildur Jónsdóttir þjáðist í áratugi vegna verkja og vanlíðanar tengdum sjálfsónæmissjúkdómum og öðrum krónískum kvillum, sem bæði voru meðfæddir og áunnir. Hildur var orðin öryrki og nálægt því að gefast upp, en ákvað að reyna að bæta lífsgæðin með breyttu mataræði og náði þannig ótrúlegum árangri. 11. október 2020 09:03