Heimsfaraldur aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. október 2021 06:58 Ásdís Eir Símonardóttir. Vísir/Vilhelm Formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, telur heimsfaraldur hafa aukið eftirspurn eftir mannauðsfólki og tölur frá Alfreð ráðningaþjónustu benda til þess að auglýsingum mannauðsstarfa hafi fjölgað verulega síðastliðin ár. Föstudaginn 8.október verður Mannauðsdagurinn haldinn hátíðlegur með þéttskipaðri dagskrá í Hörpu. Mannauðsdagurinn er stærsti viðburður stjórnunar- og mannauðsmála á Íslandi en árið 2019 sóttu um fimm hundruð gestir ráðstefnuna. Viðburðurinn var rafrænn í fyrra en Mannauðsdagurinn var fyrst haldinn árið 2011. Í tilefni Mannauðsdagsins fjallar Atvinnulífið um strauma og stefnur í mannauðsmálum í dag og á morgun. Í dag er rætt við Ásdísi Eir Símonardóttur, formann Mannauðs, um félagið og starfsemi þess. „Á Íslandi eins og annars staðar í heiminum er mikil vakning í tengslum við virðið sem felst í góðu mannauðsfólki og mannauðstengdum störfum hefur fjölgað verulega í íslensku atvinnulífi,“ segir Ásdís Eir. Sagan Félagið Mannauður var stofnað formlega árið 2011 og er því tíu ára í ár. Að sögn Ásdísar má hins vegar rekja upphaf þess til félagsskapar starfsmannastjóra stærri fyrirtækja á Íslandi, sem starfræktur var á tíunda áratug síðustu aldar. „Það var heldur fámennara í félaginu þá en nú og undanfarið hefur fjölgunin verið hraðari en við áttum von á, en við erum rúmlega fimm hundruð talsins,“ segir Ásdís. Fyrstu árin var félagið aðeins opið mannauðsstjórum en í dag er það opið fyrir alla sem starfa við mannauðsmál í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Þar á meðal sérfræðinga sem sérhæfa sig í ráðgjöf og sölu á mannauðstengdri þjónustu. Hlutverk Mannauðs er að efla fagmennsku og vera framsækið og leiðandi á sviði mannauðsstjórnunar. Í þeim efnum skiptir tengslanet félagsmanna miklu máli. „Við höfum alltaf séð mikið virði í því að leiða fólk saman og opna á samtal milli fólks sem starfar í mannauðsmálum, byggja upp öflugt tengslanet þar sem félagsfólk getur bæði sótt og veitt stuðning og faglega hvatningu,“ segir Ásdís og bætir við: „Þessi partur starfseminnar hefur verið að eflast mikið undanfarin ár, viðfangsefni félagsfólks eru orðin umfangsmeiri og talsvert „strategískari“ í takt við aukinn þroska mannauðsstjórnunar á Íslandi.“ Mannauðsdagurinn verður haldinn í Hörpu föstudaginn 8.október næstkomandi en þetta er stærsti viðburður í stjórnun og mannauðsmálum á Íslandi. Árið 2019 sóttu ráðstefnu Mannauðsdagsins um fimm hundruð manns. Mikil fjölgun mannauðsstarfa Ásdís segist ánægð með hversu vel félagið er vakandi yfir straumum og stefnum en sjálf telur hún mikil tækifæri líka felast í því fyrir Mannauð að efla samstarf við fagstéttina erlendis, sem og betur við íslenskt háskólasamfélag. Það er auðvitað líka hlutir sem við hefðum viljað þróa fyrr og hraðar. Það felast gríðarlega mikil tækifæri fyrir félagið að efla enn frekar samstarf við fagstéttina erlendis og við íslenskt háskólasamfélag. „Við erum aðili að evrópsku mannauðssamtökunum, EAPM, og fáum mikið út úr því að sækja og deila þekkingu til systurfélaga okkar úti. Við tökum reglulega þátt í rannsóknum og könnunum á þeirra vegum og fáum dýrmætar niðurstöður til að bera okkur saman við og vinna áfram með. Síðasta vor stóð félagið fyrir vel sóttum rafrænum viðburði þar sem við deildum hagnýtum ráðum um útrýmingu kynbundins launamunar með erlendum kollegum okkar,“ segir Ásdís. Ásdís viðurkennir að margt væri spennandi að þróa fyrr og hraðar. Ekki síst aukið samstarf við íslenskt háskólasamfélag enda telur hún mikilvægt að mannauðsfólk þekki vel til nýjustu rannsókna og telur einnig mikilvægt að rödd mannauðsfólks heyrist þegar kemur að eflingu náms í stjórnun og mannauðsstjórnun. „Hér er hins vegar ekkert upp á háskólana að klaga heldur hefur annað verið í forgangi hjá félaginu hingað til, en ég er bjartsýn á framtíðina,“ segir Ásdís. Síðastliðin ár hefur atvinnuauglýsingum mannauðsstarfa fjölgað mjög. „Ég ræddi þetta nýverið við starfsfólk Alfreðs, atvinnuleitarmiðils, og þau sögðu mér að þau sjá skýrt trend í fjölda mannauðsstarfa sem eru auglýst hjá þeim, en hlutfall þeirra hefur hækkað úr því að vera 0,5% allra starfa árið 2016 upp í 1% undanfarið ár sem er um það bil 15% aukning á ársgrundvelli undanfarin fimm ár. Þessi gögn ná yfir meira en 50.000 atvinnuauglýsingar og þar af meira en fjögur hundruð mannauðstengdar,“ segir Ásdís. En hvers vegna þessi fjölgun? Mér finnst ýmislegt benda til að heimsfaraldurinn hafi hraðað þessari þróun í eftirspurn eftir mannauðsfólki, enda hefur aldeilis sýnt sig að þegar allt er á botninn hvolft snýst fyrirtækjarekstur á endanum um fólk.“ Vegna heimsfaraldurs hefur mannauðsfólk ekki fjölmennt saman síðan árið 2019. Á Mannauðsdeginum 2021 verður sjónum beint að þeim áskorunum sem nú blasa við á vinnumarkaði; nýjar kynslóðir, miklar og hraðar tæknibreytingar og áhrif Covid. Vantar fleiri karlmenn Ásdís er sjálf vinnusálfræðingur sem hefur síðastliðin ár starfað sem mannauðsleiðtogi hjá OR. Ásdís er í dag nýráðin VP of People hjá Lucinity, íslensku upplýsingatæknifyrirtæki sem framleiðir gervigreindarhugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að berjast gegn peningaþvætti. Að sögn Ásdísar eru konur ríkjandi í faginu, sem endurspeglast meðal annars í því að í Mannauði eru 86% félagsmanna konur. „Sú skoðun er ríkjandi í samfélaginu að mjúkir þættir á borð við samskipti og velferð fólks séu kvenlegir eiginleikar og staðalímynd mannauðsstjórans er vinaleg kona með mikla færni í mannlegum samskiptum, háa tilfinningagreind og umhyggju fyrir velferð annarra,“ segir Ásdís. Að mati Ásdísar er það fyrst og fremst þessi staðalímynd sem dregur úr fjölbreytileika í faginu, færri karlar sækist eftir starfi í mannauðsmálum og karlar sæki sér síður menntun í málaflokknum. Raunin er hins vegar sú að karlar eru alveg jafn umhyggjusamir og konur og það væri atvinnulífinu vafalaust til framdráttar að hafa fjölbreyttari hóp innan raða mannauðsfólks. Mannauðsmál eru þrususpennandi og þetta er málaflokkur sem ætti að höfða til mjög margra sem hafa áhuga á að fást við flókin viðfangsefni, ekki síst á tímum sem þessum þar sem það blasir við að fólk skiptir öllu máli,“ segir Ásdís. Stjórnun Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mannauðsmál Tengdar fréttir Bjuggu til leiðtoganám á Bifröst fyrir verslunarstjóra Samkaupa Með aukinni sjálfvirknivæðingu og síbreytilegu umhverfi vinnustaða hefur þjálfun starfsfólks og menntun á vegum vinnustaða aukist. Samkaup og Háskólinn á Bifröst hafa nú mótað saman sérstakt leiðtoganám fyrir verslunarstjóra Samkaupa en námið er vottað 12ECT eininga háskólanám og því geta nemendur nýtt sér einingarnar síðar fyrir frekari háskólanám. 29. september 2021 07:01 Fullyrða að leiðtogaþjálfunin hafi bjargað fyrirtækinu frá gjaldþroti Íslenskir stjórnendur eru of oft uppteknir við að slökkva elda og Ísland er töluvert á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að leiðtogaþjálfun. Að mati Ingvars Jónssonar hjá Profectus má þó færa margvísleg rök fyrir því að leiðtogaþjálfun stjórnenda geti skipt sköpum á tímum sem þessum. 30. september 2021 07:01 Í kjölfar Covid: Engin skömm að því að tala um hvernig okkur líður „Í könnuninni kom fram að algengasta hlutfall launa af rekstrarkostnaði sé 70-79%, meðalhlutfallið var 57%. Hlutfallið er tæp 52% á almenna markaðnum og ríflega 70% á opinbera markaðnum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte og einnig í vinnuhópi hjá Mannauði um mannauðsmælingar og tölfræði, um nýjar niðurstöður könnunar sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, lét gera meðal félagsmanna. 16. september 2021 07:01 Getur leitt til uppsagnar ef fólk vill ekki bólusetningu Erlend stórfyrirtæki hafa sum hver sett þá kröfu á starfsmenn sína að þeir séu bólusettir gegn Covid. Nýleg dæmi eru fyrirtæki eins og Facebook, Google og Uber og fyrir stuttu var þremur starfsmönnum CNN sagt upp þegar þeir mættu óbólusettir til vinnu. Þá hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að vinnustaðir eins og skólar geti gert kröfu um að starfsfólk sé bólusett á þeim forsendum að starfsmennirnir starfi með viðkvæmum hópum, sbr. börnum. 8. september 2021 07:01 Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Föstudaginn 8.október verður Mannauðsdagurinn haldinn hátíðlegur með þéttskipaðri dagskrá í Hörpu. Mannauðsdagurinn er stærsti viðburður stjórnunar- og mannauðsmála á Íslandi en árið 2019 sóttu um fimm hundruð gestir ráðstefnuna. Viðburðurinn var rafrænn í fyrra en Mannauðsdagurinn var fyrst haldinn árið 2011. Í tilefni Mannauðsdagsins fjallar Atvinnulífið um strauma og stefnur í mannauðsmálum í dag og á morgun. Í dag er rætt við Ásdísi Eir Símonardóttur, formann Mannauðs, um félagið og starfsemi þess. „Á Íslandi eins og annars staðar í heiminum er mikil vakning í tengslum við virðið sem felst í góðu mannauðsfólki og mannauðstengdum störfum hefur fjölgað verulega í íslensku atvinnulífi,“ segir Ásdís Eir. Sagan Félagið Mannauður var stofnað formlega árið 2011 og er því tíu ára í ár. Að sögn Ásdísar má hins vegar rekja upphaf þess til félagsskapar starfsmannastjóra stærri fyrirtækja á Íslandi, sem starfræktur var á tíunda áratug síðustu aldar. „Það var heldur fámennara í félaginu þá en nú og undanfarið hefur fjölgunin verið hraðari en við áttum von á, en við erum rúmlega fimm hundruð talsins,“ segir Ásdís. Fyrstu árin var félagið aðeins opið mannauðsstjórum en í dag er það opið fyrir alla sem starfa við mannauðsmál í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Þar á meðal sérfræðinga sem sérhæfa sig í ráðgjöf og sölu á mannauðstengdri þjónustu. Hlutverk Mannauðs er að efla fagmennsku og vera framsækið og leiðandi á sviði mannauðsstjórnunar. Í þeim efnum skiptir tengslanet félagsmanna miklu máli. „Við höfum alltaf séð mikið virði í því að leiða fólk saman og opna á samtal milli fólks sem starfar í mannauðsmálum, byggja upp öflugt tengslanet þar sem félagsfólk getur bæði sótt og veitt stuðning og faglega hvatningu,“ segir Ásdís og bætir við: „Þessi partur starfseminnar hefur verið að eflast mikið undanfarin ár, viðfangsefni félagsfólks eru orðin umfangsmeiri og talsvert „strategískari“ í takt við aukinn þroska mannauðsstjórnunar á Íslandi.“ Mannauðsdagurinn verður haldinn í Hörpu föstudaginn 8.október næstkomandi en þetta er stærsti viðburður í stjórnun og mannauðsmálum á Íslandi. Árið 2019 sóttu ráðstefnu Mannauðsdagsins um fimm hundruð manns. Mikil fjölgun mannauðsstarfa Ásdís segist ánægð með hversu vel félagið er vakandi yfir straumum og stefnum en sjálf telur hún mikil tækifæri líka felast í því fyrir Mannauð að efla samstarf við fagstéttina erlendis, sem og betur við íslenskt háskólasamfélag. Það er auðvitað líka hlutir sem við hefðum viljað þróa fyrr og hraðar. Það felast gríðarlega mikil tækifæri fyrir félagið að efla enn frekar samstarf við fagstéttina erlendis og við íslenskt háskólasamfélag. „Við erum aðili að evrópsku mannauðssamtökunum, EAPM, og fáum mikið út úr því að sækja og deila þekkingu til systurfélaga okkar úti. Við tökum reglulega þátt í rannsóknum og könnunum á þeirra vegum og fáum dýrmætar niðurstöður til að bera okkur saman við og vinna áfram með. Síðasta vor stóð félagið fyrir vel sóttum rafrænum viðburði þar sem við deildum hagnýtum ráðum um útrýmingu kynbundins launamunar með erlendum kollegum okkar,“ segir Ásdís. Ásdís viðurkennir að margt væri spennandi að þróa fyrr og hraðar. Ekki síst aukið samstarf við íslenskt háskólasamfélag enda telur hún mikilvægt að mannauðsfólk þekki vel til nýjustu rannsókna og telur einnig mikilvægt að rödd mannauðsfólks heyrist þegar kemur að eflingu náms í stjórnun og mannauðsstjórnun. „Hér er hins vegar ekkert upp á háskólana að klaga heldur hefur annað verið í forgangi hjá félaginu hingað til, en ég er bjartsýn á framtíðina,“ segir Ásdís. Síðastliðin ár hefur atvinnuauglýsingum mannauðsstarfa fjölgað mjög. „Ég ræddi þetta nýverið við starfsfólk Alfreðs, atvinnuleitarmiðils, og þau sögðu mér að þau sjá skýrt trend í fjölda mannauðsstarfa sem eru auglýst hjá þeim, en hlutfall þeirra hefur hækkað úr því að vera 0,5% allra starfa árið 2016 upp í 1% undanfarið ár sem er um það bil 15% aukning á ársgrundvelli undanfarin fimm ár. Þessi gögn ná yfir meira en 50.000 atvinnuauglýsingar og þar af meira en fjögur hundruð mannauðstengdar,“ segir Ásdís. En hvers vegna þessi fjölgun? Mér finnst ýmislegt benda til að heimsfaraldurinn hafi hraðað þessari þróun í eftirspurn eftir mannauðsfólki, enda hefur aldeilis sýnt sig að þegar allt er á botninn hvolft snýst fyrirtækjarekstur á endanum um fólk.“ Vegna heimsfaraldurs hefur mannauðsfólk ekki fjölmennt saman síðan árið 2019. Á Mannauðsdeginum 2021 verður sjónum beint að þeim áskorunum sem nú blasa við á vinnumarkaði; nýjar kynslóðir, miklar og hraðar tæknibreytingar og áhrif Covid. Vantar fleiri karlmenn Ásdís er sjálf vinnusálfræðingur sem hefur síðastliðin ár starfað sem mannauðsleiðtogi hjá OR. Ásdís er í dag nýráðin VP of People hjá Lucinity, íslensku upplýsingatæknifyrirtæki sem framleiðir gervigreindarhugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að berjast gegn peningaþvætti. Að sögn Ásdísar eru konur ríkjandi í faginu, sem endurspeglast meðal annars í því að í Mannauði eru 86% félagsmanna konur. „Sú skoðun er ríkjandi í samfélaginu að mjúkir þættir á borð við samskipti og velferð fólks séu kvenlegir eiginleikar og staðalímynd mannauðsstjórans er vinaleg kona með mikla færni í mannlegum samskiptum, háa tilfinningagreind og umhyggju fyrir velferð annarra,“ segir Ásdís. Að mati Ásdísar er það fyrst og fremst þessi staðalímynd sem dregur úr fjölbreytileika í faginu, færri karlar sækist eftir starfi í mannauðsmálum og karlar sæki sér síður menntun í málaflokknum. Raunin er hins vegar sú að karlar eru alveg jafn umhyggjusamir og konur og það væri atvinnulífinu vafalaust til framdráttar að hafa fjölbreyttari hóp innan raða mannauðsfólks. Mannauðsmál eru þrususpennandi og þetta er málaflokkur sem ætti að höfða til mjög margra sem hafa áhuga á að fást við flókin viðfangsefni, ekki síst á tímum sem þessum þar sem það blasir við að fólk skiptir öllu máli,“ segir Ásdís.
Stjórnun Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mannauðsmál Tengdar fréttir Bjuggu til leiðtoganám á Bifröst fyrir verslunarstjóra Samkaupa Með aukinni sjálfvirknivæðingu og síbreytilegu umhverfi vinnustaða hefur þjálfun starfsfólks og menntun á vegum vinnustaða aukist. Samkaup og Háskólinn á Bifröst hafa nú mótað saman sérstakt leiðtoganám fyrir verslunarstjóra Samkaupa en námið er vottað 12ECT eininga háskólanám og því geta nemendur nýtt sér einingarnar síðar fyrir frekari háskólanám. 29. september 2021 07:01 Fullyrða að leiðtogaþjálfunin hafi bjargað fyrirtækinu frá gjaldþroti Íslenskir stjórnendur eru of oft uppteknir við að slökkva elda og Ísland er töluvert á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að leiðtogaþjálfun. Að mati Ingvars Jónssonar hjá Profectus má þó færa margvísleg rök fyrir því að leiðtogaþjálfun stjórnenda geti skipt sköpum á tímum sem þessum. 30. september 2021 07:01 Í kjölfar Covid: Engin skömm að því að tala um hvernig okkur líður „Í könnuninni kom fram að algengasta hlutfall launa af rekstrarkostnaði sé 70-79%, meðalhlutfallið var 57%. Hlutfallið er tæp 52% á almenna markaðnum og ríflega 70% á opinbera markaðnum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte og einnig í vinnuhópi hjá Mannauði um mannauðsmælingar og tölfræði, um nýjar niðurstöður könnunar sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, lét gera meðal félagsmanna. 16. september 2021 07:01 Getur leitt til uppsagnar ef fólk vill ekki bólusetningu Erlend stórfyrirtæki hafa sum hver sett þá kröfu á starfsmenn sína að þeir séu bólusettir gegn Covid. Nýleg dæmi eru fyrirtæki eins og Facebook, Google og Uber og fyrir stuttu var þremur starfsmönnum CNN sagt upp þegar þeir mættu óbólusettir til vinnu. Þá hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að vinnustaðir eins og skólar geti gert kröfu um að starfsfólk sé bólusett á þeim forsendum að starfsmennirnir starfi með viðkvæmum hópum, sbr. börnum. 8. september 2021 07:01 Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Bjuggu til leiðtoganám á Bifröst fyrir verslunarstjóra Samkaupa Með aukinni sjálfvirknivæðingu og síbreytilegu umhverfi vinnustaða hefur þjálfun starfsfólks og menntun á vegum vinnustaða aukist. Samkaup og Háskólinn á Bifröst hafa nú mótað saman sérstakt leiðtoganám fyrir verslunarstjóra Samkaupa en námið er vottað 12ECT eininga háskólanám og því geta nemendur nýtt sér einingarnar síðar fyrir frekari háskólanám. 29. september 2021 07:01
Fullyrða að leiðtogaþjálfunin hafi bjargað fyrirtækinu frá gjaldþroti Íslenskir stjórnendur eru of oft uppteknir við að slökkva elda og Ísland er töluvert á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að leiðtogaþjálfun. Að mati Ingvars Jónssonar hjá Profectus má þó færa margvísleg rök fyrir því að leiðtogaþjálfun stjórnenda geti skipt sköpum á tímum sem þessum. 30. september 2021 07:01
Í kjölfar Covid: Engin skömm að því að tala um hvernig okkur líður „Í könnuninni kom fram að algengasta hlutfall launa af rekstrarkostnaði sé 70-79%, meðalhlutfallið var 57%. Hlutfallið er tæp 52% á almenna markaðnum og ríflega 70% á opinbera markaðnum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðstjóri Deloitte og einnig í vinnuhópi hjá Mannauði um mannauðsmælingar og tölfræði, um nýjar niðurstöður könnunar sem Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, lét gera meðal félagsmanna. 16. september 2021 07:01
Getur leitt til uppsagnar ef fólk vill ekki bólusetningu Erlend stórfyrirtæki hafa sum hver sett þá kröfu á starfsmenn sína að þeir séu bólusettir gegn Covid. Nýleg dæmi eru fyrirtæki eins og Facebook, Google og Uber og fyrir stuttu var þremur starfsmönnum CNN sagt upp þegar þeir mættu óbólusettir til vinnu. Þá hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að vinnustaðir eins og skólar geti gert kröfu um að starfsfólk sé bólusett á þeim forsendum að starfsmennirnir starfi með viðkvæmum hópum, sbr. börnum. 8. september 2021 07:01
Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01