Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2021 18:20 Leikmenn íslenska liðsins fagna sigrinum á Serbíu. vísir/Jónína Guðbjörg Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022 á Ásvöllum í dag. Íslendingar fengu skell gegn Svíum, 30-17, á fimmtudaginn en svöruðu fyrir hann í dag og sigurinn var sanngjarn. Ísland var lengst af með frumkvæðið og Serbía komst aðeins einu sinni yfir í leiknum. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot í markinu (fjörutíu prósent). Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sjö mörk fyrir Ísland, Hildigunnur Einarsdóttir fimm og Sandra Erlingsdóttir fjögur, öll af vítalínunni. Fyrirliðinn Rut Jónsdóttir, sem lék á miðjunni eins og gegn Svíþjóð, skoraði þrjú mörk og bjó til fjölda færa fyrir samherja sína. Ragnheiður var aðsópsmest í íslensku sókninni og tók hvorki fleiri né færri en tuttugu skot, eða tæplega helming skota Íslendinga. Sum þeirra voru slæm og ótímabær en ótti og efi er ekki til í orðabók Ragnheiðar og mörkin hennar sjö reyndust gríðarlega mikilvæg. Ragnheiður Júlíusdóttir fagnar einu sjö marka sinna í leiknum.vísir/Jónína Guðbjörg Íslenska liðið byrjaði leikinn af allt öðrum og meiri krafti en gegn Svíum á fimmtudaginn. Ísland skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og var yfir meira og minna allan fyrri hálfleikinn. Mestur varð munurinn þrjú mörk, 9-6, en í hálfleik munaði tveimur mörkum á liðunum, 10-8. Hann hefði þó hæglega getað verið meiri. Íslenska liðið fór illa með nokkur kjörin færi og tókst ekki almennilega að refsa Serbum fyrir ítrekuð mistök þeirra í sókninni. Ísland skoraði til að mynda aðeins eitt hraðaupphlaupsmark í fyrri hálfleik. Íslenska vörnin var mjög öflug og þvingaði Serbíu í erfið skot og tapaða bolta. Þá varði Elín Jóna stórvel í marki Íslands, alls átta skot (47 prósent). Risovic varði einnig átta skot í marki Serbíu (44 prósent) og gestirnir gátu þakkað henni öðrum fremur fyrir að vera ekki meira en tveimur mörkum undir í hálfleik. Ragnheiður kom Íslandi fjórum mörkum yfir, 13-9, í upphafi seinni hálfleiks. Þá kom afleitur kafli hjá íslenska liðinu, Serbar skoruðu sex mörk gegn einu og náði forystunni í fyrsta og eina sinn í leiknum, 14-15. Sem betur fer þessi slæmi kafli stuttur, íslenska liðið var fljótt að ná áttum, skoraði næstu þrjú mörk og komst tveimur mörkum yfir, 17-15. Og þessu forskoti hélt Ísland út leikinn. Hildigunnur Einarsdóttir átti frábæran leik, bæði í vörn og sókn.vísir/Jónína Guðbjörg Thea Imani Sturludóttir kom íslenska liðinu þremur mörkum yfir, 21-18, með sínu eina marki í leiknum. En Serbar svöruðu með tveimur mörkum í röð og færðu pressuna yfir á Íslendinga. Í næstu sókn varði Kristina Graovac skot Ragnheiðar en Hildigunnur tók frákastið og skoraði sitt fimmta mark, 22-20. Jovana Kovacevic svaraði strax en Ragnheiður skoraði svo gríðarlega mikilvægt mark í næstu sókn Íslands þegar rúm mínúta var eftir, 23-21. Eftir þetta var verkefnið erfitt fyrir Serbíu og Elín Jóna kórónaði frábæran leik sinn með því að verja síðustu tvö skot gestanna. Lokatölur 23-21, Íslandi í vil. Ungir sem aldnir stuðningsmenn Íslands horfa aðdáunaraugum á Rut Jónsdóttur sem lék sinn 101. landsleik í dag.vísir/Jónína Guðbjörg Þótt andstæðingurinn hafi ekki verið jafn sterkur og á fimmtudaginn var allt önnur og betri ára yfir íslenska liðinu í dag. Vörnin var frábær allan leikinn, Elín Jóna átti dúndur frammistöðu og sóknin var nógu góð til að landa sigri. Í leiknum á fimmtudaginn tapaði Ísland boltanum fjórtán sinnum í fyrri hálfleik en í dag voru töpuðu boltarnir fjórtán allan leikinn. Og það taldi mikið. Íslenska liðið getur enn spilað betri sóknarleik og skorað fleiri mörk eftir hraðaupphlaup en frammistaðan í dag var svo sannarlega skref í rétta átt og sigurinn frábær. EM kvenna í handbolta 2022
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022 á Ásvöllum í dag. Íslendingar fengu skell gegn Svíum, 30-17, á fimmtudaginn en svöruðu fyrir hann í dag og sigurinn var sanngjarn. Ísland var lengst af með frumkvæðið og Serbía komst aðeins einu sinni yfir í leiknum. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot í markinu (fjörutíu prósent). Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sjö mörk fyrir Ísland, Hildigunnur Einarsdóttir fimm og Sandra Erlingsdóttir fjögur, öll af vítalínunni. Fyrirliðinn Rut Jónsdóttir, sem lék á miðjunni eins og gegn Svíþjóð, skoraði þrjú mörk og bjó til fjölda færa fyrir samherja sína. Ragnheiður var aðsópsmest í íslensku sókninni og tók hvorki fleiri né færri en tuttugu skot, eða tæplega helming skota Íslendinga. Sum þeirra voru slæm og ótímabær en ótti og efi er ekki til í orðabók Ragnheiðar og mörkin hennar sjö reyndust gríðarlega mikilvæg. Ragnheiður Júlíusdóttir fagnar einu sjö marka sinna í leiknum.vísir/Jónína Guðbjörg Íslenska liðið byrjaði leikinn af allt öðrum og meiri krafti en gegn Svíum á fimmtudaginn. Ísland skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og var yfir meira og minna allan fyrri hálfleikinn. Mestur varð munurinn þrjú mörk, 9-6, en í hálfleik munaði tveimur mörkum á liðunum, 10-8. Hann hefði þó hæglega getað verið meiri. Íslenska liðið fór illa með nokkur kjörin færi og tókst ekki almennilega að refsa Serbum fyrir ítrekuð mistök þeirra í sókninni. Ísland skoraði til að mynda aðeins eitt hraðaupphlaupsmark í fyrri hálfleik. Íslenska vörnin var mjög öflug og þvingaði Serbíu í erfið skot og tapaða bolta. Þá varði Elín Jóna stórvel í marki Íslands, alls átta skot (47 prósent). Risovic varði einnig átta skot í marki Serbíu (44 prósent) og gestirnir gátu þakkað henni öðrum fremur fyrir að vera ekki meira en tveimur mörkum undir í hálfleik. Ragnheiður kom Íslandi fjórum mörkum yfir, 13-9, í upphafi seinni hálfleiks. Þá kom afleitur kafli hjá íslenska liðinu, Serbar skoruðu sex mörk gegn einu og náði forystunni í fyrsta og eina sinn í leiknum, 14-15. Sem betur fer þessi slæmi kafli stuttur, íslenska liðið var fljótt að ná áttum, skoraði næstu þrjú mörk og komst tveimur mörkum yfir, 17-15. Og þessu forskoti hélt Ísland út leikinn. Hildigunnur Einarsdóttir átti frábæran leik, bæði í vörn og sókn.vísir/Jónína Guðbjörg Thea Imani Sturludóttir kom íslenska liðinu þremur mörkum yfir, 21-18, með sínu eina marki í leiknum. En Serbar svöruðu með tveimur mörkum í röð og færðu pressuna yfir á Íslendinga. Í næstu sókn varði Kristina Graovac skot Ragnheiðar en Hildigunnur tók frákastið og skoraði sitt fimmta mark, 22-20. Jovana Kovacevic svaraði strax en Ragnheiður skoraði svo gríðarlega mikilvægt mark í næstu sókn Íslands þegar rúm mínúta var eftir, 23-21. Eftir þetta var verkefnið erfitt fyrir Serbíu og Elín Jóna kórónaði frábæran leik sinn með því að verja síðustu tvö skot gestanna. Lokatölur 23-21, Íslandi í vil. Ungir sem aldnir stuðningsmenn Íslands horfa aðdáunaraugum á Rut Jónsdóttur sem lék sinn 101. landsleik í dag.vísir/Jónína Guðbjörg Þótt andstæðingurinn hafi ekki verið jafn sterkur og á fimmtudaginn var allt önnur og betri ára yfir íslenska liðinu í dag. Vörnin var frábær allan leikinn, Elín Jóna átti dúndur frammistöðu og sóknin var nógu góð til að landa sigri. Í leiknum á fimmtudaginn tapaði Ísland boltanum fjórtán sinnum í fyrri hálfleik en í dag voru töpuðu boltarnir fjórtán allan leikinn. Og það taldi mikið. Íslenska liðið getur enn spilað betri sóknarleik og skorað fleiri mörk eftir hraðaupphlaup en frammistaðan í dag var svo sannarlega skref í rétta átt og sigurinn frábær.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti