Gerir upp æskuárin á nýrri plötu Ritstjórn Albúmm.is skrifar 9. október 2021 13:31 Hljómsveitin Vök hefur látið til sín taka í útgáfumálum á þessu ári og sendir nú frá sér EP plötuna, Feeding on a Tragedy. „Þetta lag er svona smá saga úr villta vestrinu. Villta vestrið í þessu tilviki er Akranes,“ segir Margrét Rán sem fæddist og ólst þar upp. „Á uppvaxtarárunum mínum á Skaganum fannst mér ég aldrei passa inn. Ég þjáðist af innilokunarkennd og þráði að komast í burtu. Á endanum ákvað ég að elta draumana mína og fór. Þessi flótta tilfinning kraumar undir í textanum og er um leið hvatning til allra um að láta drauma sína rætast. Hamingjan er þess virði að hlaupa á eftir henni.“ Running Wild er nýjasta lag sveitarinnar en á plötunni má einnig finna lögin No Coffee at the Funeral, Skin og Lost in the Weekend sem hafa öll hafa fengið mikla útvarpsspilun. Hljómsveitin Vök hefur löngu getið sér gott orð fyrir draumkenndan og lagskiptan hljóðheim þar sem electro og indie poppi er blandað saman. „Tónlistarlega þá sóttumst við eftir því að gera eitthvað allt öðruvísi en áður. Við blönduðum saman hip hop takti með grámyglulegum gítar, smá kántrí og rafmagns syntha. Þetta var mótsagnakennd tilraun á sínum tíma en hún passar vel við textann og við erum ofboðslega ánægð með útkomuna.“ Hljóðblöndun lagsins var í höndum David Wrench sem hefur meðal annars unnið með tónlistarfólki á borð við Jungle, David Byrne, Caribou og The XX. Þríeykið sem myndar Vök eru Margrét Rán söngkona og hljómborð, Einar Stef gítar- og bassaleikari og Bergur Dagbjartsson trommuleikari. Þau hafa unnið að plötugerðinni í hljóðverum sínum í Hafnarfirði og Reykjavík. Vök á mála hjá alþjóðlega fyrirtækinu Nettwerk en gefa út undir eigin merkjum á Íslandi. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið
„Þetta lag er svona smá saga úr villta vestrinu. Villta vestrið í þessu tilviki er Akranes,“ segir Margrét Rán sem fæddist og ólst þar upp. „Á uppvaxtarárunum mínum á Skaganum fannst mér ég aldrei passa inn. Ég þjáðist af innilokunarkennd og þráði að komast í burtu. Á endanum ákvað ég að elta draumana mína og fór. Þessi flótta tilfinning kraumar undir í textanum og er um leið hvatning til allra um að láta drauma sína rætast. Hamingjan er þess virði að hlaupa á eftir henni.“ Running Wild er nýjasta lag sveitarinnar en á plötunni má einnig finna lögin No Coffee at the Funeral, Skin og Lost in the Weekend sem hafa öll hafa fengið mikla útvarpsspilun. Hljómsveitin Vök hefur löngu getið sér gott orð fyrir draumkenndan og lagskiptan hljóðheim þar sem electro og indie poppi er blandað saman. „Tónlistarlega þá sóttumst við eftir því að gera eitthvað allt öðruvísi en áður. Við blönduðum saman hip hop takti með grámyglulegum gítar, smá kántrí og rafmagns syntha. Þetta var mótsagnakennd tilraun á sínum tíma en hún passar vel við textann og við erum ofboðslega ánægð með útkomuna.“ Hljóðblöndun lagsins var í höndum David Wrench sem hefur meðal annars unnið með tónlistarfólki á borð við Jungle, David Byrne, Caribou og The XX. Þríeykið sem myndar Vök eru Margrét Rán söngkona og hljómborð, Einar Stef gítar- og bassaleikari og Bergur Dagbjartsson trommuleikari. Þau hafa unnið að plötugerðinni í hljóðverum sínum í Hafnarfirði og Reykjavík. Vök á mála hjá alþjóðlega fyrirtækinu Nettwerk en gefa út undir eigin merkjum á Íslandi. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið