Fyrri leikur dagsins í Subway-deild kvenna er viðureign Vals og Breiðabliks, en útsending hefst klukkan 18.05 á Stöð 2 Sport.
Grindavík og Njarðvík eigast svo við í seinni leik dagsins klukkan 20.05 á sömu rás í nágrannaslag.
Rafíþróttirnar verða í gangi í allan dag, en klukkan 11:00 hefst útsending frá þriðja degi riðlakeppninnar á heimsmeistaramótinu í League of Legends á Stöð 2 eSport.
Stelpurnar í Babe Patrol leiða okkur svo inn í nóttina, en þær hefja leik klukkan 21:00 á Stöð 2 eSport.