„Hún átti einhvern veginn ekki séns“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. október 2021 10:41 Lára segir að Krabbameinsfélagið hafi reynst henni ótrúlega vel. Hún sagði Evu Laufey sögu sína í þættinum Ísland í dag. Ísland í dag Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið hjá íslenskum konum og á hverju ári greinast að meðaltali 235 konur með brjóstakrabbamein. Lára Guðrún Jóhönnudóttir missti móður sína úr brjóstakrabbameini þegar hún var unglingur og síðar greindist Lára sjálf með brjóstakrabbamein. Átta sentímetra æxli „Hún var 38 ára gömul eins og ég er líka að verða núna, sem er rosalega skrítinn aldur að komast á,“ segir Lára. „Hún var undir rosalega miklu álagi, var að vinna í tveimur vinnum og var einstæð þriggja barna móðir, að harka til að ná endum saman. Hún finnur mein, hnút í brjósti.“ Móðir Láru fór ekki strax í skimun og þegar hún loksins lét verða að því var meinið orðið átta sentímetra stórt. Hún fór í geisla- og lyfjameðferð en þar með var ekki öll sagan sögð. „Hún greinist svo með nýtt krabbamein í hinu brjóstinu þegar hún var í lyfjameðferð.“ Meinið náði að dreifa sér hratt á nokkrum mánuðum í heila, lifur og nýru. „Hún deyr svo í júní, nokkrum vikum eftir fertugsafmælið sitt. Hún var mjög ung. Hún átti einhvern veginn ekki séns, þetta var það agressíft.“ Mæðgurnar á góðri stundu.Aðsent Tróð marvaða eftir missinn Lára missti móður sína á unglingsaldri og átti tvö yngri systkini. Hún segir að þetta hafi verið mikið áfall. „Hún var ekki mjög dugleg að biðja um aðstoð þannig að það lenti svolítið mikið álag á mér. Ég var svona þannig séð farin að reka heimili í menntaskóla.“ Á fyrsta ári í menntaskóla var Lára í 80 prósent vinnu með námi og að tæma ælufötur á nóttunni og reyna að harka sér í skólann þess á milli. Eftir að móðir hennar dó, tók við ábyrgðarhlutverk fyrir Láru. „Það tóku við nokkur ár af því að troða marvaða.“ Lára sagði sína sögu í þættinum Ísland í dag og má horfa á innslagið hér fyrir neðan. > Fann að eitthvað var að 37 ára gömul greinist Lára svo sjálf með brjóstakrabbamein. „Ég greinist með svokallað hormónanæmt brjóstakrabbamein, ég var einkennalaus þegar ég greinist.“ Innsæið sagði Láru að það væri eitthvað að. „Ég fann það einhvern veginn inni í kjarnanum að eitthvað var í ólagi.“ Hún fékk það í gegn að fara í brjóstamyndatöku út frá fjölskyldusögu. „Þá kemur í ljós pínulítið meinvarp eða æxli sem að lá við rifbein, sem fannst ekki þegar var verið að þreifa.“ Í annarri stöðu Lára segir að hún hafi upplifað reiði og einfaldlega öskrað þegar hún fékk símtalið. „Svo áttaði ég mig á því að ég var í allt annarri stöðu en hún. Tengslanet, fjárhagsstaða, umhverfi og mín andleg líðan var miklu meira í stakk búin til að takast á við þetta.“ Brjóst og brjóstvefur voru fjarlægt í skurðaðgerð og kom þar í ljós að það voru krabbameinsfrumur í öllum fjórðungum. Nú eru fjögur og hálft ár síðan Lára greindist. Hún segist hafa haldið fast í það að batahorfurnar væru góðar. „Ég vissi að þessi saga mín myndi hafa annan endi.“
Lára Guðrún Jóhönnudóttir missti móður sína úr brjóstakrabbameini þegar hún var unglingur og síðar greindist Lára sjálf með brjóstakrabbamein. Átta sentímetra æxli „Hún var 38 ára gömul eins og ég er líka að verða núna, sem er rosalega skrítinn aldur að komast á,“ segir Lára. „Hún var undir rosalega miklu álagi, var að vinna í tveimur vinnum og var einstæð þriggja barna móðir, að harka til að ná endum saman. Hún finnur mein, hnút í brjósti.“ Móðir Láru fór ekki strax í skimun og þegar hún loksins lét verða að því var meinið orðið átta sentímetra stórt. Hún fór í geisla- og lyfjameðferð en þar með var ekki öll sagan sögð. „Hún greinist svo með nýtt krabbamein í hinu brjóstinu þegar hún var í lyfjameðferð.“ Meinið náði að dreifa sér hratt á nokkrum mánuðum í heila, lifur og nýru. „Hún deyr svo í júní, nokkrum vikum eftir fertugsafmælið sitt. Hún var mjög ung. Hún átti einhvern veginn ekki séns, þetta var það agressíft.“ Mæðgurnar á góðri stundu.Aðsent Tróð marvaða eftir missinn Lára missti móður sína á unglingsaldri og átti tvö yngri systkini. Hún segir að þetta hafi verið mikið áfall. „Hún var ekki mjög dugleg að biðja um aðstoð þannig að það lenti svolítið mikið álag á mér. Ég var svona þannig séð farin að reka heimili í menntaskóla.“ Á fyrsta ári í menntaskóla var Lára í 80 prósent vinnu með námi og að tæma ælufötur á nóttunni og reyna að harka sér í skólann þess á milli. Eftir að móðir hennar dó, tók við ábyrgðarhlutverk fyrir Láru. „Það tóku við nokkur ár af því að troða marvaða.“ Lára sagði sína sögu í þættinum Ísland í dag og má horfa á innslagið hér fyrir neðan. > Fann að eitthvað var að 37 ára gömul greinist Lára svo sjálf með brjóstakrabbamein. „Ég greinist með svokallað hormónanæmt brjóstakrabbamein, ég var einkennalaus þegar ég greinist.“ Innsæið sagði Láru að það væri eitthvað að. „Ég fann það einhvern veginn inni í kjarnanum að eitthvað var í ólagi.“ Hún fékk það í gegn að fara í brjóstamyndatöku út frá fjölskyldusögu. „Þá kemur í ljós pínulítið meinvarp eða æxli sem að lá við rifbein, sem fannst ekki þegar var verið að þreifa.“ Í annarri stöðu Lára segir að hún hafi upplifað reiði og einfaldlega öskrað þegar hún fékk símtalið. „Svo áttaði ég mig á því að ég var í allt annarri stöðu en hún. Tengslanet, fjárhagsstaða, umhverfi og mín andleg líðan var miklu meira í stakk búin til að takast á við þetta.“ Brjóst og brjóstvefur voru fjarlægt í skurðaðgerð og kom þar í ljós að það voru krabbameinsfrumur í öllum fjórðungum. Nú eru fjögur og hálft ár síðan Lára greindist. Hún segist hafa haldið fast í það að batahorfurnar væru góðar. „Ég vissi að þessi saga mín myndi hafa annan endi.“
Ísland í dag Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira