„Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2021 18:30 Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, Tómas Valgeirsson og Þórarinn Þórarinsson voru gestir Pallborðsins að þessu sinni. vísir/ragnar Þrír af helstu sérfræðingum í James Bond á Íslandi kunnu vel að meta No Time to Die, nýjustu myndina um einkaspjæjara hinnar hátignar. Einn hefur hitt Daniel Craig, sem lék Bond í fimmta og síðasta skiptið í myndinni, og ber honum ekki vel söguna. Sitt sýnist hverjum um ágæti nýju myndarinnar og virðist fólk skiptast í tvær fylkingar um þennan dáða njósnara sem hefur verið eitt þekktasta vörumerki heimsins í tæp 60 ár. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, prestur, fornleifafræðingur og leiðsögumaður, sem varð landsfræg sem spurningahöfundur og dómari í Gettu betur, er einn helsti James Bond-aðdáandi Íslands og með sterkar skoðanir um þessa sögupersónu. Hún bjó í Vín þar sem eitt kvikmyndahús sýnir aðeins Bond myndir og gekk með þann draum í maganum á sínum tíma að standa fyrir ferðalögum til útlanda á tökustaði Bond-mynda. Klippa: Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur Ragnheiður Erla segir ýmislegt hafa breyst í fari James Bond í gegnum tíðina. Dæmi hafi verið um að Bond hafi nauðgað konum en í dag verði Bond ástfanginn og sýni meiri tilfinningar. Þórarinn Þórarinsson menningarblaðamaður á Fréttablaðinu segir nýju myndina, sem beðið hefur verið eftir í eitt og hálft ár, virka eins og hún sé nýgerð í kjölfar Covid-faraldurins. Raunin er hins vegar sú að hún hefur setið á ís og beðið þess að fólk geti streymt í kvikmyndahús. Hún sé klók að mörgu leyti. Undir þetta tekur Tómas Valgeirsson kvikmyndarýnir og blaðamaður hjá 24.is. Hann var ekki jafn jákvæður gangvart nýju myndinni og Þórarinn. En þó jákvæðari gagnvart Craig en Þórarinn sem hitti Daniel Craig einu sinni á ráðstefnu í Kaupmannahöfn og tók við hann viðtal. „Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur,“ segir Þórarinn og rifjaði upp fund þeirra í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum. Ein spurning Þórarins féll í grýttan jarðveg. Sú snerist um hvort framleiðendur Bond væru farnir að apa eftir myndum um Jason Bourne. Þá var rætt um tónlistina í Bond og margt fleira í þættinum sem sjá má upptöku af að neðan. Klippa: Pallborðið - James Bond Pallborðið James Bond Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um ágæti nýju myndarinnar og virðist fólk skiptast í tvær fylkingar um þennan dáða njósnara sem hefur verið eitt þekktasta vörumerki heimsins í tæp 60 ár. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, prestur, fornleifafræðingur og leiðsögumaður, sem varð landsfræg sem spurningahöfundur og dómari í Gettu betur, er einn helsti James Bond-aðdáandi Íslands og með sterkar skoðanir um þessa sögupersónu. Hún bjó í Vín þar sem eitt kvikmyndahús sýnir aðeins Bond myndir og gekk með þann draum í maganum á sínum tíma að standa fyrir ferðalögum til útlanda á tökustaði Bond-mynda. Klippa: Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur Ragnheiður Erla segir ýmislegt hafa breyst í fari James Bond í gegnum tíðina. Dæmi hafi verið um að Bond hafi nauðgað konum en í dag verði Bond ástfanginn og sýni meiri tilfinningar. Þórarinn Þórarinsson menningarblaðamaður á Fréttablaðinu segir nýju myndina, sem beðið hefur verið eftir í eitt og hálft ár, virka eins og hún sé nýgerð í kjölfar Covid-faraldurins. Raunin er hins vegar sú að hún hefur setið á ís og beðið þess að fólk geti streymt í kvikmyndahús. Hún sé klók að mörgu leyti. Undir þetta tekur Tómas Valgeirsson kvikmyndarýnir og blaðamaður hjá 24.is. Hann var ekki jafn jákvæður gangvart nýju myndinni og Þórarinn. En þó jákvæðari gagnvart Craig en Þórarinn sem hitti Daniel Craig einu sinni á ráðstefnu í Kaupmannahöfn og tók við hann viðtal. „Ég hitti Daniel Craig og hann er draugleiðinlegur,“ segir Þórarinn og rifjaði upp fund þeirra í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum. Ein spurning Þórarins féll í grýttan jarðveg. Sú snerist um hvort framleiðendur Bond væru farnir að apa eftir myndum um Jason Bourne. Þá var rætt um tónlistina í Bond og margt fleira í þættinum sem sjá má upptöku af að neðan. Klippa: Pallborðið - James Bond
Pallborðið James Bond Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira