Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍA - Víkingur 0-3 | Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Andri Már Eggertsson skrifar 16. október 2021 18:29 Það var mikil gleði þegar Mjólkurbikarinn fór á loft Vísir/Hulda Margrét Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. Víkingur varð annað liðið á þessari öld til að vinna tvöfalt í íslenskri knattspyrnu. 50 ár eru frá því Víkingur vann bikarmeistaratitilinn í fyrsta skiptið í sögu félagsins. Stærsta augnablik stuðningsfólks Víkings var þó að kveðja tvær goðsagnir sem Íslands- og bikarmeistara. Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen Jónsson léku sinn síðasta knattspyrnuleik í dag. Tuttugu ár eru síðan þeir byrjuðu að spila í meistaraflokki með uppeldisfélagi sínu Víkingi. Báðir hafa þeir átt farsæla ferla og verða minnst sem goðsagna í íslenskri knattspyrnu. Það var við hæfi að einn besti landsliðsmaður Íslands frá upphafi Kári Árnason myndi leika sinn síðasta leik á Laugardalsvelli. Kveðjustund Kára og SölvaVísir/Hulda Margrét Gangur leiksins Það var mikið undir í leiknum og voru upphafsmínúturnar eftir því. ÍA fékk besta færið á fyrsta korteri leiksins. ÍA átti góða skyndisókn þar sem Viktor Jónsson átti sprett upp hægri kantinn og gaf boltann fyrir markið. Gísli Laxdal Unnarsson var óvaldaður í teignum en skalli hans framhjá markinu. Það dró til tíðinda á 17. mínútu. Kristall Máni teygði vel á vörn ÍA, kom þá boltanum á Pablo Punyed sem þræddi boltann í gegn á Erling Agnarsson sem tók skot með hægri fæti, í hægri horn og kom Íslandsmeisturunum yfir. Gísli Laxdal Unnarsson var ekki langt frá því að jafna leikinn tæpum fimm mínútum eftir mark Víkings. Gísli Laxdal tók skot vinstra megin fyrir utan teig í fjær þar sem Ingvar Jónsson þurfti að hafa sig allan við að verja hnitmiðað skot Gísla. Kári Árnason gerði annað mark Víkings á annarri mínútu uppbótatíma fyrri hálfleiks. Pablo Punyed tók hornspyrnu sem hann teiknaði á Kára Árnason sem skoraði með kollspyrnu. Kári fagnar marki sínuVísir/Hulda Margrét Í sömu andrá flautaði Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, til hálfleiks. Víkingur tveimur mörkum yfir. Það var algjör einstefna að marki ÍA fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiks. Erlingur Agnarsson fékk nánast eins færi og hann skoraði úr í fyrri hálfleik en í þetta sinn varði Árni Marinó Einarsson frá honum. Skömmu síðar átti Kristall Máni Ingason skot úr aukaspyrnu rétt framhjá markinu. Pablo Punyed sem hafði lagt upp bæði mörk Víkings átti skot í stöngina. ÍA fékk dauðafæri til að minnka muninn á 64. mínútu. Steinari Þorsteinssyni tókst eftir mikla baráttu að renna boltanum á Gísla Laxdal sem var einn á móti markmanni en Ingvar Jónsson varði frá honum. Það var falleg stund á 87. mínútu þegar Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, var tekinn af velli í síðasta skiptið á sínum knattspyrnuferli. Stuðningsmenn Víkings klöppuðu mikið og sungu nafnið hans á meðan hann labbaði af velli. Helgi Guðjónsson fullkomnaði sigur Víkings og gerði þriðja mark leiksins í uppbótartíma. Helgi stakk Guðmund Tyrfingsson af og renndi boltanum framhjá Árna Marinó. Tvennan í höfn eftir 3-0 sigur á ÍA. Allir Víkingar fögnuðu bikarmeistaratitlinum af einlægniVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Víkingur Reykjavík er besta liðið á landinu og sýndi það í verki gegn ÍA í dag. Víkingur spilaði frábæran fyrri hálfleik sem skilaði þeim tveimur góðum mörkum. Seinni hálfleikur var ekki síðri og hefði Víkingur vel getað skorað fleiri en eitt mark í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Pablo Punyed spilaði frábærlega á miðju Víkings. Pablo Punyed lagði upp fyrstu tvö mörk leiksins og var hársbreidd frá því að skora sjálfur í seinni hálfleik. Ingvar Jónsson stóð vaktina vel í marki Víkings og varði á tímabili afar vel þegar Skagamenn reyndu á hann. Hvað gekk illa? ÍA átti í miklum erfiðleikum með hraðann í liði Víkings. Miðjumenn Víkings Júlíus Magnússon og Pablo Punyed fór oft afar illa með leikmenn ÍA. ÍA fékk nokkur tækifæri bæði í stöðunni 0-0 og til að minnka muninn en náðu aldrei að koma boltanum framhjá Ingvari Jónssyni. Hvað gerist næst? Tímabilinu er lokið og er kærkomið frí næst á dagskrá hjá liðunum. MyndirÞað var hart barist í fyrri hálfleikVísir/Hulda MargrétStuðningsfólk Víkings skemmti sér konunglegaVísir/Hulda MargrétSölvi gaf bikarnum kossVísir/Hulda MargrétKári öskarði af einlægniVísir/Hulda MargrétArnar Gunnlaugsson brosir með bikaranaVísir/Hulda MargrétArnar Gunnlaugsson var tolleraður eftir leikVísir/Hulda Margrét Mjólkurbikarinn ÍA Víkingur Reykjavík Reykjavík
Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. Víkingur varð annað liðið á þessari öld til að vinna tvöfalt í íslenskri knattspyrnu. 50 ár eru frá því Víkingur vann bikarmeistaratitilinn í fyrsta skiptið í sögu félagsins. Stærsta augnablik stuðningsfólks Víkings var þó að kveðja tvær goðsagnir sem Íslands- og bikarmeistara. Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen Jónsson léku sinn síðasta knattspyrnuleik í dag. Tuttugu ár eru síðan þeir byrjuðu að spila í meistaraflokki með uppeldisfélagi sínu Víkingi. Báðir hafa þeir átt farsæla ferla og verða minnst sem goðsagna í íslenskri knattspyrnu. Það var við hæfi að einn besti landsliðsmaður Íslands frá upphafi Kári Árnason myndi leika sinn síðasta leik á Laugardalsvelli. Kveðjustund Kára og SölvaVísir/Hulda Margrét Gangur leiksins Það var mikið undir í leiknum og voru upphafsmínúturnar eftir því. ÍA fékk besta færið á fyrsta korteri leiksins. ÍA átti góða skyndisókn þar sem Viktor Jónsson átti sprett upp hægri kantinn og gaf boltann fyrir markið. Gísli Laxdal Unnarsson var óvaldaður í teignum en skalli hans framhjá markinu. Það dró til tíðinda á 17. mínútu. Kristall Máni teygði vel á vörn ÍA, kom þá boltanum á Pablo Punyed sem þræddi boltann í gegn á Erling Agnarsson sem tók skot með hægri fæti, í hægri horn og kom Íslandsmeisturunum yfir. Gísli Laxdal Unnarsson var ekki langt frá því að jafna leikinn tæpum fimm mínútum eftir mark Víkings. Gísli Laxdal tók skot vinstra megin fyrir utan teig í fjær þar sem Ingvar Jónsson þurfti að hafa sig allan við að verja hnitmiðað skot Gísla. Kári Árnason gerði annað mark Víkings á annarri mínútu uppbótatíma fyrri hálfleiks. Pablo Punyed tók hornspyrnu sem hann teiknaði á Kára Árnason sem skoraði með kollspyrnu. Kári fagnar marki sínuVísir/Hulda Margrét Í sömu andrá flautaði Jóhann Ingi Jónsson, dómari leiksins, til hálfleiks. Víkingur tveimur mörkum yfir. Það var algjör einstefna að marki ÍA fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiks. Erlingur Agnarsson fékk nánast eins færi og hann skoraði úr í fyrri hálfleik en í þetta sinn varði Árni Marinó Einarsson frá honum. Skömmu síðar átti Kristall Máni Ingason skot úr aukaspyrnu rétt framhjá markinu. Pablo Punyed sem hafði lagt upp bæði mörk Víkings átti skot í stöngina. ÍA fékk dauðafæri til að minnka muninn á 64. mínútu. Steinari Þorsteinssyni tókst eftir mikla baráttu að renna boltanum á Gísla Laxdal sem var einn á móti markmanni en Ingvar Jónsson varði frá honum. Það var falleg stund á 87. mínútu þegar Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, var tekinn af velli í síðasta skiptið á sínum knattspyrnuferli. Stuðningsmenn Víkings klöppuðu mikið og sungu nafnið hans á meðan hann labbaði af velli. Helgi Guðjónsson fullkomnaði sigur Víkings og gerði þriðja mark leiksins í uppbótartíma. Helgi stakk Guðmund Tyrfingsson af og renndi boltanum framhjá Árna Marinó. Tvennan í höfn eftir 3-0 sigur á ÍA. Allir Víkingar fögnuðu bikarmeistaratitlinum af einlægniVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Víkingur? Víkingur Reykjavík er besta liðið á landinu og sýndi það í verki gegn ÍA í dag. Víkingur spilaði frábæran fyrri hálfleik sem skilaði þeim tveimur góðum mörkum. Seinni hálfleikur var ekki síðri og hefði Víkingur vel getað skorað fleiri en eitt mark í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Pablo Punyed spilaði frábærlega á miðju Víkings. Pablo Punyed lagði upp fyrstu tvö mörk leiksins og var hársbreidd frá því að skora sjálfur í seinni hálfleik. Ingvar Jónsson stóð vaktina vel í marki Víkings og varði á tímabili afar vel þegar Skagamenn reyndu á hann. Hvað gekk illa? ÍA átti í miklum erfiðleikum með hraðann í liði Víkings. Miðjumenn Víkings Júlíus Magnússon og Pablo Punyed fór oft afar illa með leikmenn ÍA. ÍA fékk nokkur tækifæri bæði í stöðunni 0-0 og til að minnka muninn en náðu aldrei að koma boltanum framhjá Ingvari Jónssyni. Hvað gerist næst? Tímabilinu er lokið og er kærkomið frí næst á dagskrá hjá liðunum. MyndirÞað var hart barist í fyrri hálfleikVísir/Hulda MargrétStuðningsfólk Víkings skemmti sér konunglegaVísir/Hulda MargrétSölvi gaf bikarnum kossVísir/Hulda MargrétKári öskarði af einlægniVísir/Hulda MargrétArnar Gunnlaugsson brosir með bikaranaVísir/Hulda MargrétArnar Gunnlaugsson var tolleraður eftir leikVísir/Hulda Margrét
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti