Talar opinskátt um krabbameinið: „Það er ekkert annað í boði en að vera jákvæð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2021 13:38 Anna Dröfn Sigurjónsdóttir er með aðdáunarvert hugarfar í baráttunni við krabbamein. Vísir/Vilhelm „Ég ætla að tala um krabbamein út frá mannlegu hliðinni, jákvæðu viðhorfi og mikilvægi þess að vera opinská og segja frá,“ segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, sem heldur erindi á Kvennastund Krafts í Hörpu í dag. Anna Dröfn hefur talað opinskátt um sína baráttu við brjóstakrabbamein á Instagram síðunni sinni undir merkinu #látumdælunaganga og í Facebook-hópnum Föruneyti hringsins. „Það er ekkert annað í boði en að vera jákvæð, ég er með þrjú börn og get ekki flutt inn á heimilið neikvæðni eða svartsýni,“ segir Anna Dröfn í samtali við Vísi. Losnar aldrei við áhættuna Hún hefur tvisvar greinst með krabbamein, fyrst árið 2016. Hún er nú í sinni annarri baráttu og er krabbameinið orðið krónískt og ekki hægt að lækna það að fullu, aðeins reyna að halda því niðri. „Ég greindist fyrst með krabbamein árið 2016, krabbamein í brjósti. Ég sigraðist á því eftir lyfjagjöf, aðgerð og geisla,“ útskýrir Anna Dröfn. „Svo kemur það upp aftur fyrir síðustu jól. Þá er það búið að dreifa sér og orðið alvarlegra mál og komin meinvörp. Þá ertu kominn með krónískt krabbamein, eitthvað sem þú getur haldið niðri hér og þar í líkamanum en þú losnar aldrei við áhættuna.“ Allir vita allt Anna Dröfn er í lyfjagjöf núna og segir að þeirri meðferð ljúki seint. Hún hefur haldið í jákvæða hugarfarið og húmorinn í gegnum allt saman, og telur að þess vegna hafi hún verið fengin til þess að tala í Hörpunni í dag. Anna Dröfn og eiginmaður hennar eiga þrjú börn. Þau eru bæði úr stórum fjölskyldum og eru auk þess umkringd stórum hóp af fólki í Borgarfirðinum þar sem þau búa. Til að upplýsingaflæðið væri gott, byrjaði Anna Dröfn snemma að skrifa um veikindin sín á lokaða síðu, Föruneyti hringsins. „Þetta átti fyrst að vera fyrir fjölskyldu og kennara, svo upplýsingaflæðið myndi ganga vel og fólk væri síður að spyrja börnin mín um stöðuna.“ Þetta vatt fljótt upp á sig og fljótlega voru aðrar konur í sömu stöðu byrjaðar að fylgjast með skrifunum og jafnvel þeirra aðstandendur líka. Hún segir að það hafi hjálpað sér mikið að hafa allt upp á borðum og fela ekkert. „Allir vissu allt.“ Ekki jafn ógnvekjandi Það var líka mikilvægt fyrir Önnu Dröfn að ræða opinskátt við börnin um veikindin. „Krakkarnir voru með alveg frá fyrsta degi, varðandi allt.“ Elsti sonurinn fékk meira að segja að fara með henni í eina af 33 geislameðferðunum sem hún fór í þegar hún greindist fyrst með Krabbamein. Svo hafa þau fengið að sjá myndbönd úr lyfjagjöf í gegnum lyfjabrunn og fleira, líka til að skilja betur að þetta er ekki alltaf jafn hræðilegt og það hljómar. „Þegar maður er búinn að sýna þeim hvernig þetta er, þá er það ekki jafn ógnvekjandi. Það er líka mikilvægt að tala um allt, tala um dauðann og allt sem þessu fylgir.“ Síðustu sex ár hefur hún barist við krabbameinið, frá því að yngsta barnið var aðeins tveggja ára. „Hún þekkir ekkert annað.“ Anna Dröfn Sigurjónsdóttir kemur fram ásamt Sirrý Ágústsdóttur, Elizu Reed og fleirum í Hörpu í dag.Vísir/Vilhelm Lætur dæluna ganga Anna Dröfn færði sig yfir á Instagram í seinni baráttunni sinni og leyfir nú fólki að fylgjast með öllu þar, allt frá lyfjagjöfum og yfir í augabrúnum að detta af. Hún notar meðal annars millumerkið #látumdælunaganga. Í „highlights“ á Instagram má finna mörg hundruð myndir og myndbönd. „Það hefur verið gott að segja hlutina, losa um málbeinið, án þess að þurfa að segja allt upphátt,“ útskýrir Anna Dröfn. „Mér líður miklu betur yfir því að hafa sagt allt, krakkanna vegna líka. Börn eiga ekkert að þurfa að halda annarra manna leyndarmál og eiga ekkert að þurfa að útskýra þetta heldur eða vera upplýsingaveita um það hvernig mér líður eða hvernig ástandið er á heimilinu, það á heldur ekki að vera nein þrúgandi þögn.“ segir Anna Dröfn. „Það er allt upp á borðum, það er svo frelsandi.“ Lagalistar á Spotify stúttfullir af einkahúmor Fjölskyldan tekst á við þessi veikindi með húmorinn að vopni. Þau hafa búið til lagalista á Spotify eins og Ég dey ekki í dag með upplífgandi lögum. „Hann er æðislegur. Sonur minn var endalaust að setja inn lög á hann eins og Heaven can wait. Ég kveiki á þessu þegar ég keyri í bæinn í lyfjagjöf, það tekur mig klukkutíma.“ Hún er einnig með jarðafaralagalista og syngur með lögum eins og „If you don‘t know me by now… You will never ever know me…“ Anna Dröfn hlær hátt yfir þessum svarta húmor og segir að fullt af fólki bæti við sniðugum lögum á listann reglulega, meðal annars synir hennar. Ekkert eðlilegt í þessu „Lífið er bara ótrúlega súrrealískt og þú veist aldrei við hverju þú átt að búast. Um daginn sagði læknir við mig, það gengur vel með krabbameinið en þú ert komin með blóðtappa. Þú veist aldrei neitt og það er ekkert eðlilegt í þessu.“ Á dögum sem það er erfiðara leggst hún upp í sófa og horfir á sæt kisumyndbönd. „Mitt krabbamein er 60 prósent hraðvaxandi. Ef þú ert kominn í 75 til 80 prósent þá kemstu aldrei fram fyrir það, þá er það alltaf búið að vaxa áður en lyfin ná að virka á það.“ Anna Dröfn brosir sínu breiðasta þegar við ræðum saman um veikindin á kaffihúsi, það má eiginlega segja að hún ljómi eins og sólin. Það var svo sannarlega ekki að sjá á henni að hún hafi verið að koma beint úr krabbameinslyfjagjöf á Landspítalanum. Ástæðan var að hún fékk jákvæðar fréttir frá lækninum sínum fyrr um daginn og svo eru aukaverkanir lyfjagjafar dagsins ekki byrjaðar að koma fram. „Ég mun svo finna fyrir þessu í kvöld, eða á morgun, eða kannski ekkert,“ segir Anna Dröfn vongóð. Alltaf jákvæð, alltaf bjartsýn. Kröftug kvennastund Krafts í Hörpu hefst klukkan 17 og er nauðsynlegt að skrá sig áður. Fram koma Lára Guðrún Jóhönnudóttir, G. Sigríður Ágústsdóttir, Anna Dröfn Sigurjónsdóttir og Eliza Reed. Með fundarstjórn fara Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir. Áhugasamir geta skráð sig HÉR. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kröftug kvennastund í Hörpu í tilefni af Bleikum október Í tilefni af Bleikum október verður Kraftur með kröftuga kvennastund í Hörpu fimmtudaginn 21. október milli klukkan 17:00 og 19:30. 14. október 2021 17:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Anna Dröfn hefur talað opinskátt um sína baráttu við brjóstakrabbamein á Instagram síðunni sinni undir merkinu #látumdælunaganga og í Facebook-hópnum Föruneyti hringsins. „Það er ekkert annað í boði en að vera jákvæð, ég er með þrjú börn og get ekki flutt inn á heimilið neikvæðni eða svartsýni,“ segir Anna Dröfn í samtali við Vísi. Losnar aldrei við áhættuna Hún hefur tvisvar greinst með krabbamein, fyrst árið 2016. Hún er nú í sinni annarri baráttu og er krabbameinið orðið krónískt og ekki hægt að lækna það að fullu, aðeins reyna að halda því niðri. „Ég greindist fyrst með krabbamein árið 2016, krabbamein í brjósti. Ég sigraðist á því eftir lyfjagjöf, aðgerð og geisla,“ útskýrir Anna Dröfn. „Svo kemur það upp aftur fyrir síðustu jól. Þá er það búið að dreifa sér og orðið alvarlegra mál og komin meinvörp. Þá ertu kominn með krónískt krabbamein, eitthvað sem þú getur haldið niðri hér og þar í líkamanum en þú losnar aldrei við áhættuna.“ Allir vita allt Anna Dröfn er í lyfjagjöf núna og segir að þeirri meðferð ljúki seint. Hún hefur haldið í jákvæða hugarfarið og húmorinn í gegnum allt saman, og telur að þess vegna hafi hún verið fengin til þess að tala í Hörpunni í dag. Anna Dröfn og eiginmaður hennar eiga þrjú börn. Þau eru bæði úr stórum fjölskyldum og eru auk þess umkringd stórum hóp af fólki í Borgarfirðinum þar sem þau búa. Til að upplýsingaflæðið væri gott, byrjaði Anna Dröfn snemma að skrifa um veikindin sín á lokaða síðu, Föruneyti hringsins. „Þetta átti fyrst að vera fyrir fjölskyldu og kennara, svo upplýsingaflæðið myndi ganga vel og fólk væri síður að spyrja börnin mín um stöðuna.“ Þetta vatt fljótt upp á sig og fljótlega voru aðrar konur í sömu stöðu byrjaðar að fylgjast með skrifunum og jafnvel þeirra aðstandendur líka. Hún segir að það hafi hjálpað sér mikið að hafa allt upp á borðum og fela ekkert. „Allir vissu allt.“ Ekki jafn ógnvekjandi Það var líka mikilvægt fyrir Önnu Dröfn að ræða opinskátt við börnin um veikindin. „Krakkarnir voru með alveg frá fyrsta degi, varðandi allt.“ Elsti sonurinn fékk meira að segja að fara með henni í eina af 33 geislameðferðunum sem hún fór í þegar hún greindist fyrst með Krabbamein. Svo hafa þau fengið að sjá myndbönd úr lyfjagjöf í gegnum lyfjabrunn og fleira, líka til að skilja betur að þetta er ekki alltaf jafn hræðilegt og það hljómar. „Þegar maður er búinn að sýna þeim hvernig þetta er, þá er það ekki jafn ógnvekjandi. Það er líka mikilvægt að tala um allt, tala um dauðann og allt sem þessu fylgir.“ Síðustu sex ár hefur hún barist við krabbameinið, frá því að yngsta barnið var aðeins tveggja ára. „Hún þekkir ekkert annað.“ Anna Dröfn Sigurjónsdóttir kemur fram ásamt Sirrý Ágústsdóttur, Elizu Reed og fleirum í Hörpu í dag.Vísir/Vilhelm Lætur dæluna ganga Anna Dröfn færði sig yfir á Instagram í seinni baráttunni sinni og leyfir nú fólki að fylgjast með öllu þar, allt frá lyfjagjöfum og yfir í augabrúnum að detta af. Hún notar meðal annars millumerkið #látumdælunaganga. Í „highlights“ á Instagram má finna mörg hundruð myndir og myndbönd. „Það hefur verið gott að segja hlutina, losa um málbeinið, án þess að þurfa að segja allt upphátt,“ útskýrir Anna Dröfn. „Mér líður miklu betur yfir því að hafa sagt allt, krakkanna vegna líka. Börn eiga ekkert að þurfa að halda annarra manna leyndarmál og eiga ekkert að þurfa að útskýra þetta heldur eða vera upplýsingaveita um það hvernig mér líður eða hvernig ástandið er á heimilinu, það á heldur ekki að vera nein þrúgandi þögn.“ segir Anna Dröfn. „Það er allt upp á borðum, það er svo frelsandi.“ Lagalistar á Spotify stúttfullir af einkahúmor Fjölskyldan tekst á við þessi veikindi með húmorinn að vopni. Þau hafa búið til lagalista á Spotify eins og Ég dey ekki í dag með upplífgandi lögum. „Hann er æðislegur. Sonur minn var endalaust að setja inn lög á hann eins og Heaven can wait. Ég kveiki á þessu þegar ég keyri í bæinn í lyfjagjöf, það tekur mig klukkutíma.“ Hún er einnig með jarðafaralagalista og syngur með lögum eins og „If you don‘t know me by now… You will never ever know me…“ Anna Dröfn hlær hátt yfir þessum svarta húmor og segir að fullt af fólki bæti við sniðugum lögum á listann reglulega, meðal annars synir hennar. Ekkert eðlilegt í þessu „Lífið er bara ótrúlega súrrealískt og þú veist aldrei við hverju þú átt að búast. Um daginn sagði læknir við mig, það gengur vel með krabbameinið en þú ert komin með blóðtappa. Þú veist aldrei neitt og það er ekkert eðlilegt í þessu.“ Á dögum sem það er erfiðara leggst hún upp í sófa og horfir á sæt kisumyndbönd. „Mitt krabbamein er 60 prósent hraðvaxandi. Ef þú ert kominn í 75 til 80 prósent þá kemstu aldrei fram fyrir það, þá er það alltaf búið að vaxa áður en lyfin ná að virka á það.“ Anna Dröfn brosir sínu breiðasta þegar við ræðum saman um veikindin á kaffihúsi, það má eiginlega segja að hún ljómi eins og sólin. Það var svo sannarlega ekki að sjá á henni að hún hafi verið að koma beint úr krabbameinslyfjagjöf á Landspítalanum. Ástæðan var að hún fékk jákvæðar fréttir frá lækninum sínum fyrr um daginn og svo eru aukaverkanir lyfjagjafar dagsins ekki byrjaðar að koma fram. „Ég mun svo finna fyrir þessu í kvöld, eða á morgun, eða kannski ekkert,“ segir Anna Dröfn vongóð. Alltaf jákvæð, alltaf bjartsýn. Kröftug kvennastund Krafts í Hörpu hefst klukkan 17 og er nauðsynlegt að skrá sig áður. Fram koma Lára Guðrún Jóhönnudóttir, G. Sigríður Ágústsdóttir, Anna Dröfn Sigurjónsdóttir og Eliza Reed. Með fundarstjórn fara Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir. Áhugasamir geta skráð sig HÉR.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kröftug kvennastund í Hörpu í tilefni af Bleikum október Í tilefni af Bleikum október verður Kraftur með kröftuga kvennastund í Hörpu fimmtudaginn 21. október milli klukkan 17:00 og 19:30. 14. október 2021 17:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Kröftug kvennastund í Hörpu í tilefni af Bleikum október Í tilefni af Bleikum október verður Kraftur með kröftuga kvennastund í Hörpu fimmtudaginn 21. október milli klukkan 17:00 og 19:30. 14. október 2021 17:01