Sara náði markmiði sínu að ná að vera með hundrað sentimetra rass Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir var komin í hlutverk fyrirsætunnar í London. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir segir bara hlutina eins og þeir eru. Á því er að sjálfsögðu engin breyting í nýjasta þættinum af netþáttaröð hennar „Road to Recovery“ sem var frumsýndur í gær. Að þessu sinni fáum við að fylgjast með fyrirsætunni og íþróttavöruhönnuðinum Söru sem var kominn til London til að kynna nýja Sigmundsdóttur vörulínuna hjá WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég setti mér það markmið að ná því að vera með hundrað sentimetra rass og ég er búin að ná því markmiði. Rassinn minn hefur stækkað um fjóra sentimetra og lærvöðvarnir hafa stækkað um þrjá og hálfan sentímetra,“ segir Sara í kynningarmyndbandinu fyrir nýjasta þáttinn sem má sjá hér fyrir neðan. Hvernig mælir hún rassinn sinn spyr viðmælandinn. „Bara með málbandi í kringum rassinn. Ég geri það bara til að fylgjast með því hvar ég stend varðandi mataræðið. Ég lofa því að það er bara fyrir það,“ segir Sara og brosir. Hún hefur verið að styrkja sig í endurhæfingunni og er greinilega að takast þar vel upp. Nú var hins vegar komið að því að vera fyrirsæta í London. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Það eru sextán dagar síðan að ég leit út eins og stelpa,“ segir Sara áður en hún mætir inn til fólksins hjá WIT Fitness með fullt af súkkulaðirúsínum og íslensku brennivíni. „Ég lenti í London fyrir þremur tímum og ég fór beint af flugvellinum og í þessa myndatöku fyrir vörulínuna mína. Ég átti að koma hérna í síðustu viku en ég fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi,“ segir Sara sem var á leiðinni út og hélt að mistök væru að ræða. Hún fór því í annað próf. „Þegar hún hringdi í mig með niðurstöðurnar þá sagði hún að ég væri með meira af kórónuveirunni núna en í prófinu á undan,“ segir Sara. „Ég fékk kórónveiruna og var í einangrun í tíu daga. Ég held að ég hafi unnið upp svefn fyrir síðasta ár því ég svaf í níu til tíu daga á hverju kvöldi. Ég held að ég geti sagt að ég hafi þurft á þessari einangrun að halda en það er líka ástæðan fyrir því að ég ekki sett á mig farða í sextán daga,“ segir Sara. Sara segist ekki hafa verið með nein einkenni og að hún hafi getað æft mjög vel allan tímann í einangrun sinni. „Þetta var mjög gott því það var ekkert stress hjá mér að einhver væri að bíða eftir mér. Ég fékk bara gæðatíma með nýja krossbandinu mínu og við tókum á því,“ segir Sara. Það má fylgjast með henni í myndatökunni og þá talar hún einnig um hönnun sína á Sigmundsdóttur línunni. Þátturinn er allur hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Lg4W_pegqUg">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Að þessu sinni fáum við að fylgjast með fyrirsætunni og íþróttavöruhönnuðinum Söru sem var kominn til London til að kynna nýja Sigmundsdóttur vörulínuna hjá WIT Fitness. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég setti mér það markmið að ná því að vera með hundrað sentimetra rass og ég er búin að ná því markmiði. Rassinn minn hefur stækkað um fjóra sentimetra og lærvöðvarnir hafa stækkað um þrjá og hálfan sentímetra,“ segir Sara í kynningarmyndbandinu fyrir nýjasta þáttinn sem má sjá hér fyrir neðan. Hvernig mælir hún rassinn sinn spyr viðmælandinn. „Bara með málbandi í kringum rassinn. Ég geri það bara til að fylgjast með því hvar ég stend varðandi mataræðið. Ég lofa því að það er bara fyrir það,“ segir Sara og brosir. Hún hefur verið að styrkja sig í endurhæfingunni og er greinilega að takast þar vel upp. Nú var hins vegar komið að því að vera fyrirsæta í London. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Það eru sextán dagar síðan að ég leit út eins og stelpa,“ segir Sara áður en hún mætir inn til fólksins hjá WIT Fitness með fullt af súkkulaðirúsínum og íslensku brennivíni. „Ég lenti í London fyrir þremur tímum og ég fór beint af flugvellinum og í þessa myndatöku fyrir vörulínuna mína. Ég átti að koma hérna í síðustu viku en ég fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi,“ segir Sara sem var á leiðinni út og hélt að mistök væru að ræða. Hún fór því í annað próf. „Þegar hún hringdi í mig með niðurstöðurnar þá sagði hún að ég væri með meira af kórónuveirunni núna en í prófinu á undan,“ segir Sara. „Ég fékk kórónveiruna og var í einangrun í tíu daga. Ég held að ég hafi unnið upp svefn fyrir síðasta ár því ég svaf í níu til tíu daga á hverju kvöldi. Ég held að ég geti sagt að ég hafi þurft á þessari einangrun að halda en það er líka ástæðan fyrir því að ég ekki sett á mig farða í sextán daga,“ segir Sara. Sara segist ekki hafa verið með nein einkenni og að hún hafi getað æft mjög vel allan tímann í einangrun sinni. „Þetta var mjög gott því það var ekkert stress hjá mér að einhver væri að bíða eftir mér. Ég fékk bara gæðatíma með nýja krossbandinu mínu og við tókum á því,“ segir Sara. Það má fylgjast með henni í myndatökunni og þá talar hún einnig um hönnun sína á Sigmundsdóttur línunni. Þátturinn er allur hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Lg4W_pegqUg">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira