Rafael Nadal hvetur fólk til að eiga rafbíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. október 2021 07:00 Rafael Nadal fær EV6 afhendan. Tennisleikarinn heimsþekkti Rafael Nadal hvetur fólk til að eignast rafbíla og keyra um á umhverfismildari hátt. Nadal fékk afhentan nýjan Kia EV6 rafbíl við hátíðlega athöfn í heimabæ tenniskappans í Manacor á Mallorca. Nadal mun nota bílinn á ferðalögum sínum og tenniskeppnum víða í Evrópu. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. „Ég þarf að ferðast mikið vegna vinnu minnar sem tennisleikari og því er ég mjög ánægður að fá til afnota jafn glæsilegan og umhverfismildan bíl og Kia EV6. Ég vil hvetja fólk til aka á rafbílum því þetta er mun umhverfismildari ferðamáti. Ég hlakka til að aka þessum nýja EV6 rafbíl og leggja þannig mitt af mörkum til umhverfisvænni aksturs,“ segir Nadal. Evrópufrumsýning á hinum nýja og spennandi Kia EV6 var var haldin á sama tíma á Mallorca. Bíllinn verður frumsýndur hér á landi 20. nóvember. Mikil eftirvænting ríkir fyrir komu bílsins og hefur forsala gengið vel samkvæmt upplýsingum frá Öskju, umboðsaðila Kia. Kia EV6 á ferð.Bernhard Kristinn Kia EV6 rafbíll mun hafa allt að 528 km drægni samkvæmt WLTP staðli. EV6 er aflmikill rafbíll og hægt er að velja um 229 og 325 hestafla rafmótor. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á aðeins 18 mínútum og ná hleðslu sem dugar allt að 100 km á innan við fjórum og hálfri mínútu. EV6 er í boði bæði aftur- og fjórhjóladrifinn. Veghæð bílsins er 17 cm og farangursrými allt að 541 lítrar. Samkvæmt upplýsingum frá Öskju mun EV6 kosta frá 5.990.777 kr. Hann verður með 7 ára ábyrgð eins og allir nýir Kia bílar. Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. „Ég þarf að ferðast mikið vegna vinnu minnar sem tennisleikari og því er ég mjög ánægður að fá til afnota jafn glæsilegan og umhverfismildan bíl og Kia EV6. Ég vil hvetja fólk til aka á rafbílum því þetta er mun umhverfismildari ferðamáti. Ég hlakka til að aka þessum nýja EV6 rafbíl og leggja þannig mitt af mörkum til umhverfisvænni aksturs,“ segir Nadal. Evrópufrumsýning á hinum nýja og spennandi Kia EV6 var var haldin á sama tíma á Mallorca. Bíllinn verður frumsýndur hér á landi 20. nóvember. Mikil eftirvænting ríkir fyrir komu bílsins og hefur forsala gengið vel samkvæmt upplýsingum frá Öskju, umboðsaðila Kia. Kia EV6 á ferð.Bernhard Kristinn Kia EV6 rafbíll mun hafa allt að 528 km drægni samkvæmt WLTP staðli. EV6 er aflmikill rafbíll og hægt er að velja um 229 og 325 hestafla rafmótor. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á aðeins 18 mínútum og ná hleðslu sem dugar allt að 100 km á innan við fjórum og hálfri mínútu. EV6 er í boði bæði aftur- og fjórhjóladrifinn. Veghæð bílsins er 17 cm og farangursrými allt að 541 lítrar. Samkvæmt upplýsingum frá Öskju mun EV6 kosta frá 5.990.777 kr. Hann verður með 7 ára ábyrgð eins og allir nýir Kia bílar.
Vistvænir bílar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent