Facebook hagnaðist um 1.193 milljarða króna á þremur mánuðum Eiður Þór Árnason skrifar 26. október 2021 00:08 Facebook rekur meðal annars samnefndan samfélagsmiðil, Instagram, WhatsApp, Messenger og Workplace. Getty/Chesnot Heildartekjur Facebook námu 29,0 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um 35% milli ára. Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri fyrirtækisins en tekjur þess voru 21,5 milljarðar Bandaríkjadala á sama tíma í fyrra. Hagnaður félagsins nam 9,2 milljörðum Bandaríkjadala á tímabilinu 30. júní til 30. september 2021 og hækkaði um 17% milli ára. Upphæðin nemur um 1.193 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar eru heildartekjur íslenska ríkisins áætlaðar 890,4 milljarðar króna fyrir allt árið í fyrra. Hagnaður Facebook nam 3,22 Bandaríkjadölum á hlut en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 3,19 Bandaríkjadölum. Til samanburðar var hann 2,71 Bandaríkjadalur á hlut á þriðja ársfjórðungi 2020. Hagnaður fór fram úr væntingum greiningaraðila en tekjur Facebook á þriðja ársfjórðungi voru undir spám. Daglegir virkir notendur á miðlum Facebook voru að jafnaði 1,93 milljarðar talsins í september og fjölgaði um 6% milli ára. Meðaltekjur Facebook af hverjum notanda voru 10 Bandaríkjadalir. Hlutabréfaverð hækkaði í skugga afhjúpanna Að sögn Facebook vænta stjórnendur þess að tekjur verði á bilinu 31,5 til 34 milljarðar Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Ársfjórðungsuppgjörið er birt í skugga afhjúpanna sem byggja á innanhússskjölum sem Frances Haugen, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, og annar uppljóstrari hefur afhent fjölmiðlum og nefndum Bandaríkjaþings. Benda gögnin meðal annars til að stjórnendur Facebook hafi virt að vettugi ábendingar eigin sérfræðinga um að miðlar fyrirtækisins væru skaðlegir börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Hlutabréfaverð Facebook hefur hækkað um 2% í kvöld en stjórnendur tilkynntu samhliða uppgjörinu að 50 milljörðum Bandaríkjadala yrði bætt í endurkaupaáætlun fyrirtækisins. Facebook rekur meðal annars samnefndan samfélagsmiðil, Instagram, WhatsApp, Messenger og Workplace. Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. 5. október 2021 19:39 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hagnaður félagsins nam 9,2 milljörðum Bandaríkjadala á tímabilinu 30. júní til 30. september 2021 og hækkaði um 17% milli ára. Upphæðin nemur um 1.193 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar eru heildartekjur íslenska ríkisins áætlaðar 890,4 milljarðar króna fyrir allt árið í fyrra. Hagnaður Facebook nam 3,22 Bandaríkjadölum á hlut en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 3,19 Bandaríkjadölum. Til samanburðar var hann 2,71 Bandaríkjadalur á hlut á þriðja ársfjórðungi 2020. Hagnaður fór fram úr væntingum greiningaraðila en tekjur Facebook á þriðja ársfjórðungi voru undir spám. Daglegir virkir notendur á miðlum Facebook voru að jafnaði 1,93 milljarðar talsins í september og fjölgaði um 6% milli ára. Meðaltekjur Facebook af hverjum notanda voru 10 Bandaríkjadalir. Hlutabréfaverð hækkaði í skugga afhjúpanna Að sögn Facebook vænta stjórnendur þess að tekjur verði á bilinu 31,5 til 34 milljarðar Bandaríkjadala á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Ársfjórðungsuppgjörið er birt í skugga afhjúpanna sem byggja á innanhússskjölum sem Frances Haugen, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, og annar uppljóstrari hefur afhent fjölmiðlum og nefndum Bandaríkjaþings. Benda gögnin meðal annars til að stjórnendur Facebook hafi virt að vettugi ábendingar eigin sérfræðinga um að miðlar fyrirtækisins væru skaðlegir börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Hlutabréfaverð Facebook hefur hækkað um 2% í kvöld en stjórnendur tilkynntu samhliða uppgjörinu að 50 milljörðum Bandaríkjadala yrði bætt í endurkaupaáætlun fyrirtækisins. Facebook rekur meðal annars samnefndan samfélagsmiðil, Instagram, WhatsApp, Messenger og Workplace.
Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. 5. október 2021 19:39 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. 5. október 2021 19:39