Stærsta boxmót ársins haldið í Kaplakrika á morgun: „Ég er að flytja inn boxþjálfarann hans Connor McGregor“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2021 20:01 Davíð Rúnar Bjarnason stendur fyrir mótinu. Mynd/Skjáskot Bestu hnefaleikakappar landsins munu berjast á stærsta boxmóti ársins sem haldið er í Kaplakrika á morgun. Davíð Rúnar Bjarnason, yfirþjálfari Hnefaleikafélags Reykjavíkur, stendur fyrir mótinu og segir hann mikið lagt í kvöldið. „Við ætlum bara að koma af stað svona alvöru „box-show“ menningu,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Einu sinni á ári verður haldið svona Icebox eins og það heitir, Klakaboxið, og gefur öllum í íþróttinni tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ekki bara fullorðna fólkið heldur unga kynslóðin líka.“ „Allir fá að labba inn með svona töffaralag og stemningu. Það eru verðlaun fyrir alla, VIP sæti og stúkusæti og það verður svona alvöru rokk. Það er kominn tími á þetta.“ Davíð ætlar sér að fara alla leið með hugmyndina, og er meðal annars búinn að sannfæra boxþjálfara eins þekktasta bardagamanns heims um að mæta. „Ég er að flytja inn boxþjálfarann hans Connor McGregor, Phil Sutcliffe, og hann er að koma með tvo Íra með sér. Aðalbardaginn á morgun verður Ísland-Írland. Það er bara þjóðsöngurinn og stemning.“ En hverjir eru það sem munu berjast þar? „Hann heitir Michael McCrain sem keppir á móti Steinari Thors í aðalbardaganum og svo er það Craig Kavanagh á móti Emin Kadri, báðir íslenskir landsliðsmenn. Og það eru nokkrir íslenskir landsliðsmenn að keppa á morgun.“ Lét útbúa alvöru verðlaunagrip Davíð lét útbúa belti eins og alvöru hnefaleikameistara sæmir.Mynd/skjáskot „Ég er ekkert að grínast hérna. Ég ákvað að taka þetta bara alla leið og hnefaleikamaður eða -kona kvöldsins hlýtur þetta belti. Fyrsta Icebox Champion beltið, eða klakabox meistarinn, og fær þetta belti til eignar. Ásamt alveg massívum verðlaunapakka frá samstarfsaðilum og styrktaraðilum mótsins.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Rúnar - Klakabox Box Hafnarfjörður FH Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
„Við ætlum bara að koma af stað svona alvöru „box-show“ menningu,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Einu sinni á ári verður haldið svona Icebox eins og það heitir, Klakaboxið, og gefur öllum í íþróttinni tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ekki bara fullorðna fólkið heldur unga kynslóðin líka.“ „Allir fá að labba inn með svona töffaralag og stemningu. Það eru verðlaun fyrir alla, VIP sæti og stúkusæti og það verður svona alvöru rokk. Það er kominn tími á þetta.“ Davíð ætlar sér að fara alla leið með hugmyndina, og er meðal annars búinn að sannfæra boxþjálfara eins þekktasta bardagamanns heims um að mæta. „Ég er að flytja inn boxþjálfarann hans Connor McGregor, Phil Sutcliffe, og hann er að koma með tvo Íra með sér. Aðalbardaginn á morgun verður Ísland-Írland. Það er bara þjóðsöngurinn og stemning.“ En hverjir eru það sem munu berjast þar? „Hann heitir Michael McCrain sem keppir á móti Steinari Thors í aðalbardaganum og svo er það Craig Kavanagh á móti Emin Kadri, báðir íslenskir landsliðsmenn. Og það eru nokkrir íslenskir landsliðsmenn að keppa á morgun.“ Lét útbúa alvöru verðlaunagrip Davíð lét útbúa belti eins og alvöru hnefaleikameistara sæmir.Mynd/skjáskot „Ég er ekkert að grínast hérna. Ég ákvað að taka þetta bara alla leið og hnefaleikamaður eða -kona kvöldsins hlýtur þetta belti. Fyrsta Icebox Champion beltið, eða klakabox meistarinn, og fær þetta belti til eignar. Ásamt alveg massívum verðlaunapakka frá samstarfsaðilum og styrktaraðilum mótsins.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Rúnar - Klakabox
Box Hafnarfjörður FH Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira