Náttúruperla við ströndina sem fáir utan heimamanna vissu af Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2021 07:57 Frá Rauðanesi við Þistilfjörð. Gönguleið er á steinboganum. KMU „Hér er mikil náttúruperla,“ segir jarðfræðingurinn Steingrímur J. Sigfússon um klettaströndina á Rauðanesi í Þistilfirði, sem lengi vel var nánast eins og vel varðveitt innansveitarleyndarmál, en ferðamenn hafa verið að „uppgötva“ á seinni árum. Í þættinum Um land allt má sjá myndir af þessari mögnuðu strandlengju en hún er skammt frá kirkjustaðnum Svalbarði, um þrjátíu kílómetra vestan Þórshafnar. Þar blasa við óvenju fjölskrúðugar klettamyndanir með gatklettum, vogum og hellum, sem brimið hefur sorfið inn í ströndina. Óvíða á landinu má sjá jafn marga gatkletta og þarnaKMU „Það voru bara heimamenn sem þekktu þessa stórkostlega fallegu strandlengju hérna - fallegar klettamyndanir, gatklettar og skútar,“ segir Steingrímur. „En nú er þetta að komast á kortið og er að verða býsna vinsæl gönguleið enda er hún ákaflega þægileg, örugg og hægt að sjá þetta á tveimur tímum eða svo. Og eru alveg stórkostlega falleg náttúrufyrirbæri hérna. Þetta er með fallegri klettaströndum sem gefur að líta, bara í landinu.“ Ferðamenn skoða fjölskrúðuga klettaströndina.KMU Og núna dregur þessi áður leynda perla að sér æ fleiri ferðamenn, jafnt innlenda sem erlenda. Á heimreiðinni að eyðibýlinu Völlum er búið að gera bílastæði og setja upp upplýsingaskilti við upphaf merktrar gönguleiðar, sem er um sjö kílómetra löng hringleið. Gatklettar, drangar og skútar prýða strandlengjuna.KMU „Ár frá ári er þetta að vaxa. Og er að gerast hér það sama, og hefur gerst víðar, að svona staðir fara að kynna sig sjálfir. Fólk er að senda myndir sem það tekur og segja frá og þessi staður er á bullandi uppleið hvað það snertir; að hér er aukin umferð ár frá ári," segir Steingrímur. Ferðamaður ljósmyndar lunda við gatklett.KMU „Og þetta er svæði sem er í raun og veru mjög aðgengilegt, rétt við þjóðveginn, og hægt að fara hér stuttar ferðir og sýna. Þetta er þurrlent þannig að það þolir alveg umferð og hefur margt að bjóða. Fyrir utan klettana og ströndina sjálfa er hér lundi yst á nesinu og svolítið af bjargfugli. Virkilega flottur staður.“ Og ferðaþjónusta styrkist í sveitinni. Á bænum Holti reka sauðfjárbændurnir Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson gistiheimili sem þau nefna Grástein en þau byrjuðu með tvö sumarhús vorið 2017. Gömlum útihúsum, sem áföst eru íbúðarhúsinu í Holti, var breytt í gistiheimili.Einar Árnason „Það er miklu meiri eftirspurn en við þorðum að vona. Og eins og maður var svartsýnn í byrjun sumars í fyrra og núna þá eru þetta bara að verða toppsumrin hjá okkur,“ segir Hildur. Hér má sjá kafla úr þættinum en hann er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:50. Um land allt Svalbarðshreppur Ferðamennska á Íslandi Fuglar Tengdar fréttir Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. 25. október 2021 21:21 Jarðfræðingurinn kom upp þegar Steingrímur lýsti æskuslóðunum „Hér hefur mitt heimili staðið alla mína tíð, eða mitt lögheimili. Hér er ég fæddur í húsinu og uppalinn og haft mitt lögheimili hér. Og gert út héðan alla mína þingmannstíð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þar sem hann stendur við gamla íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. 20. október 2021 14:02 Eiginmanninum færður kaffisopinn út á túnið Á bænum Holti í Þistilfirði eru þau Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson komin á ról fyrir allar aldir, hún að undirbúa morgunverð fyrir ferðamennina en hann að afla heyja fyrir búsmalann en þau reka bæði gistiheimili og sauðfjárbú. 24. október 2021 08:12 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Lífið Fleiri fréttir Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Sjá meira
Í þættinum Um land allt má sjá myndir af þessari mögnuðu strandlengju en hún er skammt frá kirkjustaðnum Svalbarði, um þrjátíu kílómetra vestan Þórshafnar. Þar blasa við óvenju fjölskrúðugar klettamyndanir með gatklettum, vogum og hellum, sem brimið hefur sorfið inn í ströndina. Óvíða á landinu má sjá jafn marga gatkletta og þarnaKMU „Það voru bara heimamenn sem þekktu þessa stórkostlega fallegu strandlengju hérna - fallegar klettamyndanir, gatklettar og skútar,“ segir Steingrímur. „En nú er þetta að komast á kortið og er að verða býsna vinsæl gönguleið enda er hún ákaflega þægileg, örugg og hægt að sjá þetta á tveimur tímum eða svo. Og eru alveg stórkostlega falleg náttúrufyrirbæri hérna. Þetta er með fallegri klettaströndum sem gefur að líta, bara í landinu.“ Ferðamenn skoða fjölskrúðuga klettaströndina.KMU Og núna dregur þessi áður leynda perla að sér æ fleiri ferðamenn, jafnt innlenda sem erlenda. Á heimreiðinni að eyðibýlinu Völlum er búið að gera bílastæði og setja upp upplýsingaskilti við upphaf merktrar gönguleiðar, sem er um sjö kílómetra löng hringleið. Gatklettar, drangar og skútar prýða strandlengjuna.KMU „Ár frá ári er þetta að vaxa. Og er að gerast hér það sama, og hefur gerst víðar, að svona staðir fara að kynna sig sjálfir. Fólk er að senda myndir sem það tekur og segja frá og þessi staður er á bullandi uppleið hvað það snertir; að hér er aukin umferð ár frá ári," segir Steingrímur. Ferðamaður ljósmyndar lunda við gatklett.KMU „Og þetta er svæði sem er í raun og veru mjög aðgengilegt, rétt við þjóðveginn, og hægt að fara hér stuttar ferðir og sýna. Þetta er þurrlent þannig að það þolir alveg umferð og hefur margt að bjóða. Fyrir utan klettana og ströndina sjálfa er hér lundi yst á nesinu og svolítið af bjargfugli. Virkilega flottur staður.“ Og ferðaþjónusta styrkist í sveitinni. Á bænum Holti reka sauðfjárbændurnir Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson gistiheimili sem þau nefna Grástein en þau byrjuðu með tvö sumarhús vorið 2017. Gömlum útihúsum, sem áföst eru íbúðarhúsinu í Holti, var breytt í gistiheimili.Einar Árnason „Það er miklu meiri eftirspurn en við þorðum að vona. Og eins og maður var svartsýnn í byrjun sumars í fyrra og núna þá eru þetta bara að verða toppsumrin hjá okkur,“ segir Hildur. Hér má sjá kafla úr þættinum en hann er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:50.
Um land allt Svalbarðshreppur Ferðamennska á Íslandi Fuglar Tengdar fréttir Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. 25. október 2021 21:21 Jarðfræðingurinn kom upp þegar Steingrímur lýsti æskuslóðunum „Hér hefur mitt heimili staðið alla mína tíð, eða mitt lögheimili. Hér er ég fæddur í húsinu og uppalinn og haft mitt lögheimili hér. Og gert út héðan alla mína þingmannstíð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þar sem hann stendur við gamla íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. 20. október 2021 14:02 Eiginmanninum færður kaffisopinn út á túnið Á bænum Holti í Þistilfirði eru þau Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson komin á ról fyrir allar aldir, hún að undirbúa morgunverð fyrir ferðamennina en hann að afla heyja fyrir búsmalann en þau reka bæði gistiheimili og sauðfjárbú. 24. október 2021 08:12 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Lífið Fleiri fréttir Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Sjá meira
Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. 25. október 2021 21:21
Jarðfræðingurinn kom upp þegar Steingrímur lýsti æskuslóðunum „Hér hefur mitt heimili staðið alla mína tíð, eða mitt lögheimili. Hér er ég fæddur í húsinu og uppalinn og haft mitt lögheimili hér. Og gert út héðan alla mína þingmannstíð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þar sem hann stendur við gamla íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. 20. október 2021 14:02
Eiginmanninum færður kaffisopinn út á túnið Á bænum Holti í Þistilfirði eru þau Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson komin á ról fyrir allar aldir, hún að undirbúa morgunverð fyrir ferðamennina en hann að afla heyja fyrir búsmalann en þau reka bæði gistiheimili og sauðfjárbú. 24. október 2021 08:12