Sport

Anníe Mist endaði í öðru sæti eftir slakan árangur í síðustu grein

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Annie Mist birti þessa mynd á Instagram-síðu sinni nýverið.
Annie Mist birti þessa mynd á Instagram-síðu sinni nýverið. mynd/instagram

Anníe Mist Þórisdóttir endaði í 2. sæti Rogue International-mótsins í Crosssfit en mótinu lauk nú í kvöld. Anníe Mist var jöfn Tiu-Clair Toomey fyrir síðustu grein mótsins en sú ástralska vann síðustu greinina og þar með mótið.

Anníe Mist hafi verið á eða við toppinn frá því í fyrstu grein en sjöunda og síðasta grein mótsins reyndist henni erfið. Greinin hét The Duel eða einvígið á ástkæra ylhýra. Nánar um greinina hér.

Anníe Mist endaði í 13. sæti í greininni og safnaði því samtals 560 stigum. Toomey vann greinina og þar með mótið, hún endaði með 625 stig. Hún var að vinna mótið í þriðja skiptið.

Katrín Tanja Davíðsdóttir endaði í 15. sæti mótsins og Þurí Helgadóttir í 17. sætinu.

Björgvin Karl Guðmundsson endaði í 4. sæti karlamegin en hann vann sjöttu grein mótsins og lyfti sér þar með vel upp töfluna. 

Hann endaði svo í sjöunda sæti í síðustu grein mótsins og náði því 4. sætinu.


Tengdar fréttir

Anníe Mist í forystu fyrir lokadag Rogue Invitational

Anníe Mist Þórisdóttir er með 15 stiga forskot á toppnum fyrir lokadag Rogue Invitational-mótsins í Crossfit með 445 stig. Anníe sigraði í seinustu grein dagsins í gær, en næst á eftir henni kemur fimmfaldur Crossfit Games meistari, Tia-Clair Toomey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×