„Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2021 10:30 Hann Björg er kynjafræðikennari við Borgarholtsskóla. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari í Borgarholtsskóla, hefur í yfir áratug reynt að bæta samskipti kynjanna, reynt að fá börn til að skilja betur hvar þeirra mörk liggja sem og virða annarra. Hún hefur barist fyrir því að kynjafræði sé kennd í öllum skólum og að karlmennskuímynd sé rót vandans í samskiptum kynjanna. Sindri Sindrason ræddi við Hönnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Karlmennskan er fangelsi, það er svolítið þannig. Hún leyfir lítið. Vegna þess að ef þú ferð út fyrir boxið þá ert þú farinn að detta í bleika boxið, þá ert þú bara kelling,“ segir Hanna og heldur áfram. „Vissulega fögnum við fjölbreytileikanum á svo marga vegu en við eigum langt í land, það er bara þannig.“ Sjö ára þegar þeir sjá fyrst klám Hanna er ekki í minnsta vafa um að klám eigi stóran þátt í því að samskipti kynjanna séu ekki nógu góð og geti farið mjög illa ef krakkarnir eru ekki nægilega vel upplýstir. „Rannsóknir sýna okkur að íslenskri strákar sjá fyrst klám að meðaltali sjö ára. Strákarnir hafa sagt við mig í tíma að þeir séu hættir að horfa á klám þar sem þeir voru orðnir fíklar. En ef maður ímyndar sér að strákur horfi fyrst á klám sjö ár, hann byrjar að örva sig fyrst yfir því 11, 12 ára og síðan stundar hann fyrst kynlíf 17 ára. Sérðu allt klámið sem hann er búinn að horfa á áður og örva sig með, og hvaða hugmyndir hann hefur hvernig kynlíf er. Við skulum hafa það í huga að klám er skilgreint sem kynferðislega örvandi efni sem inniheldur ofbeldi og niðurlægingu.“ Hanna segir að sumar ungar stúlkur horfi á klám til þess að læra. „Það er náttúrulega algjör skelfing en þau sogast inn í þessa menningu og með þessar hugmyndir hvernig kynlíf er. Þetta er stórslys og við ættum öll að vera öskra á eftir alvöru kynfræðslu og hún þarf að vera vönduð og hún þarf að vera ítrekuð og þarf að byrja mjög snemma.“ Fara yfir mörk í gáleysi Hanna segist hafa lent í nokkrum atvikum þar sem stelpur hreinlega brotni niður þegar þær átta sig á því hvernig kynlíf þær eru búnar að stunda með kærastanum sínum. „Ég hef haft milligöngu um það að þær fari til Stígamóta, það er bara þannig. Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi. Þú ert bara sósaður af hugmyndum sem eru ofbeldisfullar og þú ert bara ekki að gera þér grein fyrir því og heldur að svona eigi þetta bara að vera. Og þú heldur bara að stelpunum finnist þetta gott. Að fara yfir mörk í gáleysi er til. Við getum ekki kallað þá stráka nauðgara. Þetta eru strákar sem vaða í villu og svima og við þurfum bara að grípa í taumana. Það er bara eitt sem við getum gert, og það er að byrja fræðslu og hún þarf að byrja snemma.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Hún hefur barist fyrir því að kynjafræði sé kennd í öllum skólum og að karlmennskuímynd sé rót vandans í samskiptum kynjanna. Sindri Sindrason ræddi við Hönnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Karlmennskan er fangelsi, það er svolítið þannig. Hún leyfir lítið. Vegna þess að ef þú ferð út fyrir boxið þá ert þú farinn að detta í bleika boxið, þá ert þú bara kelling,“ segir Hanna og heldur áfram. „Vissulega fögnum við fjölbreytileikanum á svo marga vegu en við eigum langt í land, það er bara þannig.“ Sjö ára þegar þeir sjá fyrst klám Hanna er ekki í minnsta vafa um að klám eigi stóran þátt í því að samskipti kynjanna séu ekki nógu góð og geti farið mjög illa ef krakkarnir eru ekki nægilega vel upplýstir. „Rannsóknir sýna okkur að íslenskri strákar sjá fyrst klám að meðaltali sjö ára. Strákarnir hafa sagt við mig í tíma að þeir séu hættir að horfa á klám þar sem þeir voru orðnir fíklar. En ef maður ímyndar sér að strákur horfi fyrst á klám sjö ár, hann byrjar að örva sig fyrst yfir því 11, 12 ára og síðan stundar hann fyrst kynlíf 17 ára. Sérðu allt klámið sem hann er búinn að horfa á áður og örva sig með, og hvaða hugmyndir hann hefur hvernig kynlíf er. Við skulum hafa það í huga að klám er skilgreint sem kynferðislega örvandi efni sem inniheldur ofbeldi og niðurlægingu.“ Hanna segir að sumar ungar stúlkur horfi á klám til þess að læra. „Það er náttúrulega algjör skelfing en þau sogast inn í þessa menningu og með þessar hugmyndir hvernig kynlíf er. Þetta er stórslys og við ættum öll að vera öskra á eftir alvöru kynfræðslu og hún þarf að vera vönduð og hún þarf að vera ítrekuð og þarf að byrja mjög snemma.“ Fara yfir mörk í gáleysi Hanna segist hafa lent í nokkrum atvikum þar sem stelpur hreinlega brotni niður þegar þær átta sig á því hvernig kynlíf þær eru búnar að stunda með kærastanum sínum. „Ég hef haft milligöngu um það að þær fari til Stígamóta, það er bara þannig. Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi. Þú ert bara sósaður af hugmyndum sem eru ofbeldisfullar og þú ert bara ekki að gera þér grein fyrir því og heldur að svona eigi þetta bara að vera. Og þú heldur bara að stelpunum finnist þetta gott. Að fara yfir mörk í gáleysi er til. Við getum ekki kallað þá stráka nauðgara. Þetta eru strákar sem vaða í villu og svima og við þurfum bara að grípa í taumana. Það er bara eitt sem við getum gert, og það er að byrja fræðslu og hún þarf að byrja snemma.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira