„Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2021 10:30 Hann Björg er kynjafræðikennari við Borgarholtsskóla. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari í Borgarholtsskóla, hefur í yfir áratug reynt að bæta samskipti kynjanna, reynt að fá börn til að skilja betur hvar þeirra mörk liggja sem og virða annarra. Hún hefur barist fyrir því að kynjafræði sé kennd í öllum skólum og að karlmennskuímynd sé rót vandans í samskiptum kynjanna. Sindri Sindrason ræddi við Hönnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Karlmennskan er fangelsi, það er svolítið þannig. Hún leyfir lítið. Vegna þess að ef þú ferð út fyrir boxið þá ert þú farinn að detta í bleika boxið, þá ert þú bara kelling,“ segir Hanna og heldur áfram. „Vissulega fögnum við fjölbreytileikanum á svo marga vegu en við eigum langt í land, það er bara þannig.“ Sjö ára þegar þeir sjá fyrst klám Hanna er ekki í minnsta vafa um að klám eigi stóran þátt í því að samskipti kynjanna séu ekki nógu góð og geti farið mjög illa ef krakkarnir eru ekki nægilega vel upplýstir. „Rannsóknir sýna okkur að íslenskri strákar sjá fyrst klám að meðaltali sjö ára. Strákarnir hafa sagt við mig í tíma að þeir séu hættir að horfa á klám þar sem þeir voru orðnir fíklar. En ef maður ímyndar sér að strákur horfi fyrst á klám sjö ár, hann byrjar að örva sig fyrst yfir því 11, 12 ára og síðan stundar hann fyrst kynlíf 17 ára. Sérðu allt klámið sem hann er búinn að horfa á áður og örva sig með, og hvaða hugmyndir hann hefur hvernig kynlíf er. Við skulum hafa það í huga að klám er skilgreint sem kynferðislega örvandi efni sem inniheldur ofbeldi og niðurlægingu.“ Hanna segir að sumar ungar stúlkur horfi á klám til þess að læra. „Það er náttúrulega algjör skelfing en þau sogast inn í þessa menningu og með þessar hugmyndir hvernig kynlíf er. Þetta er stórslys og við ættum öll að vera öskra á eftir alvöru kynfræðslu og hún þarf að vera vönduð og hún þarf að vera ítrekuð og þarf að byrja mjög snemma.“ Fara yfir mörk í gáleysi Hanna segist hafa lent í nokkrum atvikum þar sem stelpur hreinlega brotni niður þegar þær átta sig á því hvernig kynlíf þær eru búnar að stunda með kærastanum sínum. „Ég hef haft milligöngu um það að þær fari til Stígamóta, það er bara þannig. Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi. Þú ert bara sósaður af hugmyndum sem eru ofbeldisfullar og þú ert bara ekki að gera þér grein fyrir því og heldur að svona eigi þetta bara að vera. Og þú heldur bara að stelpunum finnist þetta gott. Að fara yfir mörk í gáleysi er til. Við getum ekki kallað þá stráka nauðgara. Þetta eru strákar sem vaða í villu og svima og við þurfum bara að grípa í taumana. Það er bara eitt sem við getum gert, og það er að byrja fræðslu og hún þarf að byrja snemma.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Hún hefur barist fyrir því að kynjafræði sé kennd í öllum skólum og að karlmennskuímynd sé rót vandans í samskiptum kynjanna. Sindri Sindrason ræddi við Hönnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Karlmennskan er fangelsi, það er svolítið þannig. Hún leyfir lítið. Vegna þess að ef þú ferð út fyrir boxið þá ert þú farinn að detta í bleika boxið, þá ert þú bara kelling,“ segir Hanna og heldur áfram. „Vissulega fögnum við fjölbreytileikanum á svo marga vegu en við eigum langt í land, það er bara þannig.“ Sjö ára þegar þeir sjá fyrst klám Hanna er ekki í minnsta vafa um að klám eigi stóran þátt í því að samskipti kynjanna séu ekki nógu góð og geti farið mjög illa ef krakkarnir eru ekki nægilega vel upplýstir. „Rannsóknir sýna okkur að íslenskri strákar sjá fyrst klám að meðaltali sjö ára. Strákarnir hafa sagt við mig í tíma að þeir séu hættir að horfa á klám þar sem þeir voru orðnir fíklar. En ef maður ímyndar sér að strákur horfi fyrst á klám sjö ár, hann byrjar að örva sig fyrst yfir því 11, 12 ára og síðan stundar hann fyrst kynlíf 17 ára. Sérðu allt klámið sem hann er búinn að horfa á áður og örva sig með, og hvaða hugmyndir hann hefur hvernig kynlíf er. Við skulum hafa það í huga að klám er skilgreint sem kynferðislega örvandi efni sem inniheldur ofbeldi og niðurlægingu.“ Hanna segir að sumar ungar stúlkur horfi á klám til þess að læra. „Það er náttúrulega algjör skelfing en þau sogast inn í þessa menningu og með þessar hugmyndir hvernig kynlíf er. Þetta er stórslys og við ættum öll að vera öskra á eftir alvöru kynfræðslu og hún þarf að vera vönduð og hún þarf að vera ítrekuð og þarf að byrja mjög snemma.“ Fara yfir mörk í gáleysi Hanna segist hafa lent í nokkrum atvikum þar sem stelpur hreinlega brotni niður þegar þær átta sig á því hvernig kynlíf þær eru búnar að stunda með kærastanum sínum. „Ég hef haft milligöngu um það að þær fari til Stígamóta, það er bara þannig. Ég held að það sé til eitthvað sem heitir nauðgun af gáleysi. Þú ert bara sósaður af hugmyndum sem eru ofbeldisfullar og þú ert bara ekki að gera þér grein fyrir því og heldur að svona eigi þetta bara að vera. Og þú heldur bara að stelpunum finnist þetta gott. Að fara yfir mörk í gáleysi er til. Við getum ekki kallað þá stráka nauðgara. Þetta eru strákar sem vaða í villu og svima og við þurfum bara að grípa í taumana. Það er bara eitt sem við getum gert, og það er að byrja fræðslu og hún þarf að byrja snemma.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira