María Ólafs og Einar frumsýna myndband við nýja ballöðu Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2021 13:00 María Ólafs tók eitt sinn þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. „Við erum búin að vera á fullu að taka upp nýja tónlist í Stúdíó Sýrlandi síðustu daga og vikur og erum mjög spennt fyrir framhaldinu,” segir María Ólafsdóttir söngkona, en hún ásamt Einari Erni Jónssyni píanóleikara skipa Löður Music. Þau gefa út sitt fyrsta lag í dag og ber það nafnið Þér fylgja englar en Einar Örn semur bæði lag og texta. Nafn Löður Music er ákveðin skírskotun í þá tónlistarstefnu sem þau hyggjast leggja áherslu á í sinni tónlistarsköpun, sem er ballöðu-tónlist. „Við ætlum okkur að gefa út nýjar íslenskar ballöður, enda erum við Einar miklir ballöðu-unnendur,” segir María létt í lundu. Hún segist jafnframt hafa orðið mjög spennt um leið og Einar Örn hafði samband við hana og upplýsti hana um áform sín með Löður Music. „Einar hafði samband við mig með þessa hugmynd og spurði hvort ég væri til. Fljótlega var ég komin upp í stúdíó að syngja nokkur demó eftir hann, sem að hentuðu mér mjög vel og ég fann mig í, þannig að við ákváðum að hefja samstarf,” útskýrir María. Einar Örn er sannarlega enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist en hann er líklega best þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Í svörtum fötum. Það er þó ekki eingöngu tónlistin sem tengir þau Einar Örn og Maríu saman því þau eru bæði stoltir Húnvetningar frá Blönduósi. Einar Örn samdi lag og texta. Í nýju lögunum og á tónleikum verða með þeim úrvals hljóðfæraleikarar en Einar Örn og María fengu til liðs við sig þá Davíð Sigurgeirsson gítarleikara, Friðrik Sturluson bassaleikara og Gunnar Leó Pálsson trommuleikara til að leika inn á nýju lögin. Þá leikur strengjakvartett einnig stórt hlutverk í nýju lögunum, ásamt gospelröddum. Upptökustjórn annaðist Kristinn Sturluson í Stúdíó Sýrlandi, ásamt því að hljóðblanda lagið. Löður Music hefur eins og fyrr segir mikið verið í hljóðverinu undanfarnar vikur en eru mörg lög væntanleg til útgáfu á næstunni? „Við erum með nokkur lög sem eru vel á veg komin í vinnslu. Við erum að leggja mikla vinnu og metnað í þetta verkefni og hlökkum mikið til að gefa út fleiri lög,” segir María full tilhlökkunar. Ásamt því að gefa út nýjar íslenskar ballöður þá ætlar Löður Music að heiðra hinar ýmsu ballöður á tónleikum sínum, sem fyrirhugaðir eru strax á nýju ári. „Við ætlum okkur að leika bæði nýjar ballöður sem Einar hefur verið að semja, ásamt því að spila bestu og þekktustu ballöður allra tíma á tónleikum okkar. Við stefnum á að halda tónleika fljótlega eftir áramót en á þeim ætlum við að vera með strengjakvartett og þessa frábæru hljóðfæraleikara sem spiluðu inn á lögin í stúdíóinu,” segir María að lokum. Myndband við nýja lagið má sjá hér að neðan. Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Þau gefa út sitt fyrsta lag í dag og ber það nafnið Þér fylgja englar en Einar Örn semur bæði lag og texta. Nafn Löður Music er ákveðin skírskotun í þá tónlistarstefnu sem þau hyggjast leggja áherslu á í sinni tónlistarsköpun, sem er ballöðu-tónlist. „Við ætlum okkur að gefa út nýjar íslenskar ballöður, enda erum við Einar miklir ballöðu-unnendur,” segir María létt í lundu. Hún segist jafnframt hafa orðið mjög spennt um leið og Einar Örn hafði samband við hana og upplýsti hana um áform sín með Löður Music. „Einar hafði samband við mig með þessa hugmynd og spurði hvort ég væri til. Fljótlega var ég komin upp í stúdíó að syngja nokkur demó eftir hann, sem að hentuðu mér mjög vel og ég fann mig í, þannig að við ákváðum að hefja samstarf,” útskýrir María. Einar Örn er sannarlega enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist en hann er líklega best þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Í svörtum fötum. Það er þó ekki eingöngu tónlistin sem tengir þau Einar Örn og Maríu saman því þau eru bæði stoltir Húnvetningar frá Blönduósi. Einar Örn samdi lag og texta. Í nýju lögunum og á tónleikum verða með þeim úrvals hljóðfæraleikarar en Einar Örn og María fengu til liðs við sig þá Davíð Sigurgeirsson gítarleikara, Friðrik Sturluson bassaleikara og Gunnar Leó Pálsson trommuleikara til að leika inn á nýju lögin. Þá leikur strengjakvartett einnig stórt hlutverk í nýju lögunum, ásamt gospelröddum. Upptökustjórn annaðist Kristinn Sturluson í Stúdíó Sýrlandi, ásamt því að hljóðblanda lagið. Löður Music hefur eins og fyrr segir mikið verið í hljóðverinu undanfarnar vikur en eru mörg lög væntanleg til útgáfu á næstunni? „Við erum með nokkur lög sem eru vel á veg komin í vinnslu. Við erum að leggja mikla vinnu og metnað í þetta verkefni og hlökkum mikið til að gefa út fleiri lög,” segir María full tilhlökkunar. Ásamt því að gefa út nýjar íslenskar ballöður þá ætlar Löður Music að heiðra hinar ýmsu ballöður á tónleikum sínum, sem fyrirhugaðir eru strax á nýju ári. „Við ætlum okkur að leika bæði nýjar ballöður sem Einar hefur verið að semja, ásamt því að spila bestu og þekktustu ballöður allra tíma á tónleikum okkar. Við stefnum á að halda tónleika fljótlega eftir áramót en á þeim ætlum við að vera með strengjakvartett og þessa frábæru hljóðfæraleikara sem spiluðu inn á lögin í stúdíóinu,” segir María að lokum. Myndband við nýja lagið má sjá hér að neðan.
Tónlist Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira