Ansu Fati tryggði Börsungum dýrmæt stig 2. nóvember 2021 22:03 Ansu Fati fagnar marki sínu í kvöld. Stanislav Vedmid/DeFodi Images via Getty Imagess Ansu Fati var hetja Barcelona er hann tryggði liðinu 1-0 sigur gegn Dynamo Kiev í E-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það voru gestirnir frá Barcelona sem voru meira með boltann í kvöld, en illa gekk að skapa sér færi til að koma honum í netið. Því var markalaust þegar gengið var til búningsherbergja. Svipaða sögu var að segja af seinni hálfleik en fyrsta og eina mark leiksins kom loksins þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þar var á ferðinni Ansu Fati eftir fyrirgjöf frá Oscar Mingueza. Börsungar fögnuðu því 1-0 sigri og liðið er nú með sex stig í öðru sæti E-riðils eftir fjóra leiki. Dynamo Kiev situr hins vegar í fjórða og síðasta sæti með aðeins eitt stig. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Ansu Fati var hetja Barcelona er hann tryggði liðinu 1-0 sigur gegn Dynamo Kiev í E-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það voru gestirnir frá Barcelona sem voru meira með boltann í kvöld, en illa gekk að skapa sér færi til að koma honum í netið. Því var markalaust þegar gengið var til búningsherbergja. Svipaða sögu var að segja af seinni hálfleik en fyrsta og eina mark leiksins kom loksins þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þar var á ferðinni Ansu Fati eftir fyrirgjöf frá Oscar Mingueza. Börsungar fögnuðu því 1-0 sigri og liðið er nú með sex stig í öðru sæti E-riðils eftir fjóra leiki. Dynamo Kiev situr hins vegar í fjórða og síðasta sæti með aðeins eitt stig.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti