„Þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2021 11:30 Hannes Þór Halldórsson leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd á dögunum og hefur myndin Leynilögga fengið góðar viðtökur. Hannes Þór Halldórsson er líklega besti markvörður Íslandssögunnar. Hannes leikstýrir kvikmyndinni Leynilögga sem frumsýnd var á dögunum og er það fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. Hannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Segja má að Hannes sé þjóðhetja og muna eflaust margir eftir því þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Hann fór seint út í atvinnumennsku en kom samt sem áður víða við á sínum ferli sem atvinnumaður erlendis. Þar á meðal lék hann með knattspyrnuliðinu Qarabağ í Aserbaídsjan á árunum 2018-2019. Í þættinum fer Hannes yfir tímann sinn þar sem var heldur betur skrautlegur. Hannes varð fyrir því óláni að aka bifreið sinni á mann sem slasaðist nokkuð alvarlega. Alblóðugur og enginn enska „Þetta var mjög dramatískt og var þannig að ég var að keyra heim af æfingu eitt kvöldið og til þess að komast heim þarf maður að keyra í gegnum fátækrahverfi þar sem það er lítil lýsing. Það sem gerist er að ég er að keyra á svona 60-70 og það eru svona tveir lagðir bílar á kantinum á götunni og allt í einu kemur maður og labbar á milli bílanna. Ég er í rauninni ekkert byrjaður að bremsa áður en ég negli á hann,“ segir Hannes og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Hannes Þór Halldórsson „Hann fer bara yfir bílinn og yfir götuna, alblóðugur og talar ekki eitt orð í ensku. Þetta er rosalegt sjokk og þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn. Það var í raun guðs lukka að svo hafi ekki farið. Hann fór illa út úr þessu og lappirnar á honum brotnuðu,“ segir Hannes sem kynntist þarna hvernig menningarmunurinn er úti í Aserbaídsjan. Ekki var hringt á sjúkrabíl og varð Hannes að aka manninum sjálfur þangað. Í kjölfarið varð hann að greiða allan sjúkrakostnað fyrir manninn. „Svo hófst bara algjör farsi þarna upp á spítala. Aðstoðarmaðurinn minn Nurlan tók svona stjórnina á þessu en þessi atburðarás inni á þessum spítala um nóttina og það sem tekur síðan við næstu sex vikurnar er efni í góða bíómynd sem ég er meira segja búinn að punkta niður og skrifa beinagrind að handriti,“ segir Hannes en ofan á allt hefst ástarsaga milli Nurlans og dóttur mannsins sem Hannes ók á. Í þættinum fer Hannes ítarlega yfir málið. Einnig er farið yfir ferilinn í boltanum, Leynilögguna, hvernig hann fór út í leikstjórn, hjónabandið með eiginkonu sinni Höllu Jónsdóttur, föðurhlutverkið, augnablikið þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi og margt fleira. Einkalífið Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Sjá meira
Hannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Segja má að Hannes sé þjóðhetja og muna eflaust margir eftir því þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Hann fór seint út í atvinnumennsku en kom samt sem áður víða við á sínum ferli sem atvinnumaður erlendis. Þar á meðal lék hann með knattspyrnuliðinu Qarabağ í Aserbaídsjan á árunum 2018-2019. Í þættinum fer Hannes yfir tímann sinn þar sem var heldur betur skrautlegur. Hannes varð fyrir því óláni að aka bifreið sinni á mann sem slasaðist nokkuð alvarlega. Alblóðugur og enginn enska „Þetta var mjög dramatískt og var þannig að ég var að keyra heim af æfingu eitt kvöldið og til þess að komast heim þarf maður að keyra í gegnum fátækrahverfi þar sem það er lítil lýsing. Það sem gerist er að ég er að keyra á svona 60-70 og það eru svona tveir lagðir bílar á kantinum á götunni og allt í einu kemur maður og labbar á milli bílanna. Ég er í rauninni ekkert byrjaður að bremsa áður en ég negli á hann,“ segir Hannes og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Hannes Þór Halldórsson „Hann fer bara yfir bílinn og yfir götuna, alblóðugur og talar ekki eitt orð í ensku. Þetta er rosalegt sjokk og þegar ég stoppa bílinn hélt ég að hann væri dáinn. Það var í raun guðs lukka að svo hafi ekki farið. Hann fór illa út úr þessu og lappirnar á honum brotnuðu,“ segir Hannes sem kynntist þarna hvernig menningarmunurinn er úti í Aserbaídsjan. Ekki var hringt á sjúkrabíl og varð Hannes að aka manninum sjálfur þangað. Í kjölfarið varð hann að greiða allan sjúkrakostnað fyrir manninn. „Svo hófst bara algjör farsi þarna upp á spítala. Aðstoðarmaðurinn minn Nurlan tók svona stjórnina á þessu en þessi atburðarás inni á þessum spítala um nóttina og það sem tekur síðan við næstu sex vikurnar er efni í góða bíómynd sem ég er meira segja búinn að punkta niður og skrifa beinagrind að handriti,“ segir Hannes en ofan á allt hefst ástarsaga milli Nurlans og dóttur mannsins sem Hannes ók á. Í þættinum fer Hannes ítarlega yfir málið. Einnig er farið yfir ferilinn í boltanum, Leynilögguna, hvernig hann fór út í leikstjórn, hjónabandið með eiginkonu sinni Höllu Jónsdóttur, föðurhlutverkið, augnablikið þegar hann varði vítaspyrnuna frá Messi og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Sjá meira