Guðrún Björk Kristmundsdóttir framkvæmdastjóri segir að þetta hafi borið brátt að og að ákveðið hafi verið að fara í samstarf við 10/11. Staðinn sé að finna þegar komið er út fyrir komuhliðið og hugsunin því sú að Íslendingar og ferðamenn geti gætt sér á þjóðarréttinum skömmu eftir heimkomu.
„Eigum við ekki líka að segja að þetta sé fyrsta skrefið í átt að útrás Bæjarins bezta,“ segir Guðrún Björk létt í bragði.
Hún segir að verðið verði það sama þarna og á öðrum stöðu Bæjarins bezta. „Þetta er jú fyrir utan komuhlið svo það þarf að borga virðisaukaskattinn. Það er því sama verð þarna og annars staðar.“