MBL.is sagði fyrst frá því að þau eigi von á barni saman en samkvæmt heimildum Vísis er hún komin rúma þrjá mánuði á leið. Ný ljósmynd af Jóhönnu Guðrúnu syngja í brúðkaupi á dögunum hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum síðustu daga, en Jóhanna Guðrún hefur ekki tilkynnt opinberlega sjálf að hún sé barnshafandi.
Jóhanna Guðrún og Ólafur voru par í nokkur ár og voru saman þegar hún lenti í öðru sæti í Eurovision. Þau byrjuðu svo að hittast aftur eftir að söngkonan skildi fyrr á þessu ári. Fyrir á Jóhanna Guðrún tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum.
Jóhanna Guðrún gaf út nýtt lag í dag og er á fullu að undirbúa sig fyrir jólatónleika sem hún ætlar að halda í Háskólabíó.