Fimmtu umferð lokið í CS:GO: Vallea og Ármann að komast á skrið Snorri Rafn Hallsson skrifar 6. nóvember 2021 15:01 Fimmtu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Ármann rústaði Kórdrengjum. Dusty og Þór unnu sína leiki og Vallea er farið að láta finna fyrir sér. Leikir vikunnar Að vana fóru fjórir leikir fram í vikunni. Umferðin hófst á æsispennandi viðureign Þórs og Sögu sem fram fór í Dust 2 kortinu. Þar var á ferðinni viðureign erkióvina og gamalla vina, en leikmannahópur Sögu lék undir flaggi Þórs á síðasta tímabili. Liðsfélaginn Rean situr þó sem fastast hjá Þóri. Það var á brattann að sækja hjá Sögu sem þó hefur sýnt góð tilþrif á tímabilinu. Þórsarar voru mun öflugri í sókninni í fyrri hálfleik og komu sér upp góðu forskoti þar sem vörn Sögu réð ekki við neitt. Sviptingar urðu þó þegar liðin skiptu um stöður í hálfleik og fékk ADHD tækifæri til að skapa mikið pláss á kortinu auk þess sem Saga hefur tekið til í leikskipulagi sínu og dreift ábyrgðinni á opnunum á fleiri herðar en bara Pandaz. Á tímabili leit út fyrir að Saga gæti gert heiðarlega atlögu að sigri, en gamli liðsfélaginn Rean kom í veg fyrir það á síðustu stundu og hafði Þór betur 16-13. Síðari leikur þriðjudagsins var á milli Dusty og XY. Liðin mættust í Nuke kortinu sem verður sífellt vinsælla eftir að Train kortið er ekki lengur í boði. Allt var í járnum framan af leiknum þar sem XY beitti hraðabreytingum til að koma Dusty á óvart og halda efnahag þeirra í skefjum. Staðan var 8-7 fyrir Dusty eftir fyrri hálfleik, en þegar kom að þeim síðari var líkt og Dusty hefði hreinlega fengið nóg af því að tapa. Dusty tók stjórnina á leiknum í sínar hendur og þétti raðirnar til að vinna leikinn hratt og örugglega að lokum, 16-9. Tvær viðureignir fóru svo fram á föstudagskvöldið en í þeirri fyrri mættust Fylkir og Vallea. Leikurinn fór fram á Inferno kortinu og voru bæði lið staðráðin í að vinna. Bæði lið léku gríðarlega vel og virtust í essinu sínu. Var fyrri hálfleikur því virkilega spennandi þar sem Vallea náði að setja pressu á Fylki og narra þá í gildrur en Fylkismenn fundu ráð við því og sneri leiknum sér í vil. Í hálfleik voru Fylkismenn því yfir 8-7. Leikmenn Vallea eru þó ekki þekktir fyrir að vera hræddir og mættu af miklum krafti í síðari hálfleik þar sem Fylkismenn voru helst til lengi að taka við sér. Vallea hafði því betur 16-12 og virðist vera búið að ná sér á strik eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Lokaviðureign umferðarinnar var á milli Kórdrengja og Ármanns, tveggja liða sem ekki hafa staðið sig sérlega vel á tímabilinu. Leikurinn var afar einhliða þar sem Ármann lék árásargjarnt og af öryggi. Helsta spennan var að fylgjast með einvígum bræðranna Ofvirks og Hyperactive sem báðir skiluðu sínu fyrir sín lið. Að öðru leyti var leikurinn algjörlega á valdi Ármanns þar sem Ofvirkur, Vargur og 7homsen mynduðu þríeyki sem erfitt væri fyrir hvaða lið sem er að mæta. Ef þetta er það sem liðið ætlar að bjóða upp á það sem eftir er tímabilsins verður áhugavert að sjá hvernig það mun reynast þeim. Í öllu falli var niðurstaða leiksins stórsigur Ármanns 16-3, eitthvað sem liðinu veitti ekki af. Staðan Þór og Dusty sitja sem fastast á toppnum en spenna er farin að færast í leikinn fyrir miðju deildarinnar nú þegar Vallea hefur unnið síðustu þrjá leiki og Ármann krækti sér í sinn annan sigur. Næsta umferð verður gífurlega spennandi þar sem þá mun liðin skilja að, en þess ber að geta að ekki verður leikið í næstu viku. Þór og Dusty munu mætast í slag um toppsætið og að sama skapi munu XY og Vallea slást um það þriðja. Viðureignir næstu umferðar eru sem hér segir: Ármann - Fylkir, 16. nóv. kl. 20:30. Vallea - XY, 16. nóv. kl. 21:30. Dusty - Þór, 19. nóv. kl. 20:30. Saga - Kórdrengir, 19. nóv. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn
Leikir vikunnar Að vana fóru fjórir leikir fram í vikunni. Umferðin hófst á æsispennandi viðureign Þórs og Sögu sem fram fór í Dust 2 kortinu. Þar var á ferðinni viðureign erkióvina og gamalla vina, en leikmannahópur Sögu lék undir flaggi Þórs á síðasta tímabili. Liðsfélaginn Rean situr þó sem fastast hjá Þóri. Það var á brattann að sækja hjá Sögu sem þó hefur sýnt góð tilþrif á tímabilinu. Þórsarar voru mun öflugri í sókninni í fyrri hálfleik og komu sér upp góðu forskoti þar sem vörn Sögu réð ekki við neitt. Sviptingar urðu þó þegar liðin skiptu um stöður í hálfleik og fékk ADHD tækifæri til að skapa mikið pláss á kortinu auk þess sem Saga hefur tekið til í leikskipulagi sínu og dreift ábyrgðinni á opnunum á fleiri herðar en bara Pandaz. Á tímabili leit út fyrir að Saga gæti gert heiðarlega atlögu að sigri, en gamli liðsfélaginn Rean kom í veg fyrir það á síðustu stundu og hafði Þór betur 16-13. Síðari leikur þriðjudagsins var á milli Dusty og XY. Liðin mættust í Nuke kortinu sem verður sífellt vinsælla eftir að Train kortið er ekki lengur í boði. Allt var í járnum framan af leiknum þar sem XY beitti hraðabreytingum til að koma Dusty á óvart og halda efnahag þeirra í skefjum. Staðan var 8-7 fyrir Dusty eftir fyrri hálfleik, en þegar kom að þeim síðari var líkt og Dusty hefði hreinlega fengið nóg af því að tapa. Dusty tók stjórnina á leiknum í sínar hendur og þétti raðirnar til að vinna leikinn hratt og örugglega að lokum, 16-9. Tvær viðureignir fóru svo fram á föstudagskvöldið en í þeirri fyrri mættust Fylkir og Vallea. Leikurinn fór fram á Inferno kortinu og voru bæði lið staðráðin í að vinna. Bæði lið léku gríðarlega vel og virtust í essinu sínu. Var fyrri hálfleikur því virkilega spennandi þar sem Vallea náði að setja pressu á Fylki og narra þá í gildrur en Fylkismenn fundu ráð við því og sneri leiknum sér í vil. Í hálfleik voru Fylkismenn því yfir 8-7. Leikmenn Vallea eru þó ekki þekktir fyrir að vera hræddir og mættu af miklum krafti í síðari hálfleik þar sem Fylkismenn voru helst til lengi að taka við sér. Vallea hafði því betur 16-12 og virðist vera búið að ná sér á strik eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Lokaviðureign umferðarinnar var á milli Kórdrengja og Ármanns, tveggja liða sem ekki hafa staðið sig sérlega vel á tímabilinu. Leikurinn var afar einhliða þar sem Ármann lék árásargjarnt og af öryggi. Helsta spennan var að fylgjast með einvígum bræðranna Ofvirks og Hyperactive sem báðir skiluðu sínu fyrir sín lið. Að öðru leyti var leikurinn algjörlega á valdi Ármanns þar sem Ofvirkur, Vargur og 7homsen mynduðu þríeyki sem erfitt væri fyrir hvaða lið sem er að mæta. Ef þetta er það sem liðið ætlar að bjóða upp á það sem eftir er tímabilsins verður áhugavert að sjá hvernig það mun reynast þeim. Í öllu falli var niðurstaða leiksins stórsigur Ármanns 16-3, eitthvað sem liðinu veitti ekki af. Staðan Þór og Dusty sitja sem fastast á toppnum en spenna er farin að færast í leikinn fyrir miðju deildarinnar nú þegar Vallea hefur unnið síðustu þrjá leiki og Ármann krækti sér í sinn annan sigur. Næsta umferð verður gífurlega spennandi þar sem þá mun liðin skilja að, en þess ber að geta að ekki verður leikið í næstu viku. Þór og Dusty munu mætast í slag um toppsætið og að sama skapi munu XY og Vallea slást um það þriðja. Viðureignir næstu umferðar eru sem hér segir: Ármann - Fylkir, 16. nóv. kl. 20:30. Vallea - XY, 16. nóv. kl. 21:30. Dusty - Þór, 19. nóv. kl. 20:30. Saga - Kórdrengir, 19. nóv. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn