Sport

Dagskráin í dag: FA bikarinn, NFL og NBA

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Kevin Durant og James Harden mæta Toronto Raptors
Kevin Durant og James Harden mæta Toronto Raptors EPA-EFE/JASON SZENES

Það er að venju hlaðborð af íþróttum á boðstólnum á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag.

Þrjú golfmót verða á dagskránni í dag. Aramco Saudi Ladies International hefst á Stöð 2 Sport 4 klukkan 10:00. Portúgalska meistaramótið á evrópumótaröðinnu hefst á Stöð 2 Gold klukkan 11:00 og á sömu stöð klukkan 19:00 hefst World Wide Technology Championship á bandarísku mótaröðinni.

Þá verða sýndir þrír leikir í FA bikarnum á Englandi. Sheffield Wednesday mætir Plymoth klukkan 12:15 á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 14:55 mætast svo Bolton og Stockport á sömu stöð. Síðasti FA cup leikurinn verður svo á milli Dag & Red og Salford klukkan 19:40.

NBA deildin á sínum stað á Stöð 2 Sport 3 klukkan 20:30. Þar mæta Kevin Durant og félagar í Brooklyn Nets Kanadamönnunum í Toronto Raptors.

NFL deildin er í góðum höndum á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17:00. Leikur Baltimore Ravens og Minnesota Vikings hefst þá og svo strax í kjölfarið spilar tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes með félögum sínum í Kansas City Chiefs á móti Green Bay Packers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×