Sífellt fleiri að koma út úr skápnum sem Pokémon aðdáendur Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. nóvember 2021 21:01 Barði Páll Böðvarsson, fjármálastjóri, Reynir Sigurvin Brynjólfsson, stjórnarformaður, og Gunnar Valur G. Hermannsson, framkvæmdastjóri PokeHallarinnar, segja allt hafa gengið vonum framar frá því að þeir opnuðu verslunina. Vísir/Sigurjón Ný verslun hefur opnað á Íslandi sem sérhæfir sig í sölu á Pokémon varningi. Eigendur segja aðdáendum sífellt að fjölga hér á landi og að ungir sem aldnir sæki í spilin frægu. PokeHöllin opnaði í Glæsibæ þann 8. júní síðastliðinn en þar geta aðdáendur loksins keypt sér spjöldin frægu með fígúrunum sem flestir muna eftir frá tíunda áratuginum, hvort sem það er til að safna eða til að spila. Þremenningarnir sem sjá um Pokehöllina segja ýmislegt felast í fyrirbærinu sem kallast Pokémon, sem kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1995 í Japan. „Þetta eru skemmtilegar litlar fígúrur sem að allir vilja safna og slagorðið „You gotta catch them all“ er bara aðalparturinn á bak við Pokémon, að ná þeim öllum,“ segir Barði Páll Böðvarsson, fjármálastjóri PokeHallarinnar. Gunnar Valur G. Hermannsson, framkvæmdastjóri PokeHallarinnar, tekur í sama streng. „Þess vegna er maður að safna þeim, því maður vill fá þá alla, eiga þá alla,“ segir Gunnar. „En aðallega þá er þetta samfélag,“ segir Reynir Sigurvin Brynjólfsson, stjórnarformaður PokeHallarinnar, enn fremur og taka Gunnar og Barði undir það. „Hvort sem það er TCG eða Pokémon Og, þá er bara fólk að koma saman og kynnast, hafa gaman og safnast saman, þetta snýst um samfélag,“ segir Reynir. Reynir Sigurvin Brynjólfsson, stjórnarformaður PokeHallarinnar, á eitt stykki Charizard glansspil frá 1999. Vísir/Sigurjón Ekki bara fyrir lúða Gunnar stofnaði Facebook hóp í fyrra þar sem Íslendingar gátu selt og keypt spil. Hópurinn stækkaði hratt og var þá ljóst að áhugi væri meðal fólks á Pokémon spilum. Í kjölfarið opnaði hann PokeHöllina ásamt Barða og Reyni og frá þeim tíma hefur áhugi fólks aðeins aukist. Allir höfðu þeir safnað Pokémon spjöldum frá því að þeir voru ungir og varð Reynir til að mynda Pokémon meistari þegar hann bjó í Kaliforníu skömmu fyrir aldamótin. Barði kveðst hafa dottið út úr Pokémon heiminum í millitíðinni en hann uppgötvaði Pokémon síðan aftur í Covid, líkt og margir aðrir virða hafa gert. „Þetta er bara byrjunin, það eiga bara fleiri og fleiri eftir að koma inn í þetta,“ segir Reynir. „Það eru alltaf fleiri að fatta að Pokémon er inni í dag en líka margir hverjir sem eru feimnir við að viðurkenna að þeir fíli Pokémon,“ segir Barði. Þeir segja viðbrögðin hafa verið vonum framar og það sé ljóst að Pokémon aðdáendur leynist víða. „Það eru örugglega fleiri sem eru byrjaðir að koma út úr skápnum í Pokémon, út að þetta er ekkert bara fyrir lúða eða eitthvað svona, þetta er fyrir alla. Þetta er mjög gaman,“ segir Gunnar. „Það er löngu búið að sanna sig að þetta er risastórt samfélag. Margir náttúrulega hlógu þegar við vorum að byrja með þetta, með Pokémon sérverslun, en hver er að hlægja núna,“ segir Gunnar enn fremur. Frá því að verslunin opnaði hafa tekjurnar stóraukist en í októbermánuði voru sölutekjur sexfalt hærri en þegar þeir byrjuðu. Þá hafa þeir tekið upp á því að selja NBA spil og skoða að selja önnur sambærileg spil sem njóta vinsælda. „Ég held að við séum ekkert að fara að stoppa með allar hugmyndir og framkvæmdir sem við erum að gera, ég held að við stefnum bara upp á við,“ segir Gunnar. Anton Smári Birgisson gekk sáttur út úr PokeHöllinni. Vísir/Sigurjón Yngri kynslóðin fetar í fótspor foreldra sína Pokemon spil hafa verið vinsæl í áraraðir en yngri kynslóðir eru nú einnig byrjaðar að feta í fótspor foreldra sinna og byrjað að safna. Anton Smári Birgisson er einn þeirra en hann var staddur í versluninni í dag til að kaupa sér nýtt spil. Hann fékk nýverið áhuga á Pokémon og vinnur nú að því að byggja sitt eigið safn. „Þetta var eiginlega bara að koma og ég byrjaði að safna þegar vinir mínir voru að safna. Þannig byrjaði ég alla vega að safna,“ segir Anton. „Mamma mín og pabbi voru að safna og þau voru alveg að kaupa gamla Pokémon en þau hættu.“ Sjálfur var Anton staddur til að kaupa spil með karakternum Blastoise en hans uppáhaldsspil er þó gamli Charizard, sem er einmitt eitt vinsælasta spilið í Pokémon heiminum. Eitt eintak af glansspili með Charizard í nær fullkomnu ástandi frá 1999 seldist til að mynda á uppboði í fyrra fyrir 369 þúsund Bandaríkjadali, sem samsvarar hátt í 48 milljónum króna, og varð þar með dýrasta Pokémon spil sögunnar. Nokkur önnur eintök eru til í mjög góðu ástandi og á Reynir einmitt eitt slíkt. „Þetta er svona ástæðan fyrir því að við erum hérna í dag, það er þetta spil,“ segir Reynir og bendir á sitt eintak en hans er með níu í gæðaeinkunn. Hann veit um eitt annað Charizard spil hér á landi og er það með 8,5 í gæðaeinkunn. Anton fékk að handleika spilið og tilkynnti viðstöddum að um mjög sjaldgæft spil væri að ræða. Aðspurður um hvort hann myndi einn daginn eignast sinn eigin Charizard var svarið einfalt hjá Antoni: „Já.“ Pokemon Go Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Þýskur heimsmeistari á öll upprunalegu Pokémon spjöldin Christoph Kramer, sem varð heimsmeistari með Þýskalandi 2014, á sér nokkuð óhefðbundið áhugamál en hann safnar Pokémon spjöldum. 6. janúar 2021 09:31 Pikachu vaknar til lífsins í nýrri mynd Warner Bros Vasaskrímslið Pikachu mætir á hvíta tjaldið sumarið 2019. 12. nóvember 2018 20:15 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
PokeHöllin opnaði í Glæsibæ þann 8. júní síðastliðinn en þar geta aðdáendur loksins keypt sér spjöldin frægu með fígúrunum sem flestir muna eftir frá tíunda áratuginum, hvort sem það er til að safna eða til að spila. Þremenningarnir sem sjá um Pokehöllina segja ýmislegt felast í fyrirbærinu sem kallast Pokémon, sem kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1995 í Japan. „Þetta eru skemmtilegar litlar fígúrur sem að allir vilja safna og slagorðið „You gotta catch them all“ er bara aðalparturinn á bak við Pokémon, að ná þeim öllum,“ segir Barði Páll Böðvarsson, fjármálastjóri PokeHallarinnar. Gunnar Valur G. Hermannsson, framkvæmdastjóri PokeHallarinnar, tekur í sama streng. „Þess vegna er maður að safna þeim, því maður vill fá þá alla, eiga þá alla,“ segir Gunnar. „En aðallega þá er þetta samfélag,“ segir Reynir Sigurvin Brynjólfsson, stjórnarformaður PokeHallarinnar, enn fremur og taka Gunnar og Barði undir það. „Hvort sem það er TCG eða Pokémon Og, þá er bara fólk að koma saman og kynnast, hafa gaman og safnast saman, þetta snýst um samfélag,“ segir Reynir. Reynir Sigurvin Brynjólfsson, stjórnarformaður PokeHallarinnar, á eitt stykki Charizard glansspil frá 1999. Vísir/Sigurjón Ekki bara fyrir lúða Gunnar stofnaði Facebook hóp í fyrra þar sem Íslendingar gátu selt og keypt spil. Hópurinn stækkaði hratt og var þá ljóst að áhugi væri meðal fólks á Pokémon spilum. Í kjölfarið opnaði hann PokeHöllina ásamt Barða og Reyni og frá þeim tíma hefur áhugi fólks aðeins aukist. Allir höfðu þeir safnað Pokémon spjöldum frá því að þeir voru ungir og varð Reynir til að mynda Pokémon meistari þegar hann bjó í Kaliforníu skömmu fyrir aldamótin. Barði kveðst hafa dottið út úr Pokémon heiminum í millitíðinni en hann uppgötvaði Pokémon síðan aftur í Covid, líkt og margir aðrir virða hafa gert. „Þetta er bara byrjunin, það eiga bara fleiri og fleiri eftir að koma inn í þetta,“ segir Reynir. „Það eru alltaf fleiri að fatta að Pokémon er inni í dag en líka margir hverjir sem eru feimnir við að viðurkenna að þeir fíli Pokémon,“ segir Barði. Þeir segja viðbrögðin hafa verið vonum framar og það sé ljóst að Pokémon aðdáendur leynist víða. „Það eru örugglega fleiri sem eru byrjaðir að koma út úr skápnum í Pokémon, út að þetta er ekkert bara fyrir lúða eða eitthvað svona, þetta er fyrir alla. Þetta er mjög gaman,“ segir Gunnar. „Það er löngu búið að sanna sig að þetta er risastórt samfélag. Margir náttúrulega hlógu þegar við vorum að byrja með þetta, með Pokémon sérverslun, en hver er að hlægja núna,“ segir Gunnar enn fremur. Frá því að verslunin opnaði hafa tekjurnar stóraukist en í októbermánuði voru sölutekjur sexfalt hærri en þegar þeir byrjuðu. Þá hafa þeir tekið upp á því að selja NBA spil og skoða að selja önnur sambærileg spil sem njóta vinsælda. „Ég held að við séum ekkert að fara að stoppa með allar hugmyndir og framkvæmdir sem við erum að gera, ég held að við stefnum bara upp á við,“ segir Gunnar. Anton Smári Birgisson gekk sáttur út úr PokeHöllinni. Vísir/Sigurjón Yngri kynslóðin fetar í fótspor foreldra sína Pokemon spil hafa verið vinsæl í áraraðir en yngri kynslóðir eru nú einnig byrjaðar að feta í fótspor foreldra sinna og byrjað að safna. Anton Smári Birgisson er einn þeirra en hann var staddur í versluninni í dag til að kaupa sér nýtt spil. Hann fékk nýverið áhuga á Pokémon og vinnur nú að því að byggja sitt eigið safn. „Þetta var eiginlega bara að koma og ég byrjaði að safna þegar vinir mínir voru að safna. Þannig byrjaði ég alla vega að safna,“ segir Anton. „Mamma mín og pabbi voru að safna og þau voru alveg að kaupa gamla Pokémon en þau hættu.“ Sjálfur var Anton staddur til að kaupa spil með karakternum Blastoise en hans uppáhaldsspil er þó gamli Charizard, sem er einmitt eitt vinsælasta spilið í Pokémon heiminum. Eitt eintak af glansspili með Charizard í nær fullkomnu ástandi frá 1999 seldist til að mynda á uppboði í fyrra fyrir 369 þúsund Bandaríkjadali, sem samsvarar hátt í 48 milljónum króna, og varð þar með dýrasta Pokémon spil sögunnar. Nokkur önnur eintök eru til í mjög góðu ástandi og á Reynir einmitt eitt slíkt. „Þetta er svona ástæðan fyrir því að við erum hérna í dag, það er þetta spil,“ segir Reynir og bendir á sitt eintak en hans er með níu í gæðaeinkunn. Hann veit um eitt annað Charizard spil hér á landi og er það með 8,5 í gæðaeinkunn. Anton fékk að handleika spilið og tilkynnti viðstöddum að um mjög sjaldgæft spil væri að ræða. Aðspurður um hvort hann myndi einn daginn eignast sinn eigin Charizard var svarið einfalt hjá Antoni: „Já.“
Pokemon Go Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Þýskur heimsmeistari á öll upprunalegu Pokémon spjöldin Christoph Kramer, sem varð heimsmeistari með Þýskalandi 2014, á sér nokkuð óhefðbundið áhugamál en hann safnar Pokémon spjöldum. 6. janúar 2021 09:31 Pikachu vaknar til lífsins í nýrri mynd Warner Bros Vasaskrímslið Pikachu mætir á hvíta tjaldið sumarið 2019. 12. nóvember 2018 20:15 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Þýskur heimsmeistari á öll upprunalegu Pokémon spjöldin Christoph Kramer, sem varð heimsmeistari með Þýskalandi 2014, á sér nokkuð óhefðbundið áhugamál en hann safnar Pokémon spjöldum. 6. janúar 2021 09:31
Pikachu vaknar til lífsins í nýrri mynd Warner Bros Vasaskrímslið Pikachu mætir á hvíta tjaldið sumarið 2019. 12. nóvember 2018 20:15