UNICEF fordæmir ástandið á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Heimsljós 11. nóvember 2021 11:38 UNHCR Skýrt brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir yfirmaður flóttamannahjálpar UNICEF. „Ég lýsi yfir miklum áhyggjum yfir því alvarlega ástandi sem ríkir nú á meðal farandsfólks og hælisleitenda í Evrópu og ytri landamærum Evrópusambandsins,“ segir Afshan Khan, yfirmaður flóttamannahjálpar UNICEF í Evrópu, í yfirlýsingu um ástandið sem myndast hefur milli Hvíta-Rússlands og Evrópusambandsins á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. „Nú berast okkur fregnir af því að börn neyðist til að dvelja við skelfilegar aðstæður, séu rekin aftur og haldið við landamærin. Þetta er skýrt brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Khan í yfirlýsingu sinni. Börn og fjölskyldur þeirra eiga rétt á því að leita hælis og fá sanngjarna málsmeðferð á einstaklingsbundnum þörfum sínum.“ Afshan Khan Khan segir að UNICEF taki undir með systurstofnunum sínum, UNHCR, IOM og OHCHR í að fordæma þær aðgerðir sem gripið hafi verið til gagnvart fólki í austurhluta Evrópu og hvar sem slíkt viðgengst. Þær brjóti gegn alþjóðalögum og stofni líf barna í hættu án þess að það sem þeim sé fyrir bestu sé haft að leiðarljósi né að tillit sé tekið til þeirrar hættu sem steðjar að þeim snúi þau aftur heim. Khan segir þörf á að þjóðarleiðtogar nái þverpólitískri sátt á ný um vernd barna. „Börn á flótta og í leit að vernd ætti aldrei að nýta í pólitískum tilgangi og tryggja verður réttindi þeirra til að leita sér hælis án undantekninga.“ Í yfirlýsingu sinni segir Khan að UNICEF sé til taks og reiðubúin að vinna með stjórnvöldum Evrópusambandsins, Austur-Evrópu og á vesturhluta Balkan-skaga sem og öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnunum til að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð, vernd og barnvænar vistarverur fyrir öll börn á alþjóðlegum landamærum. „Í sameiningu getum við – og verðum– að tryggja að réttinda barna séu tryggð, virt og í hávegum höfð alls staðar. Barn er alltaf barn, burtséð frá aðstæðum.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent
„Ég lýsi yfir miklum áhyggjum yfir því alvarlega ástandi sem ríkir nú á meðal farandsfólks og hælisleitenda í Evrópu og ytri landamærum Evrópusambandsins,“ segir Afshan Khan, yfirmaður flóttamannahjálpar UNICEF í Evrópu, í yfirlýsingu um ástandið sem myndast hefur milli Hvíta-Rússlands og Evrópusambandsins á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. „Nú berast okkur fregnir af því að börn neyðist til að dvelja við skelfilegar aðstæður, séu rekin aftur og haldið við landamærin. Þetta er skýrt brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Khan í yfirlýsingu sinni. Börn og fjölskyldur þeirra eiga rétt á því að leita hælis og fá sanngjarna málsmeðferð á einstaklingsbundnum þörfum sínum.“ Afshan Khan Khan segir að UNICEF taki undir með systurstofnunum sínum, UNHCR, IOM og OHCHR í að fordæma þær aðgerðir sem gripið hafi verið til gagnvart fólki í austurhluta Evrópu og hvar sem slíkt viðgengst. Þær brjóti gegn alþjóðalögum og stofni líf barna í hættu án þess að það sem þeim sé fyrir bestu sé haft að leiðarljósi né að tillit sé tekið til þeirrar hættu sem steðjar að þeim snúi þau aftur heim. Khan segir þörf á að þjóðarleiðtogar nái þverpólitískri sátt á ný um vernd barna. „Börn á flótta og í leit að vernd ætti aldrei að nýta í pólitískum tilgangi og tryggja verður réttindi þeirra til að leita sér hælis án undantekninga.“ Í yfirlýsingu sinni segir Khan að UNICEF sé til taks og reiðubúin að vinna með stjórnvöldum Evrópusambandsins, Austur-Evrópu og á vesturhluta Balkan-skaga sem og öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnunum til að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð, vernd og barnvænar vistarverur fyrir öll börn á alþjóðlegum landamærum. „Í sameiningu getum við – og verðum– að tryggja að réttinda barna séu tryggð, virt og í hávegum höfð alls staðar. Barn er alltaf barn, burtséð frá aðstæðum.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Hvíta-Rússland Pólland Evrópusambandið Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent