Fann aukin lífsgæði í áfengislausum lífsstíl Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. nóvember 2021 07:00 Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Emil Þór Þór Jóhannsson. Aðsent „Ég hef alltaf fundið hvað áfengi fer ekkert sérstaklega vel í mig,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir þjálfari og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Normið. „Ég fer alveg vel með það en ég finn að það fer í taugakerfið á mér, “ útskýrir Sylvía um ástæðu þess að hún velur að drekka ekki áfengi. „Ég finn líka að ég næ ekki að vera upp á tíu í því sem ég er að gera og ég er metnaðargjörn. Mig langar að vera upp á tíu í vinnu, skóla, börnunum mínum, vinum, fjölskyldu og öðru. Ég vil ekki að áfengi taki svona mikinn toll af mér.“ Sylvía er markþjálfi og Dale Carnegie þjálfari en er einnig að flytja inn heilsutengdar vörur, meðal annars áfengislausa drykki. „Ég hef alltaf drukkið ótrúlega lítið frá því ég byrjaði að drekka áfengi, jú ég tók alveg unglingaskeið þar sem maður fékk sér aðeins meira og fór á djammið,“ segir Sylvía og hlær. Þarf alltaf að vera vín? Sylvía flytur meðal annars inn drykki sem kallast Töst ásamt eiginmanni sínum Emil Þór Jóhannsson. „Við Emmi drekkum lítið bæði og svo fundum við þetta merki sem er hundrað prósent náttúrulegt freyðandi hvítt te.“ Sylvía segir að Emmi hafi fyrst fundið merkið þegar hann leitaði á netinu að flottu brandi með áfengislausa drykki. „Þetta er ört vaxandi brand sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Töst flöskurnar eru seldar í verslunum eins og Krónunni þar sem má nú finna heilu hillurnar undirlagðar áfengislausum bjórum og víni. Sífellt fleiri kjósa áfengislausan lífsstíl. Segir Sylvía að það sé frábært að taka þátt í því að auka úrvalið hér á landi fyrir þá sem drekka ekki áfengi eða drekka lítið af því. „Ég hef aldrei farið í meðferð og hef aldrei átt við vandamál tengt áfengi. Það er svo fyndið að þá finnst fólki oft skrítið að ég kýs að fá mér óáfengt. Mig langar svo að opna hausinn á fólki fyrir því að það þarf ekki alltaf að vera áfengi.“ Sylvía og Emil drekka sjaldan og vildu því prófa að flytja inn áfengislaust vín. Viðbrögðin fóru fram úr þeirra björtustu vonum. Skilur ekki spurningaflóðið Hún segir að oft sé þetta vani hjá fólki, en það ætti samt að vera sjálfsagt að drekka stundum óáfengt vín eða óáfengan bjór inn á milli eða jafnvel drekka bara einstaka sinnum áfengi, án þess að það sé eitthvað tiltökumál. „Af hverju má fólk ekki drekka rauðvín með góðri pítsu og drekka svo ekki áfengi í heilt ár, án þess að þurfa að útskýra það fyrir fólki? Af hverju er verið að spyrja yfir höfuð? Ég vil að við hættum að spyrja svona mikið út í þetta.“ Ertu ekki að drekka? Af hverju ertu ekki að drekka? „Ég vildi óska að þessar spurningar myndu fara út, því fólk er bara að gera það sem þeim langar að gera.“ Góður drykkur í fallegu glasi Algengur misskilningur sé að fólk skemmti sér ekki jafn vel á viðburðum eða við ákveðin tilefni ef það drekkur ekki áfengi á meðan. „Ég er sjálf ótrúlega hress en er örugglega hressust þegar ég er ekki að drekka. Þessi óáfengi lífsstíll er frábær.“ Sylvía segir að sjálf vilji hún oft skála fyrir einhverju eða einfaldlega drekka freyðivín í heitu baði, þá velji hún nánast alltaf óáfengan drykk líkt og Töst. Það var líka ástæðan fyrir því að hún fór fyrst út í það að flytja inn óáfengt freyðivín. „Fólk er oft að gera vel við sig með drykk og það er bara frábært. Mér finnst líka svo gaman að geta verið með góðan drykk og jafnvel í fallegu glasi, vera ekki bara með Kristalinn þegar ég fer út.“ Aukin lífsgæði Það kom þeim skemmtilega á óvart að fólk virðist mikið kaupa drykkina þeirra fyrir brunch mímósur. Hún segir að þetta sé líka reglulega keypt fyrir viðburði eins og barnasturtur (e.babyshowers). „Svo eru margir duglegir við að prófa sig áfram með að gera góða kokteila með þessu. Það er hægt að gera Mojito og alls konar kokteila. Veitingastaðurinn Monkeys er til dæmis kominn með kokteila á matseðilinn sinn sem innihalda Töst.“ Sylvía segir að hún kunni að meta allt við áfengislausan lífsstíl „Maður græðir ekki bara auka daga í vikuna heldur græðir maður ákveðin lífsgæði yfir hvern einasta dag. Þú ert ekki slenaður, þú ert ekki með stress yfir verkefnum sem þú værir vanalega ekki stressaður yfir. Maður er laus við alls konar svona hluti og nær að vera meira á staðnum með fólkinu sínu, í vinnunni og í öllu sem maður er að gera.“ Áfengi og tóbak Heilsa Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
„Ég fer alveg vel með það en ég finn að það fer í taugakerfið á mér, “ útskýrir Sylvía um ástæðu þess að hún velur að drekka ekki áfengi. „Ég finn líka að ég næ ekki að vera upp á tíu í því sem ég er að gera og ég er metnaðargjörn. Mig langar að vera upp á tíu í vinnu, skóla, börnunum mínum, vinum, fjölskyldu og öðru. Ég vil ekki að áfengi taki svona mikinn toll af mér.“ Sylvía er markþjálfi og Dale Carnegie þjálfari en er einnig að flytja inn heilsutengdar vörur, meðal annars áfengislausa drykki. „Ég hef alltaf drukkið ótrúlega lítið frá því ég byrjaði að drekka áfengi, jú ég tók alveg unglingaskeið þar sem maður fékk sér aðeins meira og fór á djammið,“ segir Sylvía og hlær. Þarf alltaf að vera vín? Sylvía flytur meðal annars inn drykki sem kallast Töst ásamt eiginmanni sínum Emil Þór Jóhannsson. „Við Emmi drekkum lítið bæði og svo fundum við þetta merki sem er hundrað prósent náttúrulegt freyðandi hvítt te.“ Sylvía segir að Emmi hafi fyrst fundið merkið þegar hann leitaði á netinu að flottu brandi með áfengislausa drykki. „Þetta er ört vaxandi brand sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Töst flöskurnar eru seldar í verslunum eins og Krónunni þar sem má nú finna heilu hillurnar undirlagðar áfengislausum bjórum og víni. Sífellt fleiri kjósa áfengislausan lífsstíl. Segir Sylvía að það sé frábært að taka þátt í því að auka úrvalið hér á landi fyrir þá sem drekka ekki áfengi eða drekka lítið af því. „Ég hef aldrei farið í meðferð og hef aldrei átt við vandamál tengt áfengi. Það er svo fyndið að þá finnst fólki oft skrítið að ég kýs að fá mér óáfengt. Mig langar svo að opna hausinn á fólki fyrir því að það þarf ekki alltaf að vera áfengi.“ Sylvía og Emil drekka sjaldan og vildu því prófa að flytja inn áfengislaust vín. Viðbrögðin fóru fram úr þeirra björtustu vonum. Skilur ekki spurningaflóðið Hún segir að oft sé þetta vani hjá fólki, en það ætti samt að vera sjálfsagt að drekka stundum óáfengt vín eða óáfengan bjór inn á milli eða jafnvel drekka bara einstaka sinnum áfengi, án þess að það sé eitthvað tiltökumál. „Af hverju má fólk ekki drekka rauðvín með góðri pítsu og drekka svo ekki áfengi í heilt ár, án þess að þurfa að útskýra það fyrir fólki? Af hverju er verið að spyrja yfir höfuð? Ég vil að við hættum að spyrja svona mikið út í þetta.“ Ertu ekki að drekka? Af hverju ertu ekki að drekka? „Ég vildi óska að þessar spurningar myndu fara út, því fólk er bara að gera það sem þeim langar að gera.“ Góður drykkur í fallegu glasi Algengur misskilningur sé að fólk skemmti sér ekki jafn vel á viðburðum eða við ákveðin tilefni ef það drekkur ekki áfengi á meðan. „Ég er sjálf ótrúlega hress en er örugglega hressust þegar ég er ekki að drekka. Þessi óáfengi lífsstíll er frábær.“ Sylvía segir að sjálf vilji hún oft skála fyrir einhverju eða einfaldlega drekka freyðivín í heitu baði, þá velji hún nánast alltaf óáfengan drykk líkt og Töst. Það var líka ástæðan fyrir því að hún fór fyrst út í það að flytja inn óáfengt freyðivín. „Fólk er oft að gera vel við sig með drykk og það er bara frábært. Mér finnst líka svo gaman að geta verið með góðan drykk og jafnvel í fallegu glasi, vera ekki bara með Kristalinn þegar ég fer út.“ Aukin lífsgæði Það kom þeim skemmtilega á óvart að fólk virðist mikið kaupa drykkina þeirra fyrir brunch mímósur. Hún segir að þetta sé líka reglulega keypt fyrir viðburði eins og barnasturtur (e.babyshowers). „Svo eru margir duglegir við að prófa sig áfram með að gera góða kokteila með þessu. Það er hægt að gera Mojito og alls konar kokteila. Veitingastaðurinn Monkeys er til dæmis kominn með kokteila á matseðilinn sinn sem innihalda Töst.“ Sylvía segir að hún kunni að meta allt við áfengislausan lífsstíl „Maður græðir ekki bara auka daga í vikuna heldur græðir maður ákveðin lífsgæði yfir hvern einasta dag. Þú ert ekki slenaður, þú ert ekki með stress yfir verkefnum sem þú værir vanalega ekki stressaður yfir. Maður er laus við alls konar svona hluti og nær að vera meira á staðnum með fólkinu sínu, í vinnunni og í öllu sem maður er að gera.“
Áfengi og tóbak Heilsa Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira