ÍR-ingar töpuðu með eins marks mun gegn Herði frá Ísafirði í toppslag Grill 66-deildarinnar á laugardaginn. Þeir telja Harðarmenn hafa haft rangt við varðandi leikskýrslu og hafa kært framkvæmd leiksins til dómstóls HSÍ.
Hörður fordæmdi ummæli þjálfara ÍR eftir leik þar sem hann kallaði dómara leiksins „landsbyggðarmenn.“
ÍR ætlaði sér að kæra leikinn en nú hafa handknattleiksdeildir félaganna náð sáttum og fallið verður frá öllum kærum. Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan.