Ítalska hljómsveitin var klædd í Gucci en Alessandro Michele hönnuður merkisins er mikill aðdáandi.

Hljómsveitin kom meðal annars fram í auglýsingaherferð Gucci Aria.
Hér fyrir neðan má sjá flutning þeirra á laginu MAMMAMIA.
Hljómsveitin Måneskin var valin besta rokksveit ársins á MTV EMA verðlaununum. Hljómsveitin kom fram og tók lagið MAMMAMIA en verðlaunin fóru fram í Búdapest í Ungverjalandi.
Ítalska hljómsveitin var klædd í Gucci en Alessandro Michele hönnuður merkisins er mikill aðdáandi.
Hljómsveitin kom meðal annars fram í auglýsingaherferð Gucci Aria.
Hér fyrir neðan má sjá flutning þeirra á laginu MAMMAMIA.
Ítölsk glampopp hljómsveit, sem var stofnuð á áttunda áratugi síðustu aldar, hefur sakað hljómsveitina Måneskin um að herma eftir búningum hennar. Sveitin gagnrýnir að nýliðarnir hafi klæðst glimmerbúningum sem sýndu Bandaríska fánann þegar þeir opnuðu fyrir Rolling Stones á tónleikum í Las Vegas.
Måneskin, hljómsveitin sem bar sigur úr bítum í Eurovision á þessu ári fyrir hönd Ítalíu, hefur gefið út nýtt tónlistarmyndband við lagið I Wanna Be Your Slave.
Ekkert lát er á vinsældum hljómsveitarinnar Måneskin sem kom, sá og sigraði Eurovision þann 22. maí síðastliðinn. Sigurlagið hefur rokið upp vinsældalista um allan heim.