Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2021 11:31 Shuai Peng er ein skærasta tennisstjarna Kína. getty/Zhong Zhi Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. Ekki hefur sést til Pengs síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína, Zhang Gaoli, um kynferðisofbeldi í byrjun mánaðarins. Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo sagði Peng að Zhang hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt eftir að hún fór í loftið sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum af velferð Pengs, þar á meðal tennisstjörnurnar Novak Djokovic og Naomi Osaka. Steve Simon, forseti WTA, sagðist hafa fengið staðfestingu á að Peng sé ekki í hættu en nú grunar hann að ekki sé allt með felldu. Í gær birti ríkismiðilinn the China Global Television Network færslu á Twitter með skjáskoti af tölvupósti sem Peng átti að hafa sent Simon. Þar sagðist hún ekki vera týnd eða í hættu. Hún væri einfaldlega að hvíla sig heima hjá sér og allt væri í fínu lagi. Þá sagði einnig að ásakanirnar á hendur Zhang væru ósannar. Chinese tennis star Peng Shuai has sent an email to Steve Simon, the WTA Chairman & CEO, CGTN has learned. The email reads: pic.twitter.com/uLi6Zd2jDI— CGTN (@CGTNOfficial) November 17, 2021 Færslan sló ekkert á áhyggjur Simons af Peng og hann grunar sterklega að hún hafi ekki skrifað tölvupóstinn. „Yfirlýsingin frá kínverska ríkismiðlinum um Peng Shuai jók enn á áhyggjur mínar af öryggi hennar og hvar hún er niðurkomin. Ég á erfitt með að trúa því að Peng Shuai eða einhver tengdur henni hafi skrifað tölvupóstinn sem við fengum frá henni,“ sagði Simon. Hann sagði að WTA og allir þyrftu raunverulega staðfestingu á því að Peng væri örugg. Hann sagðist hafa margoft reynt að ná í hana en án árangurs. Simon ítrekaði síðan ósk sína um að kínversk yfirvöld myndu rannsaka ásakanir hennar í garð Zhang. Peng, sem var um tíma í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna. Tennis Kynferðisofbeldi Kína Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Ekki hefur sést til Pengs síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína, Zhang Gaoli, um kynferðisofbeldi í byrjun mánaðarins. Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo sagði Peng að Zhang hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt eftir að hún fór í loftið sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum af velferð Pengs, þar á meðal tennisstjörnurnar Novak Djokovic og Naomi Osaka. Steve Simon, forseti WTA, sagðist hafa fengið staðfestingu á að Peng sé ekki í hættu en nú grunar hann að ekki sé allt með felldu. Í gær birti ríkismiðilinn the China Global Television Network færslu á Twitter með skjáskoti af tölvupósti sem Peng átti að hafa sent Simon. Þar sagðist hún ekki vera týnd eða í hættu. Hún væri einfaldlega að hvíla sig heima hjá sér og allt væri í fínu lagi. Þá sagði einnig að ásakanirnar á hendur Zhang væru ósannar. Chinese tennis star Peng Shuai has sent an email to Steve Simon, the WTA Chairman & CEO, CGTN has learned. The email reads: pic.twitter.com/uLi6Zd2jDI— CGTN (@CGTNOfficial) November 17, 2021 Færslan sló ekkert á áhyggjur Simons af Peng og hann grunar sterklega að hún hafi ekki skrifað tölvupóstinn. „Yfirlýsingin frá kínverska ríkismiðlinum um Peng Shuai jók enn á áhyggjur mínar af öryggi hennar og hvar hún er niðurkomin. Ég á erfitt með að trúa því að Peng Shuai eða einhver tengdur henni hafi skrifað tölvupóstinn sem við fengum frá henni,“ sagði Simon. Hann sagði að WTA og allir þyrftu raunverulega staðfestingu á því að Peng væri örugg. Hann sagðist hafa margoft reynt að ná í hana en án árangurs. Simon ítrekaði síðan ósk sína um að kínversk yfirvöld myndu rannsaka ásakanir hennar í garð Zhang. Peng, sem var um tíma í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna.
Tennis Kynferðisofbeldi Kína Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira