Lífið

Þrjú saman í sambandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ósk, Ingólfur og Birta eru öll saman í ástarsambandi.
Ósk, Ingólfur og Birta eru öll saman í ástarsambandi.

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Í síðasta þætti kynnti Ingileif sér fólk sem lifir lífi sem kallast fjölást og er það ýmist í opnu sambandi eða í sambandi með nokkrum aðilum í einu.

Ingileif ræddi við þau Ósk Tryggvadóttur, Ingólf Val Þrastarson og Birtu Blanco en þau kynntust í gegnum vefsíðuna OnlyFans þar sem þau selja öll kynferðislegt myndefni. Þau eru í dag öll saman í ástarsambandi og búa saman.

„Það er eðlilegt að makar séu með sitthvort herbergið, að hafa sinn eigin griðastað er rosalega mikilvægt upp á andlega heilsu og til að geta haldið þessu sambandi góðu,“ segir Ósk þegar Ingileif leit við á heimili þeirra.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.

Klippa: Þrjú saman í sambandi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×