Björgvin Karl besti Evrópumaður sögunnar í CrossFit? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2021 15:04 Björgvin Karl Guðmundsson er í svaklegu formi og hefur verið það mjög lengi. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson hefur átt magnaðan feril í CrossFit íþróttinni þrátt fyrir að hann hafi ekki náð að verða heimsmeistari í íþróttinni. Morning Chalk Up fjallar um BKG og veltir því fyrir sér hvort hann sé besti evrópski CrossFit maður sögunnar. Björgvin Karl hefur sýnt mikinn stöðugleika undanfarin ár þrátt fyrir að hann hafi kannski vantað toppinn til að skila honum efsta á pallinn á heimsleikunum þá hefur frammistaðan verið mögnuð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl hefur meðal annars verið efsti Evrópumaðurinn í fimm skipti og allt á síðustu sjö árum. Patrick Clark fór yfir feril Björgvins í grein sinni á Morning Chalk Up og reyndi að svara spurningunni hvort Björgvin Karl sé besti Evrópumaður sögunnar í CrossFit. Samkeppnin er þá frá köppum eins og Jonne Koski, Lukas Högberg og Mikko Salo en niðurstaðan er okkar manni í vil. Besti Evrópumaðurinn á heimsleikunum í CrossFit: 2021 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (4. sæti) 2020 - Jonne Koski, Finnlandi (7. sæti) 2019 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2018 - Lukas Högberg, Svíþjóð (3. sæti) 2017 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (5. sæti) 2016 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (8. sæti) 2015 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2014 - Lukas Högberg, Svíþjóð (23. sæti) 2013 - Frederik Ægidius, Danmörku (15. sæti) 2012 - Frederik Ægidius, Danmörku (30. sæti) 2011 - Tuomas Vainio, Finnlandi (19. sæti) 2010 - Mikko Salo, Finnlandi (5. sæti) 2009 - Mikko Salo, Finnlandi (1. sæti) View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Fólk í kringum mig hefur þurft að hlusta á það í mörg ár þegar ég væli yfir því hvað hann kemst lítið í sviðsljósið. Hversu litla viðurkenningu hann fær þó að það sé morgunljóst að hann er einn sá besti í heimi í sinni íþrótt,“ skrifaði Snorri Barón og deildi fréttinni um Björgvin Karl. „Það hafa verið keppnir þar sem hann hefur endað á verðlaunapallinum en lýsendurnir hafa varla nefnt hann á nafn alla útsendinguna. Það hafa líka verið gerðar kvikmyndir um CrossFit þar sem hann hefur lítið komið við sögu þrátt fyrir frábæra frammistöðu sína,“ skrifaði Snorri Barón. „Það er því gaman að hann fái hér alvöru viðurkenningu. Hrós til fólksins á Morning Chalk Up,“ skrifaði Snorri. Það má lesa greinina um Björgvin Karl hér en greinin sem er samt fyrir aftan áskrifarvegginn á síðu Morning Chalk Up. CrossFit Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Björgvin Karl hefur sýnt mikinn stöðugleika undanfarin ár þrátt fyrir að hann hafi kannski vantað toppinn til að skila honum efsta á pallinn á heimsleikunum þá hefur frammistaðan verið mögnuð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Björgvin Karl hefur meðal annars verið efsti Evrópumaðurinn í fimm skipti og allt á síðustu sjö árum. Patrick Clark fór yfir feril Björgvins í grein sinni á Morning Chalk Up og reyndi að svara spurningunni hvort Björgvin Karl sé besti Evrópumaður sögunnar í CrossFit. Samkeppnin er þá frá köppum eins og Jonne Koski, Lukas Högberg og Mikko Salo en niðurstaðan er okkar manni í vil. Besti Evrópumaðurinn á heimsleikunum í CrossFit: 2021 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (4. sæti) 2020 - Jonne Koski, Finnlandi (7. sæti) 2019 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2018 - Lukas Högberg, Svíþjóð (3. sæti) 2017 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (5. sæti) 2016 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (8. sæti) 2015 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2014 - Lukas Högberg, Svíþjóð (23. sæti) 2013 - Frederik Ægidius, Danmörku (15. sæti) 2012 - Frederik Ægidius, Danmörku (30. sæti) 2011 - Tuomas Vainio, Finnlandi (19. sæti) 2010 - Mikko Salo, Finnlandi (5. sæti) 2009 - Mikko Salo, Finnlandi (1. sæti) View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Fólk í kringum mig hefur þurft að hlusta á það í mörg ár þegar ég væli yfir því hvað hann kemst lítið í sviðsljósið. Hversu litla viðurkenningu hann fær þó að það sé morgunljóst að hann er einn sá besti í heimi í sinni íþrótt,“ skrifaði Snorri Barón og deildi fréttinni um Björgvin Karl. „Það hafa verið keppnir þar sem hann hefur endað á verðlaunapallinum en lýsendurnir hafa varla nefnt hann á nafn alla útsendinguna. Það hafa líka verið gerðar kvikmyndir um CrossFit þar sem hann hefur lítið komið við sögu þrátt fyrir frábæra frammistöðu sína,“ skrifaði Snorri Barón. „Það er því gaman að hann fái hér alvöru viðurkenningu. Hrós til fólksins á Morning Chalk Up,“ skrifaði Snorri. Það má lesa greinina um Björgvin Karl hér en greinin sem er samt fyrir aftan áskrifarvegginn á síðu Morning Chalk Up.
Besti Evrópumaðurinn á heimsleikunum í CrossFit: 2021 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (4. sæti) 2020 - Jonne Koski, Finnlandi (7. sæti) 2019 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2018 - Lukas Högberg, Svíþjóð (3. sæti) 2017 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (5. sæti) 2016 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (8. sæti) 2015 - Björgvin Karl Guðmundsson, Íslandi (3. sæti) 2014 - Lukas Högberg, Svíþjóð (23. sæti) 2013 - Frederik Ægidius, Danmörku (15. sæti) 2012 - Frederik Ægidius, Danmörku (30. sæti) 2011 - Tuomas Vainio, Finnlandi (19. sæti) 2010 - Mikko Salo, Finnlandi (5. sæti) 2009 - Mikko Salo, Finnlandi (1. sæti)
CrossFit Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti