Íslendingum fjölgar á CrossFit mótinu í eyðimörkinni i desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 08:29 Oddrún Eik Gylfadóttir hefur nú staðfest að hún fær að keppa á heimavelli í desember. Þessi íslenska CrossFit kona hefur búið í Dúbaí undanfarin ár. Instagram/@eikgylfadottir Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir verða ekki einu íslensku keppendurnir á Dubai CrossFit Championship í næsta mánuði því það fjölgaði í íslenska hópnum um helgina. Oddrún Eik Gylfadóttir sagði frá því í gær að hún hafði gengið staðfestan þátttökurétt á Dúbaí mótinu í ár en það fer fram 16. til 18. desember næstkomandi. Mótið í Dúbaí verður fyrsta mótið hjá Söru Sigmundsdóttir eftir krossbandsslit gangi allt að óskum hjá henni en Suðurnesjamærin er á fullu við æfingar í Dúbaí og ætlar sér að vera með. View this post on Instagram A post shared by EikGylfadottir (@eikgylfadottir) Sara fékk boð á mótið og hefur titil að verja því hún vann mótið þegar það var haldið síðast í desember 2019. Þuríður Erla Helgadóttir fékk líka boð á mótið en það fengu tuttugu af bestu CrossFit konum heimsins. Oddrún Eik er með aðsetur í Dúbaí, er hjá CrossFit EHOH og hefur oft keppt á þessu móti árlega móti. Hún náði þrettánda sætinu þegar mótið fór fram síðast. Eik hefur líka keppt á heimsleikunum og náði sínum besta árangri árið 2018 þegar hún náði 26. sætinu. Eik hefur vanalega fengið tækifæri til að vinna sér þátttökurétt í undankeppni mótsins í Dúbaí en það var engin slík undankeppni á dagskrá í ár. Eik sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku að eina von hennar um að fá að keppa á mótinu var ef einhverjir hættu við af þeim sem var boðið á mótið. „Ég er að bíða og vonast eftir boði á Dubai CrossFit Championship. Eitt af stóru markmiðum mínum á árinu var að keppa á heimavelli. Það er engin undankeppni í ár og ég hafði því enga möguleika á að sýna það og sanna að ég væri í formi til að keppa. Ég bíð því bara þolinmóð eftir því að einhver afboði flugið sitt,“ skrifaði Oddrún Eik Gylfadóttir á fésbókarsíðu sína fyrir helgi. Henni varð greinilega að ósk sinni um helgina því í gær lét hún vita af því að boðið hennar á Dubai CrossFit Championship væri í höfn. CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Oddrún Eik Gylfadóttir sagði frá því í gær að hún hafði gengið staðfestan þátttökurétt á Dúbaí mótinu í ár en það fer fram 16. til 18. desember næstkomandi. Mótið í Dúbaí verður fyrsta mótið hjá Söru Sigmundsdóttir eftir krossbandsslit gangi allt að óskum hjá henni en Suðurnesjamærin er á fullu við æfingar í Dúbaí og ætlar sér að vera með. View this post on Instagram A post shared by EikGylfadottir (@eikgylfadottir) Sara fékk boð á mótið og hefur titil að verja því hún vann mótið þegar það var haldið síðast í desember 2019. Þuríður Erla Helgadóttir fékk líka boð á mótið en það fengu tuttugu af bestu CrossFit konum heimsins. Oddrún Eik er með aðsetur í Dúbaí, er hjá CrossFit EHOH og hefur oft keppt á þessu móti árlega móti. Hún náði þrettánda sætinu þegar mótið fór fram síðast. Eik hefur líka keppt á heimsleikunum og náði sínum besta árangri árið 2018 þegar hún náði 26. sætinu. Eik hefur vanalega fengið tækifæri til að vinna sér þátttökurétt í undankeppni mótsins í Dúbaí en það var engin slík undankeppni á dagskrá í ár. Eik sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku að eina von hennar um að fá að keppa á mótinu var ef einhverjir hættu við af þeim sem var boðið á mótið. „Ég er að bíða og vonast eftir boði á Dubai CrossFit Championship. Eitt af stóru markmiðum mínum á árinu var að keppa á heimavelli. Það er engin undankeppni í ár og ég hafði því enga möguleika á að sýna það og sanna að ég væri í formi til að keppa. Ég bíð því bara þolinmóð eftir því að einhver afboði flugið sitt,“ skrifaði Oddrún Eik Gylfadóttir á fésbókarsíðu sína fyrir helgi. Henni varð greinilega að ósk sinni um helgina því í gær lét hún vita af því að boðið hennar á Dubai CrossFit Championship væri í höfn.
CrossFit Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira