Viðbjóðsleg herbergi íslensku stelpnanna í Belgrad: „Mýs hlaupandi hérna út um allt hótel“ Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2021 11:01 Íslensku stelpurnar fögnuðu frábærum sigri í gær, þrátt fyrir músaganginn sem verið hefur á hóteli liðsins í Belgrad. Skjáskot/Twitter og HSÍ Íslensku stelpurnar í U17-landsliðinu í handbolta hafa þurft að búa við óboðlegar aðstæður á hóteli sínu í Serbíu þar sem þær eru staddar til að spila um sæti á EM 2023. „Það er ekkert leyndarmál að það eru mýs hlaupandi hérna út um allt hótel. Það er ekkert bara á einu herbergi, heldur bara á öllu hótelinu. Þetta er auðvitað óboðlegt,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við RÚV. Haukagoðsögnin Harpa Melsteð á dóttur í liðinu, Thelmu Melsteð Björgvinsdóttur, og birti hún myndskeið á Twitter af hótelinu í Belgrad þar sem sjá má mús læðast um á einu hótelherbergjanna. Óþrifnaður, táneglur og fleira gums var eitthvað sem maður sá í mööörgum landsliðsferðum í gegnum tíðina Ég get sagt ykkur að ég hefði ekki hvílst í 1 sek ef það hefði verið músagangur í herberginu mínu eins og U-18 landsliðið okkar er að upplifa í Serbíu,ekki boðlegt pic.twitter.com/9pOmAtfpJp— Harpa Melsteð (@harpamel) November 22, 2021 „Við erum auðvitað búin að kvarta og það er verið að vinna í málinu. En þetta er bara algjör viðbjóður,“ sagði Ágúst við RÚV. Ágúst segir að músagangurinn hafi auðvitað áhrif á ástand leikmanna og geri þeim erfiðara fyrir með að hvílast. Það kom þó ekki að sök í gær þegar Ísland vann fyrsta leik sinn á mótinu, þar sem fjögur lið berjast um eitt sæti á EM 2023. Ísland vann Slóveníu 24-21 á meðan að heimakonur í Serbíu unnu Slóvakíu 30-20. Lilja Ágústsdóttir fór fyrir íslenska liðinu og skoraði átta mörk en staðan var jöfn í hálfleik, 9-9. Í dag mætir Ísland liði Slóvakíu en Serbía og Slóvenía mætast. Á fimmtudaginn ræðst svo hvaða lið mun eiga fulltrúa á EM U17 og EM U19 árið 2023, þegar lokaleikirnir fara fram. Handbolti Serbía Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að það eru mýs hlaupandi hérna út um allt hótel. Það er ekkert bara á einu herbergi, heldur bara á öllu hótelinu. Þetta er auðvitað óboðlegt,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við RÚV. Haukagoðsögnin Harpa Melsteð á dóttur í liðinu, Thelmu Melsteð Björgvinsdóttur, og birti hún myndskeið á Twitter af hótelinu í Belgrad þar sem sjá má mús læðast um á einu hótelherbergjanna. Óþrifnaður, táneglur og fleira gums var eitthvað sem maður sá í mööörgum landsliðsferðum í gegnum tíðina Ég get sagt ykkur að ég hefði ekki hvílst í 1 sek ef það hefði verið músagangur í herberginu mínu eins og U-18 landsliðið okkar er að upplifa í Serbíu,ekki boðlegt pic.twitter.com/9pOmAtfpJp— Harpa Melsteð (@harpamel) November 22, 2021 „Við erum auðvitað búin að kvarta og það er verið að vinna í málinu. En þetta er bara algjör viðbjóður,“ sagði Ágúst við RÚV. Ágúst segir að músagangurinn hafi auðvitað áhrif á ástand leikmanna og geri þeim erfiðara fyrir með að hvílast. Það kom þó ekki að sök í gær þegar Ísland vann fyrsta leik sinn á mótinu, þar sem fjögur lið berjast um eitt sæti á EM 2023. Ísland vann Slóveníu 24-21 á meðan að heimakonur í Serbíu unnu Slóvakíu 30-20. Lilja Ágústsdóttir fór fyrir íslenska liðinu og skoraði átta mörk en staðan var jöfn í hálfleik, 9-9. Í dag mætir Ísland liði Slóvakíu en Serbía og Slóvenía mætast. Á fimmtudaginn ræðst svo hvaða lið mun eiga fulltrúa á EM U17 og EM U19 árið 2023, þegar lokaleikirnir fara fram.
Handbolti Serbía Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira