Veiði, von og væntingar Karl Lúðvíksson skrifar 23. nóvember 2021 10:50 Þessi árstími er skemmtilegur fyrir bókaunnendur enda er hámark bókaútgáfunnar eins og venja er fyrir hver einustu jól. Veiðimenn fara ekki varhluta af því en á meðal bóka sem eru komnar út er ný bók eftir Sigurð Héðinn eða Sigga Haug eins og flestir þekkja hann. Undirritaður fékk eina slíka í hendurnar um leið og hún var komin úr prentun og eins og með fyrri bækur Sigga var ekki hægt að leggja hana frá sér fyrr en hún var búin. Bókin byrjar á sleggju! Kaflinn um veiðitækni er frábærlega skrifaður og pælingar þarna sem meira að segja vönustu veiðimenn eiga eftir að hafa gaman af því að lesa. "Að nota eða nota ekki gárutúpu" er sem dæmi stutt en gerði ekki annað en að setja mig í þau spor að rifja upp hvern einasta hyl sem ég fór með gárutúpu yfir á liðnu sumri og fattaði hvað ég gerði vitlaust. Hann fer líka yfir aðra tækni sem góðir fluguveiðimenn þurfa að kunna eins og að veiða undir horni og andstreymisveiði. Það er eitt að setja í lax og annað að landa laxi. Auðvitað kom kafli um hvernig er best að standa að því en eins og veiðimenn vita er fátt eins nöturlegt og að missa lax við lappirnar á sér. Nota Bene hér er ég aðeins kominn á blaðsíðu 13 í bókinni. Það er auðvitað ansi vænn og flottur kafli um flugur í bókinni og þarna má finna þær margar sem eru með veiðnustu veiðiflugum landsins. Myndirnar eru stórar svo það er auðvelt að hnýta eftir þeim sem og er efnisval í flugurnar tilgreint. Þessi bók er virkilega skemmtileg viðbót í veiðibókasafnið og vel valin í harða pakkann fyrir fluguveiðimanninn. Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot Veiði Arnarvatnsheiði er gefa flotta silunga Veiði Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði
Veiðimenn fara ekki varhluta af því en á meðal bóka sem eru komnar út er ný bók eftir Sigurð Héðinn eða Sigga Haug eins og flestir þekkja hann. Undirritaður fékk eina slíka í hendurnar um leið og hún var komin úr prentun og eins og með fyrri bækur Sigga var ekki hægt að leggja hana frá sér fyrr en hún var búin. Bókin byrjar á sleggju! Kaflinn um veiðitækni er frábærlega skrifaður og pælingar þarna sem meira að segja vönustu veiðimenn eiga eftir að hafa gaman af því að lesa. "Að nota eða nota ekki gárutúpu" er sem dæmi stutt en gerði ekki annað en að setja mig í þau spor að rifja upp hvern einasta hyl sem ég fór með gárutúpu yfir á liðnu sumri og fattaði hvað ég gerði vitlaust. Hann fer líka yfir aðra tækni sem góðir fluguveiðimenn þurfa að kunna eins og að veiða undir horni og andstreymisveiði. Það er eitt að setja í lax og annað að landa laxi. Auðvitað kom kafli um hvernig er best að standa að því en eins og veiðimenn vita er fátt eins nöturlegt og að missa lax við lappirnar á sér. Nota Bene hér er ég aðeins kominn á blaðsíðu 13 í bókinni. Það er auðvitað ansi vænn og flottur kafli um flugur í bókinni og þarna má finna þær margar sem eru með veiðnustu veiðiflugum landsins. Myndirnar eru stórar svo það er auðvelt að hnýta eftir þeim sem og er efnisval í flugurnar tilgreint. Þessi bók er virkilega skemmtileg viðbót í veiðibókasafnið og vel valin í harða pakkann fyrir fluguveiðimanninn.
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin hefst 20. ágúst Veiði Dauðir urriðar á botninum við Vatnskot Veiði Arnarvatnsheiði er gefa flotta silunga Veiði Deildará á Melrakkasléttu í útboðsferli Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði