Veit fátt betra en rétt eldað andaconfit salat Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 11:58 Hrefna Rósa Sætran er byrjuð að undirbúa jólin. Aðsent Matreiðslumaðurinn, kráareigandinn, dýravinurinn, kraftlyftingakonan, jógakennarinn og fjallagarpurinn Hrefna Rósa Sætran er farin af stað við að undirbúa hátíðirnar heima fyrir og í vinnunni. Það er í mörg horn að líta hjá Hrefnu og í raun í enn fleiri horn en venjulega þar sem hún og eiginmaður hennar tóku ákvörðun snemma árs að fjölga í fjölskyldunni með því að fá sér French Bulldog hvolp sem ber nafnið Izzy. Hrefna sem hefur alla tíð verið annáluð kattakona er hæstánægð með viðbótina og segir tvö börn þeirra hjóna það líka og eins kettina sem fyrir voru á heimilinu. „Sambúðin gengur vonum framar og þó svo að það séu auðvitað viðbrigði fyrir alla að fá hund inn á heimilið náðum við öll að tengjast honum strax og finnst okkur eins og hann hafi alltaf verið partur af fjölskyldunni. Ég held að Izzy finnist það líka, allavega lætur hann eins og hann hafi átt húsið frá byggingu þess,“ segir Hrefna og hlær. Það er ekki bara heima fyrir sem verkefnin bíða Hrefnu daglega því hún á og rekur í félagi við aðra veitingastaðina Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn. Svo eiga hún og eiginmaður hennar, ljósmyndarinn Björn Árnason, Skúla Craft bar sem Björn eða Bjössi eins og hann er kallaður rekur. Fiskmarkaðurinn var fyrsti veitingastaðurinn sem Hrefna opnaði en það var á því herrans ári 2007 og naut strax mikilla vinsælda. Grillmarkaðurinn var svo opnaður árið 2011 og hefur frá stofnun, líkt og Fiskmarkaðurinn, verið einn vinsælasti veitingastaður landsins. Einn mest pantaði réttur staðarins er Andasalatið sem samanstendur meðal annars af confit elduðum andalærum, spínati, mandarínum, myntu og koríander dressingu. Hrafnhildur Hermannsdóttir, einn eigenda Eldum rétt, nálgaðist Hrefnu fyrr á árinu og úr varð að Hrefna er nú gestakokkur Eldum rétt til 8. desember. Hún útbjó tvo matarpakka sem sem annars vegar inniheldur misomarineruð kjúklingalæri og hins vegar hið rómaða andasalat. Hægt er að panta andaconfit salat Hrefnu inni á heimasíðu Eldum rétt til miðnættis í dag en pakkarnir eru afhentir á mánudögum. Frá miðnætti og fram til miðnættis næsta miðvikudag verður svo hægt að panta misomarineraða kjúklingalærapakkann. Þá tekur andasalatspakkinn aftur við.Aðsent Hrefna segir þann rétt einmitt vera einn af sínum uppáhalds og þó svo að hún hafi gert hann í mörgum útgáfum, þá sé sú útgáfa sem hún býður viðskiptavinum sínum upp á og nú viðskiptavinum Eldum rétt að prófa að gera, sú sem hún sjálf er hvað mest svag fyrir og veit í raun fátt betra. „Það er einfalt og skemmtilegt að gera réttinn sem er auðvitað alltaf bónus en aðalbónusinn kemur auðvitað þegar sest er niður og hann borðaður því rétt eldað andaconfit salat er ljúffengt,“ segir Hrefna. Hér fyrir neðan má finna tvær uppskriftir frá Hrefnu Sætran fyrir hátíðarnar. Hrefna Sætran Jólakrumpur 20 - 22 kökur 1 bolli hveiti ½ bolli kakó 1 tsk lyftiduft ¾ bolli sykur ¼ bolli olía 2 egg 1 tsk vanilluduft eða dropar ¾ bolli hvítir súkkulaðidropar 1 bolli flórsykur Aðferð: Blandið saman hveiti, kakó, lyftidufti. Blandið saman sykri og olíu og þeytið saman í hrærivél þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum og vanillunni út í. Bætið svo hveitiblöndunni varlega saman við og loks hvítu súkkulaðidropunum. Búið til bolta úr deiginu, vefjið því í plastfilmu og kælið það í amkl 2 klst eða lengur. Hitið ofninn upp í 180°c. Gerið svo litlar kúlur úr deiginu og veltið þeim upp úr flórsykrinum. Setjið þær svo á bökunarplötu og bakið í 10 mín. Hrefna Sætran Sítrusgrafinn lax 2 dl gróft salt 2 dl sykur 1 msk kóríander fræ 2 msk dill 1 stk rautt grape 1 stk lime 2 stk mandarínur Aðferð: Blandið saman saltinu og sykrinum. Merjið korianderfræin létt í morteli og bætið út í ásamt dillinu. Setjið 1/3 af blöndunni í fat og dreyfið vel úr því, leggið laxinn ofan á með roðhliðina niður. Setjið svo afganginn af saltblöndunni yfir. Skerið sítrusávextina í þunnar sneiðar og raðið yfir. Geymið inni í ískáp í 1-3 sólahringa. Fer eftir því hversu stórt laxaflakið er og hversu mikið grafið þú vilt hafa það. Ég er sjálf með þetta í 2 sólahringa núna í ár á frekar þykku flaki. Matur Salat Uppskriftir Kökur og tertur Lax Jól Tengdar fréttir „Slepptu hnetusmjöri ef þú vilt að stefnumótið endi í sleik“ Það er fátt meira heillandi en að vera boðið á stefnumót í góðan heimaeldaðan mat. Við höfðum samband við Hrefnu Rósu Sætran matreiðslumeistara og fengum ráðleggingar um hvað ber að forðast þegar þú býður í mat og hvaða réttir eru tilvaldir fyrir rómantískt kvöld. 20. maí 2020 20:00 Hrefna Sætran kenndi Evu Laufey að reiða fram brownie með Creme Brulee kremi Það styttist í jólin eins og þið vitið og því ekki seinna vænna en að huga að jólaeftirréttum. Eva Laufey heimsótti Hrefnu Sætran í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 13. desember 2019 10:30 Ómótstæðilegt jólatriffli að hætti Hrefnu Sætran Stjörnukokkurinn Hrefna Sætran deilir jólaeftirrétti með fylgjendum sínum á Facebook en um er að ræða piparköku, karamellu brownie og hvítsúkkulaðiostaköku triffli. 12. desember 2019 20:00 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira
Það er í mörg horn að líta hjá Hrefnu og í raun í enn fleiri horn en venjulega þar sem hún og eiginmaður hennar tóku ákvörðun snemma árs að fjölga í fjölskyldunni með því að fá sér French Bulldog hvolp sem ber nafnið Izzy. Hrefna sem hefur alla tíð verið annáluð kattakona er hæstánægð með viðbótina og segir tvö börn þeirra hjóna það líka og eins kettina sem fyrir voru á heimilinu. „Sambúðin gengur vonum framar og þó svo að það séu auðvitað viðbrigði fyrir alla að fá hund inn á heimilið náðum við öll að tengjast honum strax og finnst okkur eins og hann hafi alltaf verið partur af fjölskyldunni. Ég held að Izzy finnist það líka, allavega lætur hann eins og hann hafi átt húsið frá byggingu þess,“ segir Hrefna og hlær. Það er ekki bara heima fyrir sem verkefnin bíða Hrefnu daglega því hún á og rekur í félagi við aðra veitingastaðina Grillmarkaðinn og Fiskmarkaðinn. Svo eiga hún og eiginmaður hennar, ljósmyndarinn Björn Árnason, Skúla Craft bar sem Björn eða Bjössi eins og hann er kallaður rekur. Fiskmarkaðurinn var fyrsti veitingastaðurinn sem Hrefna opnaði en það var á því herrans ári 2007 og naut strax mikilla vinsælda. Grillmarkaðurinn var svo opnaður árið 2011 og hefur frá stofnun, líkt og Fiskmarkaðurinn, verið einn vinsælasti veitingastaður landsins. Einn mest pantaði réttur staðarins er Andasalatið sem samanstendur meðal annars af confit elduðum andalærum, spínati, mandarínum, myntu og koríander dressingu. Hrafnhildur Hermannsdóttir, einn eigenda Eldum rétt, nálgaðist Hrefnu fyrr á árinu og úr varð að Hrefna er nú gestakokkur Eldum rétt til 8. desember. Hún útbjó tvo matarpakka sem sem annars vegar inniheldur misomarineruð kjúklingalæri og hins vegar hið rómaða andasalat. Hægt er að panta andaconfit salat Hrefnu inni á heimasíðu Eldum rétt til miðnættis í dag en pakkarnir eru afhentir á mánudögum. Frá miðnætti og fram til miðnættis næsta miðvikudag verður svo hægt að panta misomarineraða kjúklingalærapakkann. Þá tekur andasalatspakkinn aftur við.Aðsent Hrefna segir þann rétt einmitt vera einn af sínum uppáhalds og þó svo að hún hafi gert hann í mörgum útgáfum, þá sé sú útgáfa sem hún býður viðskiptavinum sínum upp á og nú viðskiptavinum Eldum rétt að prófa að gera, sú sem hún sjálf er hvað mest svag fyrir og veit í raun fátt betra. „Það er einfalt og skemmtilegt að gera réttinn sem er auðvitað alltaf bónus en aðalbónusinn kemur auðvitað þegar sest er niður og hann borðaður því rétt eldað andaconfit salat er ljúffengt,“ segir Hrefna. Hér fyrir neðan má finna tvær uppskriftir frá Hrefnu Sætran fyrir hátíðarnar. Hrefna Sætran Jólakrumpur 20 - 22 kökur 1 bolli hveiti ½ bolli kakó 1 tsk lyftiduft ¾ bolli sykur ¼ bolli olía 2 egg 1 tsk vanilluduft eða dropar ¾ bolli hvítir súkkulaðidropar 1 bolli flórsykur Aðferð: Blandið saman hveiti, kakó, lyftidufti. Blandið saman sykri og olíu og þeytið saman í hrærivél þar til blandan verður ljós og létt. Bætið eggjunum og vanillunni út í. Bætið svo hveitiblöndunni varlega saman við og loks hvítu súkkulaðidropunum. Búið til bolta úr deiginu, vefjið því í plastfilmu og kælið það í amkl 2 klst eða lengur. Hitið ofninn upp í 180°c. Gerið svo litlar kúlur úr deiginu og veltið þeim upp úr flórsykrinum. Setjið þær svo á bökunarplötu og bakið í 10 mín. Hrefna Sætran Sítrusgrafinn lax 2 dl gróft salt 2 dl sykur 1 msk kóríander fræ 2 msk dill 1 stk rautt grape 1 stk lime 2 stk mandarínur Aðferð: Blandið saman saltinu og sykrinum. Merjið korianderfræin létt í morteli og bætið út í ásamt dillinu. Setjið 1/3 af blöndunni í fat og dreyfið vel úr því, leggið laxinn ofan á með roðhliðina niður. Setjið svo afganginn af saltblöndunni yfir. Skerið sítrusávextina í þunnar sneiðar og raðið yfir. Geymið inni í ískáp í 1-3 sólahringa. Fer eftir því hversu stórt laxaflakið er og hversu mikið grafið þú vilt hafa það. Ég er sjálf með þetta í 2 sólahringa núna í ár á frekar þykku flaki.
Matur Salat Uppskriftir Kökur og tertur Lax Jól Tengdar fréttir „Slepptu hnetusmjöri ef þú vilt að stefnumótið endi í sleik“ Það er fátt meira heillandi en að vera boðið á stefnumót í góðan heimaeldaðan mat. Við höfðum samband við Hrefnu Rósu Sætran matreiðslumeistara og fengum ráðleggingar um hvað ber að forðast þegar þú býður í mat og hvaða réttir eru tilvaldir fyrir rómantískt kvöld. 20. maí 2020 20:00 Hrefna Sætran kenndi Evu Laufey að reiða fram brownie með Creme Brulee kremi Það styttist í jólin eins og þið vitið og því ekki seinna vænna en að huga að jólaeftirréttum. Eva Laufey heimsótti Hrefnu Sætran í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 13. desember 2019 10:30 Ómótstæðilegt jólatriffli að hætti Hrefnu Sætran Stjörnukokkurinn Hrefna Sætran deilir jólaeftirrétti með fylgjendum sínum á Facebook en um er að ræða piparköku, karamellu brownie og hvítsúkkulaðiostaköku triffli. 12. desember 2019 20:00 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira
„Slepptu hnetusmjöri ef þú vilt að stefnumótið endi í sleik“ Það er fátt meira heillandi en að vera boðið á stefnumót í góðan heimaeldaðan mat. Við höfðum samband við Hrefnu Rósu Sætran matreiðslumeistara og fengum ráðleggingar um hvað ber að forðast þegar þú býður í mat og hvaða réttir eru tilvaldir fyrir rómantískt kvöld. 20. maí 2020 20:00
Hrefna Sætran kenndi Evu Laufey að reiða fram brownie með Creme Brulee kremi Það styttist í jólin eins og þið vitið og því ekki seinna vænna en að huga að jólaeftirréttum. Eva Laufey heimsótti Hrefnu Sætran í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 13. desember 2019 10:30
Ómótstæðilegt jólatriffli að hætti Hrefnu Sætran Stjörnukokkurinn Hrefna Sætran deilir jólaeftirrétti með fylgjendum sínum á Facebook en um er að ræða piparköku, karamellu brownie og hvítsúkkulaðiostaköku triffli. 12. desember 2019 20:00