Eldaði hafragraut á fyrsta stefnumóti: „Þetta var það síðasta sem mig langaði í“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 22:00 Þau Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson eru viðmælendur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Á skömmum tíma hafa þau Metta og Áki stimplað sig inn í íslenskan veitingabransa með keðjunni Maikai sem hófst sem ástríðuverkefni í eldhúsinu heima. Þau eru þó ekki einungis viðskiptafélagar, heldur eru þau einnig par. Ástarsaga þeirra byrjaði eins og margar nútíma ástarsögur, með „followi“ á Instagram. Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson hafa verið par síðan árið 2016 og eiga þau saman einn dreng. Þau fóru að prófa sig áfram í eldhúsinu eftir að Metta féll fyrir acaí skálum á ferðalagi sínu um Bali. Þau stofnuðu fyrirtækið Maikai en tóku fyrst um sinn aðeins við pöntunum frá fyrirtækjum. Eftirspurnin átti fljótt eftir að aukast og í dag eru sölustaðir Maikai orðnir sex talsins. Þau reka útibú í Smáralind og á Hafnartorgi, en samhliða því selja þau vörur undir merkinu í hinum ýmsu matvöruverslunum. Þau Metta og Áki voru gestir í 32.þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Vandræðaleg fyrstu kynni á B5 Í þættinum segja þau frá því hvernig leiðir þeirra lágu saman í gegnum follow á Instagram. „Ég vissi alltaf hver hann var,“ segir Metta. Hann hafði lengi verið í fótbolta og tengdist þannig vinum Mettu úr Kópavoginum. „Svo vorum við bæði orðin einhleyp þarna árið 2016 og ég byrjaði að followa hann á Instagram,“ segir hún. Áki segist hins vegar ekki hafa vitað hver Metta væri á þessum tímapunkti. Eftir orðskipti á Instagram færðu þau sig yfir á Snapchat þar sem þau héldu áfram að spjalla saman daglega. „Ég var ekkert að spá í einhverju svona á þessum tíma, en Metta alveg náði að negla mig niður einn, tveir og þrír,“ segir Áki en Metta viðurkennir fúslega að hún hafi átt frumkvæðið að þeirra samskiptum til að byrja með. Eins og í svo mörgum sönnum íslenskum ástarsögum, hittust þau Metta og Áki loks í fyrsta sinn á skemmtistaðnum B5. „Ég man bara alveg mómentið þegar við sáum hvort annað í fyrsta skipti eftir að hafa talað svona mikið saman. Við vorum sjúklega vandræðaleg, Jesús minn almáttugur,“ segir Metta. „Þetta var ekki eins rómantískt og ég hélt,“ bætir Áki við. Var með aflitað hár og í gipsi þegar Metta kom heim Eftir þessi vandræðalegu fyrstu kynni á B5 fór Metta fljótlega í sex vikna ferðalag til Bali. Á meðan á ferðinni stóð töluðu þau saman tvisvar á dag á Facetime, þrátt fyrir mikinn tímamismun. „Þegar ég var að vakna þá var hún að fara sofa, eða öfugt. Annað hvort okkar sofnaði alltaf í miðju símtali.“ Þegar Metta kom heim úr ferðinni og þau hittust loksins aftur, telur Áki að Mettu hafi verið brugðið við þá sjón sem mætti henni. „Ég tapaði einhverju veðmáli þannig ég þurfti að aflita á mér hárið. Svo handleggsbrotnaði ég í leik, þannig þegar hún kemur heim þá er ég aflitaður í gipsi. Ég var bara eins og Slim Shady upp á sitt besta.“ Þau hafa hins vegar verið saman allar götur síðan og þróuðust hlutirnir mjög hratt. Ári síðar áttu þau von á sínu fyrsta barni. „Hún hringir í mig á meðan ég er í vinnunni og segir að við þurfum að tala saman,“ en Áka grunaði hvað væri í vændum. Áki var að fara keppa í fótbolta eftir vinnu og var orðinn allt of seinn. Hann þurfti að koma við heima til þess að sækja fótboltadótið og þá segir Metta honum að hún sé ólétt. „Svo fer ég og keppi og ég var bara eins og draugur sko.“ „Þarft bara að vera street-smart þegar þú ert að byrja“ Sonur þeirra, Viktor Svan, kom svo í heiminn árið 2018. Þau segja það hafa verið mikið púsluspil að vera með lítið barn á sama tíma og þau voru að koma fyrirtæki á laggirnar. Metta og Áki eru ekki með neina viðskiptafræðimenntun og var Áki að ljúka við stúdentsprófið þegar þau opnuðu fyrsta Maikai staðinn. „Ég held þú þurfir í rauninni bara að vera pínu street-smart þegar þú ert að byrja. Þú mátt ekki hugsa of mikið inni í kassa.“ Þau segjast hins vegar hafa verið dugleg að leita sér utanaðkomandi aðstoðar þegar kemur að þáttum í rekstrinum sem eru utan þeirra kunnáttusviðs. „Við byrjuðum náttúrlega frekar snemma í okkar sambandi að vinna saman, þannig við erum bara mjög vön því. En ég held að við séum bara mjög góð í því að vinna saman og við erum greinilega með svona sömu sýn á hlutina og hvað við viljum gera,“ segir Áki og Metta, eigendur Maikai.Betri helmingurinn Eru góð í því að vinna saman Metta og Áki gera sér grein fyrir því að það að vinna með makanum sínum sé alls ekki fyrir alla, þeirra samstarf hafi hins vegar gengið vel. „Við byrjuðum náttúrlega frekar snemma í okkar sambandi að vinna saman, þannig við erum bara mjög vön því. En ég held að við séum bara mjög góð í því að vinna saman og við erum greinilega með svona sömu sýn á hlutina og hvað við viljum gera.“ Þau segjast hvort um sig hafa sitt hlutverk í rekstrinum og bera mikla virðingu fyrir starfi hvors annars. „Allavega enn sem komið er þá hefur þetta ekki haft nein neikvæð áhrif á sambandið okkar. Ég sef aldrei á sófanum,“ segir Áki. Að mati Mettu bætti Áki hins vegar bæta aðeins í rómantíkina í sambandinu. „Ég get ekki of mikla rómantík. Ég fæ svona klígju sko, mér finnst það hræðilegt. En það er til millivegur og Áki þarf aðeins að fara nær línunni, af því það vantar bara alla rómantík í þennan mann.“ „Þetta var alveg hræðilegt!“ Í þættinum segir Metta skemmtilega sögu af því þegar hún bauð Áka upp á hafragraut morguninn eftir að þau fóru heim saman eftir B5 kvöldið örlagaríka. „Í dag þekki ég hann það vel að hann byrjar alla morgna á því að fá sér kaffi og hann er ekki mikill morgunverðargaur,“ en Metta gaf honum hins vegar kúffulla skál. „Ég var bara að þvinga þetta ofan í mig þarna skelþunnur. Þetta var það síðasta sem mig langaði í,“ segir Áki. Þá segja þau einnig frá óheppilegu atviki sem Metta lenti í eitt sinn þegar þau voru á leið til Akureyrar. „Það hringir einhver í Mettu og Metta fer þvílíkt hjá sér og þetta var mjög skrítið símtal. Þá var sem sagt kona frá Kópavogsbæ að hringja í Mettu til að láta hana vita af því að hún fann ekki neinar upplýsingar um fötlunina hennar.“ Metta hafði ætlað sér að sækja um barnabætur en óvart fyllt út umsókn fyrir styrk vegna fötlunar. „Þetta var alveg hræðilegt,“ segir Metta. Í þættinum segja segja þau ýmsar skemmtilegar sögur. Hlustendur fá meðal annars að heyra af því þegar Áki þurfti að sækja Mettu þegar þau voru nýbyrjuð að deita, eftir að það hafði liðið yfir hana. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Mettu og Áka í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Matur Tengdar fréttir Endaði með matareitrun á bifvélaverkstæði í Queens Hermann kom auga á Alexöndru þegar hún fór að vinna í sömu byggingu og hann. Hún var fallegasta manneskja sem hann hafði nokkurn tímann augum litið og því gerði hann sér upp ýmsar afsakanir til þess að heimsækja verslunina sem hún var að vinna í. Þegar hann ákvað loks að taka af skarið og hringja í hana, var Alexandra viss um að um símaat væri að ræða. 17. nóvember 2021 12:50 Saman í fimmtán ár og hafa aldrei rifist Þau Birkir Már og Stebba kynntust í íþróttafræðinámi á Laugarvatni. Stebbu leist hins vegar ekki á blikuna í fyrstu þegar Birkir gerði henni ljóst hvaða tilfinningar hann bæri til hennar. Hún var tveggja barna móðir og hann þremur árum yngri. Þau smullu þó fljótlega saman og voru flutt inn saman nokkrum mánuðum síðar. 10. nóvember 2021 14:31 Voru ennþá með útivistartíma þegar þau byrjuðu saman Elísabet og Gunnar kynntust í grunnskóla. Þau voru sætisfélagar í ensku og þurfti kennarinn stöðugt að hafa afskipti af þeim þar sem þau gátu ekki hætt að tala saman. Í 10. bekk varð vinskapurinn loks að ástarsambandi en það hafði tekið þau langan tíma að viðurkenna að þau væru kærustupar. Í dag eiga þau tvö börn saman og eru að hreiðra um sig á Íslandi eftir að hafa verið á faraldsfæti síðustu 12 ár. 3. nóvember 2021 16:14 Ætti að vera bannað að skilja á meðan börnin eru lítil Þau Hjálmar Örn og Ljósa hittust fyrst á tvöföldu stefnumóti sem skólasystir Ljósu plataði hana á. Eftir stefnumótið sagðist Hjálmar gjarnan vilja hitta Ljósu aftur en tilkynnti henni þó að hann ætti stefnumót við aðra dömu daginn eftir. Ljósa var því óviss hvort hún myndi nokkurn tíman heyra frá Hjálmari aftur. Hann var hins vegar fljótur að átta sig á því að hann vildi kynnast Ljósu betur. 27. október 2021 13:30 Voru nálægt hjónaskilnaði eftir tangónámskeið Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður kynntust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsi en voru þá bæði í sambandi og byrjuðu því ekki að deita fyrr en síðar. 22. október 2021 07:00 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Sjá meira
Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson hafa verið par síðan árið 2016 og eiga þau saman einn dreng. Þau fóru að prófa sig áfram í eldhúsinu eftir að Metta féll fyrir acaí skálum á ferðalagi sínu um Bali. Þau stofnuðu fyrirtækið Maikai en tóku fyrst um sinn aðeins við pöntunum frá fyrirtækjum. Eftirspurnin átti fljótt eftir að aukast og í dag eru sölustaðir Maikai orðnir sex talsins. Þau reka útibú í Smáralind og á Hafnartorgi, en samhliða því selja þau vörur undir merkinu í hinum ýmsu matvöruverslunum. Þau Metta og Áki voru gestir í 32.þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Vandræðaleg fyrstu kynni á B5 Í þættinum segja þau frá því hvernig leiðir þeirra lágu saman í gegnum follow á Instagram. „Ég vissi alltaf hver hann var,“ segir Metta. Hann hafði lengi verið í fótbolta og tengdist þannig vinum Mettu úr Kópavoginum. „Svo vorum við bæði orðin einhleyp þarna árið 2016 og ég byrjaði að followa hann á Instagram,“ segir hún. Áki segist hins vegar ekki hafa vitað hver Metta væri á þessum tímapunkti. Eftir orðskipti á Instagram færðu þau sig yfir á Snapchat þar sem þau héldu áfram að spjalla saman daglega. „Ég var ekkert að spá í einhverju svona á þessum tíma, en Metta alveg náði að negla mig niður einn, tveir og þrír,“ segir Áki en Metta viðurkennir fúslega að hún hafi átt frumkvæðið að þeirra samskiptum til að byrja með. Eins og í svo mörgum sönnum íslenskum ástarsögum, hittust þau Metta og Áki loks í fyrsta sinn á skemmtistaðnum B5. „Ég man bara alveg mómentið þegar við sáum hvort annað í fyrsta skipti eftir að hafa talað svona mikið saman. Við vorum sjúklega vandræðaleg, Jesús minn almáttugur,“ segir Metta. „Þetta var ekki eins rómantískt og ég hélt,“ bætir Áki við. Var með aflitað hár og í gipsi þegar Metta kom heim Eftir þessi vandræðalegu fyrstu kynni á B5 fór Metta fljótlega í sex vikna ferðalag til Bali. Á meðan á ferðinni stóð töluðu þau saman tvisvar á dag á Facetime, þrátt fyrir mikinn tímamismun. „Þegar ég var að vakna þá var hún að fara sofa, eða öfugt. Annað hvort okkar sofnaði alltaf í miðju símtali.“ Þegar Metta kom heim úr ferðinni og þau hittust loksins aftur, telur Áki að Mettu hafi verið brugðið við þá sjón sem mætti henni. „Ég tapaði einhverju veðmáli þannig ég þurfti að aflita á mér hárið. Svo handleggsbrotnaði ég í leik, þannig þegar hún kemur heim þá er ég aflitaður í gipsi. Ég var bara eins og Slim Shady upp á sitt besta.“ Þau hafa hins vegar verið saman allar götur síðan og þróuðust hlutirnir mjög hratt. Ári síðar áttu þau von á sínu fyrsta barni. „Hún hringir í mig á meðan ég er í vinnunni og segir að við þurfum að tala saman,“ en Áka grunaði hvað væri í vændum. Áki var að fara keppa í fótbolta eftir vinnu og var orðinn allt of seinn. Hann þurfti að koma við heima til þess að sækja fótboltadótið og þá segir Metta honum að hún sé ólétt. „Svo fer ég og keppi og ég var bara eins og draugur sko.“ „Þarft bara að vera street-smart þegar þú ert að byrja“ Sonur þeirra, Viktor Svan, kom svo í heiminn árið 2018. Þau segja það hafa verið mikið púsluspil að vera með lítið barn á sama tíma og þau voru að koma fyrirtæki á laggirnar. Metta og Áki eru ekki með neina viðskiptafræðimenntun og var Áki að ljúka við stúdentsprófið þegar þau opnuðu fyrsta Maikai staðinn. „Ég held þú þurfir í rauninni bara að vera pínu street-smart þegar þú ert að byrja. Þú mátt ekki hugsa of mikið inni í kassa.“ Þau segjast hins vegar hafa verið dugleg að leita sér utanaðkomandi aðstoðar þegar kemur að þáttum í rekstrinum sem eru utan þeirra kunnáttusviðs. „Við byrjuðum náttúrlega frekar snemma í okkar sambandi að vinna saman, þannig við erum bara mjög vön því. En ég held að við séum bara mjög góð í því að vinna saman og við erum greinilega með svona sömu sýn á hlutina og hvað við viljum gera,“ segir Áki og Metta, eigendur Maikai.Betri helmingurinn Eru góð í því að vinna saman Metta og Áki gera sér grein fyrir því að það að vinna með makanum sínum sé alls ekki fyrir alla, þeirra samstarf hafi hins vegar gengið vel. „Við byrjuðum náttúrlega frekar snemma í okkar sambandi að vinna saman, þannig við erum bara mjög vön því. En ég held að við séum bara mjög góð í því að vinna saman og við erum greinilega með svona sömu sýn á hlutina og hvað við viljum gera.“ Þau segjast hvort um sig hafa sitt hlutverk í rekstrinum og bera mikla virðingu fyrir starfi hvors annars. „Allavega enn sem komið er þá hefur þetta ekki haft nein neikvæð áhrif á sambandið okkar. Ég sef aldrei á sófanum,“ segir Áki. Að mati Mettu bætti Áki hins vegar bæta aðeins í rómantíkina í sambandinu. „Ég get ekki of mikla rómantík. Ég fæ svona klígju sko, mér finnst það hræðilegt. En það er til millivegur og Áki þarf aðeins að fara nær línunni, af því það vantar bara alla rómantík í þennan mann.“ „Þetta var alveg hræðilegt!“ Í þættinum segir Metta skemmtilega sögu af því þegar hún bauð Áka upp á hafragraut morguninn eftir að þau fóru heim saman eftir B5 kvöldið örlagaríka. „Í dag þekki ég hann það vel að hann byrjar alla morgna á því að fá sér kaffi og hann er ekki mikill morgunverðargaur,“ en Metta gaf honum hins vegar kúffulla skál. „Ég var bara að þvinga þetta ofan í mig þarna skelþunnur. Þetta var það síðasta sem mig langaði í,“ segir Áki. Þá segja þau einnig frá óheppilegu atviki sem Metta lenti í eitt sinn þegar þau voru á leið til Akureyrar. „Það hringir einhver í Mettu og Metta fer þvílíkt hjá sér og þetta var mjög skrítið símtal. Þá var sem sagt kona frá Kópavogsbæ að hringja í Mettu til að láta hana vita af því að hún fann ekki neinar upplýsingar um fötlunina hennar.“ Metta hafði ætlað sér að sækja um barnabætur en óvart fyllt út umsókn fyrir styrk vegna fötlunar. „Þetta var alveg hræðilegt,“ segir Metta. Í þættinum segja segja þau ýmsar skemmtilegar sögur. Hlustendur fá meðal annars að heyra af því þegar Áki þurfti að sækja Mettu þegar þau voru nýbyrjuð að deita, eftir að það hafði liðið yfir hana. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Mettu og Áka í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Matur Tengdar fréttir Endaði með matareitrun á bifvélaverkstæði í Queens Hermann kom auga á Alexöndru þegar hún fór að vinna í sömu byggingu og hann. Hún var fallegasta manneskja sem hann hafði nokkurn tímann augum litið og því gerði hann sér upp ýmsar afsakanir til þess að heimsækja verslunina sem hún var að vinna í. Þegar hann ákvað loks að taka af skarið og hringja í hana, var Alexandra viss um að um símaat væri að ræða. 17. nóvember 2021 12:50 Saman í fimmtán ár og hafa aldrei rifist Þau Birkir Már og Stebba kynntust í íþróttafræðinámi á Laugarvatni. Stebbu leist hins vegar ekki á blikuna í fyrstu þegar Birkir gerði henni ljóst hvaða tilfinningar hann bæri til hennar. Hún var tveggja barna móðir og hann þremur árum yngri. Þau smullu þó fljótlega saman og voru flutt inn saman nokkrum mánuðum síðar. 10. nóvember 2021 14:31 Voru ennþá með útivistartíma þegar þau byrjuðu saman Elísabet og Gunnar kynntust í grunnskóla. Þau voru sætisfélagar í ensku og þurfti kennarinn stöðugt að hafa afskipti af þeim þar sem þau gátu ekki hætt að tala saman. Í 10. bekk varð vinskapurinn loks að ástarsambandi en það hafði tekið þau langan tíma að viðurkenna að þau væru kærustupar. Í dag eiga þau tvö börn saman og eru að hreiðra um sig á Íslandi eftir að hafa verið á faraldsfæti síðustu 12 ár. 3. nóvember 2021 16:14 Ætti að vera bannað að skilja á meðan börnin eru lítil Þau Hjálmar Örn og Ljósa hittust fyrst á tvöföldu stefnumóti sem skólasystir Ljósu plataði hana á. Eftir stefnumótið sagðist Hjálmar gjarnan vilja hitta Ljósu aftur en tilkynnti henni þó að hann ætti stefnumót við aðra dömu daginn eftir. Ljósa var því óviss hvort hún myndi nokkurn tíman heyra frá Hjálmari aftur. Hann var hins vegar fljótur að átta sig á því að hann vildi kynnast Ljósu betur. 27. október 2021 13:30 Voru nálægt hjónaskilnaði eftir tangónámskeið Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður kynntust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsi en voru þá bæði í sambandi og byrjuðu því ekki að deita fyrr en síðar. 22. október 2021 07:00 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Sjá meira
Endaði með matareitrun á bifvélaverkstæði í Queens Hermann kom auga á Alexöndru þegar hún fór að vinna í sömu byggingu og hann. Hún var fallegasta manneskja sem hann hafði nokkurn tímann augum litið og því gerði hann sér upp ýmsar afsakanir til þess að heimsækja verslunina sem hún var að vinna í. Þegar hann ákvað loks að taka af skarið og hringja í hana, var Alexandra viss um að um símaat væri að ræða. 17. nóvember 2021 12:50
Saman í fimmtán ár og hafa aldrei rifist Þau Birkir Már og Stebba kynntust í íþróttafræðinámi á Laugarvatni. Stebbu leist hins vegar ekki á blikuna í fyrstu þegar Birkir gerði henni ljóst hvaða tilfinningar hann bæri til hennar. Hún var tveggja barna móðir og hann þremur árum yngri. Þau smullu þó fljótlega saman og voru flutt inn saman nokkrum mánuðum síðar. 10. nóvember 2021 14:31
Voru ennþá með útivistartíma þegar þau byrjuðu saman Elísabet og Gunnar kynntust í grunnskóla. Þau voru sætisfélagar í ensku og þurfti kennarinn stöðugt að hafa afskipti af þeim þar sem þau gátu ekki hætt að tala saman. Í 10. bekk varð vinskapurinn loks að ástarsambandi en það hafði tekið þau langan tíma að viðurkenna að þau væru kærustupar. Í dag eiga þau tvö börn saman og eru að hreiðra um sig á Íslandi eftir að hafa verið á faraldsfæti síðustu 12 ár. 3. nóvember 2021 16:14
Ætti að vera bannað að skilja á meðan börnin eru lítil Þau Hjálmar Örn og Ljósa hittust fyrst á tvöföldu stefnumóti sem skólasystir Ljósu plataði hana á. Eftir stefnumótið sagðist Hjálmar gjarnan vilja hitta Ljósu aftur en tilkynnti henni þó að hann ætti stefnumót við aðra dömu daginn eftir. Ljósa var því óviss hvort hún myndi nokkurn tíman heyra frá Hjálmari aftur. Hann var hins vegar fljótur að átta sig á því að hann vildi kynnast Ljósu betur. 27. október 2021 13:30
Voru nálægt hjónaskilnaði eftir tangónámskeið Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona og Reynir Lyngdal kvikmyndagerðarmaður kynntust fyrst þegar þau unnu saman á kaffihúsi en voru þá bæði í sambandi og byrjuðu því ekki að deita fyrr en síðar. 22. október 2021 07:00