„Sakavottorðið fór ekki rétta leið“ Atli Arason skrifar 24. nóvember 2021 21:28 Ívar Ásgrímsson saknar bestu leikmanna sinna. VÍSIR/DANÍEL Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var alls ekki sáttur eftir tap liðsins á útivelli gegn Grindavík í kvöld. Breiðablik er núna búið að tapa fjórum leikjum í röð og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Ívar segist sakna þess mjög að geta ekki notað tvo bestu leikmenn sína. „Auðvitað er þetta ekki gott hjá okkur. Við erum bunar að vera að tapa og tapa en við erum aldrei með fullt lið. Okkur vantar lykil manneskjur í liðið og við verðum að fara að fá þær inn. Isabella er byrjuð að æfa og vonandi ganga leyfin upp fyrir kanann okkar þannig að við getum stillt upp fullu liði fyrir næsta leik, það væri þá fyrsti leikurinn i vetur þar sem við erum með fullt lið. Við höfum ekki enn þá náð að stilla upp fullu liði og við erum að tala um tvo bestu leikmenn okkar. Við erum að spila leik eftir leik án þeirra og það er bara erfitt og það er farið að sitja í. Vonandi er ljós í enda ganganna núna og við getum farið að nota þessa leikmenn því við erum ekki að tala um neina miðlungsleikmenn, við erum að tala um mjög góða leikmenn og þetta kostar,“ sagði Ívar í viðtali við Vísi. Breiðablik samdi við Micaela Kelly á dögunum en Kelly var valin í annari umferð nýliðavals WNBA í vor en komst ekki í lokahóp Connecticut Sun fyrir tímabilið. Kelly hefur þó ekkert spilað með Breiðablik vegna vandræða að koma sakavottorði hennar á réttan stað hjá Útlendingastofnun svo hún fái atvinnuleyfi. „Hún átti að sjá um sakavottorðið og við gáfum henni leiðbeiningar en hún gerði smá mistök og sakavottorðið fór ekki rétta leið. Við erum samt búin að fara varaleið og erum búin að sækja um sakavottorðið á nýjan leik og vonandi ætti það að koma fyrir föstudaginn. Það eru öll gögn komin inn hjá Útlendingastofnun en sú stofnun getur ekki klárað þessa umsókn fyrr en þau fá öll bréf frá okkur og þar strandar þetta, þetta strandar ekki á Útlendingastofnun heldur okkur,“ svaraði Ívar aðspurður út í stöðuna á Kelly. „Um leið og við fáum Kana þá er þetta orðið allt annað lið hjá okkur. Við erum með mjög góðan útlending sem bara situr bara á bekknum hjá okkur. Hún er búin að vera frábær á æfingum og við vitum að við erum með góðan leikmann og það er djöfullegt að láta hana sitja á bekknum. Vonandi eru bjartari tímar fram undan í Kópavogi.“ Isabella Ósk Sigurðardóttir er hinn leikmaðurinn sem Ívar vitnar í. Hún hefur einungis spilað einn leik með Breiðablik á tímabilinu en hún hefur verið mikið frá vegna meiðsla. Ívar vonast til þess að geta notað hana í næsta leik. „Hún lítur ágætlega út og hefur litið ágætlega út á æfingum. Við höfum bara ekki viljað flýta henni á gólfið strax. Við viljum að hún komist í smá gír áður en að við spilum henni. Vonandi nær hún að æfa vel núna og koma sér aðeins í gírinn. Vonandi náum við að nota hana á miðvikudaginn að einhverju leyti. Hún er ekki að fara að koma aftur og spila 30 mínútur, það er alveg ljóst en vonandi getum við notað hana í kannski 15 mínútur í næsta leik. Við þurfum að sjá hvernig hún verður á næstu æfingum og hvernig hún verður eftir æfingar, hvort hún finni eitthvað til eða ekki. Svo þurfum við bara að meta það. Við ætlum ekki að stressa okkur og við þurfum að hugsa um hag hennar,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
„Auðvitað er þetta ekki gott hjá okkur. Við erum bunar að vera að tapa og tapa en við erum aldrei með fullt lið. Okkur vantar lykil manneskjur í liðið og við verðum að fara að fá þær inn. Isabella er byrjuð að æfa og vonandi ganga leyfin upp fyrir kanann okkar þannig að við getum stillt upp fullu liði fyrir næsta leik, það væri þá fyrsti leikurinn i vetur þar sem við erum með fullt lið. Við höfum ekki enn þá náð að stilla upp fullu liði og við erum að tala um tvo bestu leikmenn okkar. Við erum að spila leik eftir leik án þeirra og það er bara erfitt og það er farið að sitja í. Vonandi er ljós í enda ganganna núna og við getum farið að nota þessa leikmenn því við erum ekki að tala um neina miðlungsleikmenn, við erum að tala um mjög góða leikmenn og þetta kostar,“ sagði Ívar í viðtali við Vísi. Breiðablik samdi við Micaela Kelly á dögunum en Kelly var valin í annari umferð nýliðavals WNBA í vor en komst ekki í lokahóp Connecticut Sun fyrir tímabilið. Kelly hefur þó ekkert spilað með Breiðablik vegna vandræða að koma sakavottorði hennar á réttan stað hjá Útlendingastofnun svo hún fái atvinnuleyfi. „Hún átti að sjá um sakavottorðið og við gáfum henni leiðbeiningar en hún gerði smá mistök og sakavottorðið fór ekki rétta leið. Við erum samt búin að fara varaleið og erum búin að sækja um sakavottorðið á nýjan leik og vonandi ætti það að koma fyrir föstudaginn. Það eru öll gögn komin inn hjá Útlendingastofnun en sú stofnun getur ekki klárað þessa umsókn fyrr en þau fá öll bréf frá okkur og þar strandar þetta, þetta strandar ekki á Útlendingastofnun heldur okkur,“ svaraði Ívar aðspurður út í stöðuna á Kelly. „Um leið og við fáum Kana þá er þetta orðið allt annað lið hjá okkur. Við erum með mjög góðan útlending sem bara situr bara á bekknum hjá okkur. Hún er búin að vera frábær á æfingum og við vitum að við erum með góðan leikmann og það er djöfullegt að láta hana sitja á bekknum. Vonandi eru bjartari tímar fram undan í Kópavogi.“ Isabella Ósk Sigurðardóttir er hinn leikmaðurinn sem Ívar vitnar í. Hún hefur einungis spilað einn leik með Breiðablik á tímabilinu en hún hefur verið mikið frá vegna meiðsla. Ívar vonast til þess að geta notað hana í næsta leik. „Hún lítur ágætlega út og hefur litið ágætlega út á æfingum. Við höfum bara ekki viljað flýta henni á gólfið strax. Við viljum að hún komist í smá gír áður en að við spilum henni. Vonandi nær hún að æfa vel núna og koma sér aðeins í gírinn. Vonandi náum við að nota hana á miðvikudaginn að einhverju leyti. Hún er ekki að fara að koma aftur og spila 30 mínútur, það er alveg ljóst en vonandi getum við notað hana í kannski 15 mínútur í næsta leik. Við þurfum að sjá hvernig hún verður á næstu æfingum og hvernig hún verður eftir æfingar, hvort hún finni eitthvað til eða ekki. Svo þurfum við bara að meta það. Við ætlum ekki að stressa okkur og við þurfum að hugsa um hag hennar,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks.
Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti