„Sakavottorðið fór ekki rétta leið“ Atli Arason skrifar 24. nóvember 2021 21:28 Ívar Ásgrímsson saknar bestu leikmanna sinna. VÍSIR/DANÍEL Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var alls ekki sáttur eftir tap liðsins á útivelli gegn Grindavík í kvöld. Breiðablik er núna búið að tapa fjórum leikjum í röð og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Ívar segist sakna þess mjög að geta ekki notað tvo bestu leikmenn sína. „Auðvitað er þetta ekki gott hjá okkur. Við erum bunar að vera að tapa og tapa en við erum aldrei með fullt lið. Okkur vantar lykil manneskjur í liðið og við verðum að fara að fá þær inn. Isabella er byrjuð að æfa og vonandi ganga leyfin upp fyrir kanann okkar þannig að við getum stillt upp fullu liði fyrir næsta leik, það væri þá fyrsti leikurinn i vetur þar sem við erum með fullt lið. Við höfum ekki enn þá náð að stilla upp fullu liði og við erum að tala um tvo bestu leikmenn okkar. Við erum að spila leik eftir leik án þeirra og það er bara erfitt og það er farið að sitja í. Vonandi er ljós í enda ganganna núna og við getum farið að nota þessa leikmenn því við erum ekki að tala um neina miðlungsleikmenn, við erum að tala um mjög góða leikmenn og þetta kostar,“ sagði Ívar í viðtali við Vísi. Breiðablik samdi við Micaela Kelly á dögunum en Kelly var valin í annari umferð nýliðavals WNBA í vor en komst ekki í lokahóp Connecticut Sun fyrir tímabilið. Kelly hefur þó ekkert spilað með Breiðablik vegna vandræða að koma sakavottorði hennar á réttan stað hjá Útlendingastofnun svo hún fái atvinnuleyfi. „Hún átti að sjá um sakavottorðið og við gáfum henni leiðbeiningar en hún gerði smá mistök og sakavottorðið fór ekki rétta leið. Við erum samt búin að fara varaleið og erum búin að sækja um sakavottorðið á nýjan leik og vonandi ætti það að koma fyrir föstudaginn. Það eru öll gögn komin inn hjá Útlendingastofnun en sú stofnun getur ekki klárað þessa umsókn fyrr en þau fá öll bréf frá okkur og þar strandar þetta, þetta strandar ekki á Útlendingastofnun heldur okkur,“ svaraði Ívar aðspurður út í stöðuna á Kelly. „Um leið og við fáum Kana þá er þetta orðið allt annað lið hjá okkur. Við erum með mjög góðan útlending sem bara situr bara á bekknum hjá okkur. Hún er búin að vera frábær á æfingum og við vitum að við erum með góðan leikmann og það er djöfullegt að láta hana sitja á bekknum. Vonandi eru bjartari tímar fram undan í Kópavogi.“ Isabella Ósk Sigurðardóttir er hinn leikmaðurinn sem Ívar vitnar í. Hún hefur einungis spilað einn leik með Breiðablik á tímabilinu en hún hefur verið mikið frá vegna meiðsla. Ívar vonast til þess að geta notað hana í næsta leik. „Hún lítur ágætlega út og hefur litið ágætlega út á æfingum. Við höfum bara ekki viljað flýta henni á gólfið strax. Við viljum að hún komist í smá gír áður en að við spilum henni. Vonandi nær hún að æfa vel núna og koma sér aðeins í gírinn. Vonandi náum við að nota hana á miðvikudaginn að einhverju leyti. Hún er ekki að fara að koma aftur og spila 30 mínútur, það er alveg ljóst en vonandi getum við notað hana í kannski 15 mínútur í næsta leik. Við þurfum að sjá hvernig hún verður á næstu æfingum og hvernig hún verður eftir æfingar, hvort hún finni eitthvað til eða ekki. Svo þurfum við bara að meta það. Við ætlum ekki að stressa okkur og við þurfum að hugsa um hag hennar,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
„Auðvitað er þetta ekki gott hjá okkur. Við erum bunar að vera að tapa og tapa en við erum aldrei með fullt lið. Okkur vantar lykil manneskjur í liðið og við verðum að fara að fá þær inn. Isabella er byrjuð að æfa og vonandi ganga leyfin upp fyrir kanann okkar þannig að við getum stillt upp fullu liði fyrir næsta leik, það væri þá fyrsti leikurinn i vetur þar sem við erum með fullt lið. Við höfum ekki enn þá náð að stilla upp fullu liði og við erum að tala um tvo bestu leikmenn okkar. Við erum að spila leik eftir leik án þeirra og það er bara erfitt og það er farið að sitja í. Vonandi er ljós í enda ganganna núna og við getum farið að nota þessa leikmenn því við erum ekki að tala um neina miðlungsleikmenn, við erum að tala um mjög góða leikmenn og þetta kostar,“ sagði Ívar í viðtali við Vísi. Breiðablik samdi við Micaela Kelly á dögunum en Kelly var valin í annari umferð nýliðavals WNBA í vor en komst ekki í lokahóp Connecticut Sun fyrir tímabilið. Kelly hefur þó ekkert spilað með Breiðablik vegna vandræða að koma sakavottorði hennar á réttan stað hjá Útlendingastofnun svo hún fái atvinnuleyfi. „Hún átti að sjá um sakavottorðið og við gáfum henni leiðbeiningar en hún gerði smá mistök og sakavottorðið fór ekki rétta leið. Við erum samt búin að fara varaleið og erum búin að sækja um sakavottorðið á nýjan leik og vonandi ætti það að koma fyrir föstudaginn. Það eru öll gögn komin inn hjá Útlendingastofnun en sú stofnun getur ekki klárað þessa umsókn fyrr en þau fá öll bréf frá okkur og þar strandar þetta, þetta strandar ekki á Útlendingastofnun heldur okkur,“ svaraði Ívar aðspurður út í stöðuna á Kelly. „Um leið og við fáum Kana þá er þetta orðið allt annað lið hjá okkur. Við erum með mjög góðan útlending sem bara situr bara á bekknum hjá okkur. Hún er búin að vera frábær á æfingum og við vitum að við erum með góðan leikmann og það er djöfullegt að láta hana sitja á bekknum. Vonandi eru bjartari tímar fram undan í Kópavogi.“ Isabella Ósk Sigurðardóttir er hinn leikmaðurinn sem Ívar vitnar í. Hún hefur einungis spilað einn leik með Breiðablik á tímabilinu en hún hefur verið mikið frá vegna meiðsla. Ívar vonast til þess að geta notað hana í næsta leik. „Hún lítur ágætlega út og hefur litið ágætlega út á æfingum. Við höfum bara ekki viljað flýta henni á gólfið strax. Við viljum að hún komist í smá gír áður en að við spilum henni. Vonandi nær hún að æfa vel núna og koma sér aðeins í gírinn. Vonandi náum við að nota hana á miðvikudaginn að einhverju leyti. Hún er ekki að fara að koma aftur og spila 30 mínútur, það er alveg ljóst en vonandi getum við notað hana í kannski 15 mínútur í næsta leik. Við þurfum að sjá hvernig hún verður á næstu æfingum og hvernig hún verður eftir æfingar, hvort hún finni eitthvað til eða ekki. Svo þurfum við bara að meta það. Við ætlum ekki að stressa okkur og við þurfum að hugsa um hag hennar,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks.
Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira