Covid bjargaði mér út úr ofbeldissambandi Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2021 11:31 Helgi komst út úr margra ára ofbeldissambandi. vísir/helgi ómars Helgi Ómarsson er ljósmyndari, fyrirsæta, stýrir hlaðvarpi, skrifar pistla á Trendnet og margt fleira. Helgi er gestur vikunnar í Einkalífinu. Fyrir nokkrum vikum opnaði hann sig um andlegt ofbeldissamband sem hann var í í nokkur ár með sínum fyrrverandi manni í Danmörku. Hann segir að það hafi tekið á að vinna sig út úr þeim aðstæðum og leið honum oft eins og fanga í sambandinu. „Hann vildi að ég yrði reiður og hann vildi að ég myndi æsa mig. Ég er mjög rólegur gaur og það leiðinlegasta sem ég geri er að rífast. Þetta varð hægt og rólega rosalega mikið áreiti en öll þessi ár var ég rosalega blindur,“ segir Helgi sem komst út úr sambandinu og má í raun þakka Covid fyrir það. „Ég fann að ég var lokaður inni í landi og tilhugsunin að eitthvað kæmi fyrir var hræðileg og mér leið náttúrulega alls ekki vel í Köben. Ég fattaði þarna að þetta væri leiðin mín út. Ég hafði reynt oft áður en um leið og hann fann lyktina af því að ég væri að efast eitthvað komu gjafir, ást, kynlíf og ég bara vá hann er kominn aftur. En þarna var þetta orðið mjög alvarlegt og þarna mátti ég ekki vinna þar sem ég var í vinnu þar sem við vorum send heim. Í þessum aðstæðum er allt nýtt gegn þér sem ástæða til að beita ofbeldi.“ Klippa: Einkalífið - Helgi Ómarsson Helgi segist þarna hafa verið kominn með mikla andlega og líkamlega kvilla. „Ég er þarna bara orðinn veikur. Ég var alltaf lasinn, ég var búinn að fitna og orðinn lélegur í líkamanum og algjörlega búinn á því. Þetta er afleiðing ofbeldis og ég kominn með mikla félagsfælni þarna. Skömmin var orðin mikil en skömmin getur ekki lifað af ef maður talar um þetta og þess vegna sit ég hérna á móti þér og tala um þetta. Ég segist þarna ætla fara til mömmu og pabba og reyna vinna eitthvað heima og segist ætla koma aftur heim eftir mánuð. Ég bóka einn miða og þegar ég kem heim leið mér eins og ég væri að koma úr fangelsi. Það var annaðhvort að fara til baka og deyja einhvern veginn, ekki í alvörunni en það mun eitthvað deyja. Þetta tókst,“ segir Helgi sem varð að skilja allt eftir í Danmörku og meðal annars hundinn sinn sem honum þykir gríðarlega vænt um. Í þættinum talar Helgi einnig um þættina Falleg íslensk heimili, ljósmyndun, Trendnet og upphafi af þeirri síðu, hlaðvarpið hans og margt fleira. Einkalífið Heimilisofbeldi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum opnaði hann sig um andlegt ofbeldissamband sem hann var í í nokkur ár með sínum fyrrverandi manni í Danmörku. Hann segir að það hafi tekið á að vinna sig út úr þeim aðstæðum og leið honum oft eins og fanga í sambandinu. „Hann vildi að ég yrði reiður og hann vildi að ég myndi æsa mig. Ég er mjög rólegur gaur og það leiðinlegasta sem ég geri er að rífast. Þetta varð hægt og rólega rosalega mikið áreiti en öll þessi ár var ég rosalega blindur,“ segir Helgi sem komst út úr sambandinu og má í raun þakka Covid fyrir það. „Ég fann að ég var lokaður inni í landi og tilhugsunin að eitthvað kæmi fyrir var hræðileg og mér leið náttúrulega alls ekki vel í Köben. Ég fattaði þarna að þetta væri leiðin mín út. Ég hafði reynt oft áður en um leið og hann fann lyktina af því að ég væri að efast eitthvað komu gjafir, ást, kynlíf og ég bara vá hann er kominn aftur. En þarna var þetta orðið mjög alvarlegt og þarna mátti ég ekki vinna þar sem ég var í vinnu þar sem við vorum send heim. Í þessum aðstæðum er allt nýtt gegn þér sem ástæða til að beita ofbeldi.“ Klippa: Einkalífið - Helgi Ómarsson Helgi segist þarna hafa verið kominn með mikla andlega og líkamlega kvilla. „Ég er þarna bara orðinn veikur. Ég var alltaf lasinn, ég var búinn að fitna og orðinn lélegur í líkamanum og algjörlega búinn á því. Þetta er afleiðing ofbeldis og ég kominn með mikla félagsfælni þarna. Skömmin var orðin mikil en skömmin getur ekki lifað af ef maður talar um þetta og þess vegna sit ég hérna á móti þér og tala um þetta. Ég segist þarna ætla fara til mömmu og pabba og reyna vinna eitthvað heima og segist ætla koma aftur heim eftir mánuð. Ég bóka einn miða og þegar ég kem heim leið mér eins og ég væri að koma úr fangelsi. Það var annaðhvort að fara til baka og deyja einhvern veginn, ekki í alvörunni en það mun eitthvað deyja. Þetta tókst,“ segir Helgi sem varð að skilja allt eftir í Danmörku og meðal annars hundinn sinn sem honum þykir gríðarlega vænt um. Í þættinum talar Helgi einnig um þættina Falleg íslensk heimili, ljósmyndun, Trendnet og upphafi af þeirri síðu, hlaðvarpið hans og margt fleira.
Einkalífið Heimilisofbeldi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira