Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Grótta 32-23 | Selfyssingar sigruðu í frestuðum leik Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 22:00 Grótta - ÍR Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Selfyssingar tóku á móti Gróttu í frestuðum leik frá 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Jafnræði með liðunum til að byrja með. Selfyssingar tóku svo forskotið og létu það ekki af hendi. Lokatölur 32-23. Jafnræði var með liðunum á fyrstu 10 mínútum leiksins. Þegar stundarfjórðungur var liðin slökknaði á sóknarleik Gróttu, staðan þá 6-6. Gríðarlega sterk vörn Selfyssinga þvingaði Gróttumenn að taka skotin langt fyrir utan og skoraði Grótta ekki í góðar 7 mínútur. Arnar Daði, þjálfari Gróttu tekur leikhlé í stöðunni 10-6 og reyndi eftir bestu getu að stappa stálinu í sína menn. Það gekk ekki betur en að Grótta missti boltann strax frá sér, við litla kátínu Arnars. Gróttumenn fóru að ranka við sér þegar um 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá fór sóknarleikur þeirra að batna og þeir að koma sér í töluvert betri færi og voru ekki jafn þvingaðir í skot fyrir utan teig. Selfyssingar héldu hinsvegar forskotinu og pössuðu að hleypa þeim ekki alltof mikið inn í leikinn. Staðan þegar liðin gengu til klefanna, 16-12. Selfyssingar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og hleyptu Gróttu ekki inn í leikinn. Eftir stundarfjórðung var staðan 22-15. Gróttumenn sáu ekki til sólar það sem eftir lifði leiks og unnu Selfyssingar öruggan 9 marka sigur, 32-23. Afhverju vann Selfoss? Selfyssingar voru bara töluvert ákveðnari í leiknum. Í fyrri hálfleik var varnarleikurinn gríðarlega sterkur og þvinguðu þeir Gróttumenn að taka skotin fyrir utan og úr erfiðum færum. Vilimus Rasimas var góður í markinu og alveg í takt við varnarleikinn. Sóknarleikurinn var einnig góður á móti dræmri markvörslu Gróttu. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Hólmar Helgason fór á kostum í fyrri hálfleik í liði Selfyssinga með 6 mörk og endaði markahæstur, 7 mörk í heildina. Ragnar Jóhannsson kom sterkur inn í seinni hálfleik með 5 mörk. Vilius Rasimas var geggjaður í marki Selfyssinga með 14 bolta varða, 41% markvörslu. Andri Þór Helgason var atkvæðamestur hjá Gróttu með 7 mörk, aðrir með minna. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Gróttu átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og ekki batnaði það í þeim seinni. Þeir fengu litla sem enga markvörslu og varnarleikurinn í takt við það. Hvað gerist næst? Í næstu umferð sem fer fram 28. nóvember tekur Grótta á móti ÍBV kl 15:30. Sama dag fá Selfyssingar KA í heimsókn kl 17:00 Arnar Daði Arnarsson: Ég veit ekki hvaða lýsingarorð ég get notað sem eru nógu klisjukennd Arnar Daði Arnarsson, þjálfari GróttuVísir: Vilhelm „Ég veit ekki hvaða lýsingarorð ég get notað sem eru nógu klisjukennd. Ekki okkar dagur, mættum ekki til leiks, andlaust, hræddir. Við bara hittum ekki á okkar dag, alltof margir leikmenn og við erum ekki nægilega góðir til að uppskera eitthvað þegar að okkar lykilmenn ekki á sýnum degi. Ég held að það sé bara eðlilega lýsing, ég veit ekki hvort þú sért ánægð með þetta svar,“ sagði Arnar Daði, þjálfari Gróttu eftir 9 marka tap á móti Selfossi. „Ég sagði við strákana í hálfleik mér fannst eins og þeir væru að bíða eftir að leikurinn væri búinn og þeir væru að vonast eftir því að tapa ekki með 14 mörkum. En við endum með að tapa með 9 mörkum. Ég held að strákarnir hafi ekki áttað sig á að við vorum einungis bara fjórum mörkum undir í hálfleik þrátt fyrir ekkert spes frammistöðu í fyrri hálfleik. Það var bara eins og strákarnir hefðu ekki trú.“ Þessi vika hefur verið erfið fyrir Gróttu, Einar Baldvin var í sóttkví og menn að glíma við smávægileg meiðsli. „Þetta er búinn að vera töff vika, Einar Baldvin lendir í sóttkví bara mínútu eftir að við vinnum Víking á sunnudaginn. Við erum að hitta hann í fyrsta skipti bara klukkutíma fyrir leik. Svo fleiri skakkaföll fyrir, síðan eru menn meiddir og eru að reyna tjasla sér saman fyrir þennan leik. Við höfum ekkert efni á því. Við þurfum helvíti góðan undirbúning fyrir hvern leik. Ég var að vona að við hefðum sýnt smá þroska í vetur og sýnt að við séum búnir að bæta okkur aðeins frá síðasta tímabili.“ Arnar Daði spilaði á köflum í leiknum 7 á 6 og fékk nokkur mörk þvert yfir völlinn. Aðspurður hvort það hafi borgað sig sagði Arnar Daði þetta: „Það borgar sig alltaf að prófa eitthvað nýtt, annars þroskast maður ekki og lærir af mistökum. Eins og þú sér við unnum ekki leikinn á því að fara í 7 á 6 en við töpuðum honum heldur ekki á 7 á 6. Þetta leit ekkert voðalega vel út. Menn voru bara ekki á sínum degi hvorki 6 á 6 eða 7 á 6.“ Næsti leikur er á móti ÍBV og ætlar Arnar Daði að heyra í sínum mönnum og hvað þeir vilja gera fyrir næsta leik. „Það er góð spurning, ég ætla fara inn í klefa og spyrja aðeins hvað þeir vilja gera. Ég get ekki ætlast endalaust af þessum strákum. Þeir verða líka að segja mér hvað þeir vilja gera, það verður bara spennandi að sjá.“ Olís-deild karla UMF Selfoss Grótta Tengdar fréttir Halldór Jóhann: Það eru ekki mörg lið sem vinna Gróttu með níu mörkum Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur með 9 marka sigur á Gróttu í frestuðum leik Olís-deildar karla. Selfyssingar voru með forskotið nánast allan leikinn og sigruðu örugglega, 32-23. 25. nóvember 2021 21:20
Selfyssingar tóku á móti Gróttu í frestuðum leik frá 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Jafnræði með liðunum til að byrja með. Selfyssingar tóku svo forskotið og létu það ekki af hendi. Lokatölur 32-23. Jafnræði var með liðunum á fyrstu 10 mínútum leiksins. Þegar stundarfjórðungur var liðin slökknaði á sóknarleik Gróttu, staðan þá 6-6. Gríðarlega sterk vörn Selfyssinga þvingaði Gróttumenn að taka skotin langt fyrir utan og skoraði Grótta ekki í góðar 7 mínútur. Arnar Daði, þjálfari Gróttu tekur leikhlé í stöðunni 10-6 og reyndi eftir bestu getu að stappa stálinu í sína menn. Það gekk ekki betur en að Grótta missti boltann strax frá sér, við litla kátínu Arnars. Gróttumenn fóru að ranka við sér þegar um 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá fór sóknarleikur þeirra að batna og þeir að koma sér í töluvert betri færi og voru ekki jafn þvingaðir í skot fyrir utan teig. Selfyssingar héldu hinsvegar forskotinu og pössuðu að hleypa þeim ekki alltof mikið inn í leikinn. Staðan þegar liðin gengu til klefanna, 16-12. Selfyssingar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og hleyptu Gróttu ekki inn í leikinn. Eftir stundarfjórðung var staðan 22-15. Gróttumenn sáu ekki til sólar það sem eftir lifði leiks og unnu Selfyssingar öruggan 9 marka sigur, 32-23. Afhverju vann Selfoss? Selfyssingar voru bara töluvert ákveðnari í leiknum. Í fyrri hálfleik var varnarleikurinn gríðarlega sterkur og þvinguðu þeir Gróttumenn að taka skotin fyrir utan og úr erfiðum færum. Vilimus Rasimas var góður í markinu og alveg í takt við varnarleikinn. Sóknarleikurinn var einnig góður á móti dræmri markvörslu Gróttu. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Hólmar Helgason fór á kostum í fyrri hálfleik í liði Selfyssinga með 6 mörk og endaði markahæstur, 7 mörk í heildina. Ragnar Jóhannsson kom sterkur inn í seinni hálfleik með 5 mörk. Vilius Rasimas var geggjaður í marki Selfyssinga með 14 bolta varða, 41% markvörslu. Andri Þór Helgason var atkvæðamestur hjá Gróttu með 7 mörk, aðrir með minna. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Gróttu átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og ekki batnaði það í þeim seinni. Þeir fengu litla sem enga markvörslu og varnarleikurinn í takt við það. Hvað gerist næst? Í næstu umferð sem fer fram 28. nóvember tekur Grótta á móti ÍBV kl 15:30. Sama dag fá Selfyssingar KA í heimsókn kl 17:00 Arnar Daði Arnarsson: Ég veit ekki hvaða lýsingarorð ég get notað sem eru nógu klisjukennd Arnar Daði Arnarsson, þjálfari GróttuVísir: Vilhelm „Ég veit ekki hvaða lýsingarorð ég get notað sem eru nógu klisjukennd. Ekki okkar dagur, mættum ekki til leiks, andlaust, hræddir. Við bara hittum ekki á okkar dag, alltof margir leikmenn og við erum ekki nægilega góðir til að uppskera eitthvað þegar að okkar lykilmenn ekki á sýnum degi. Ég held að það sé bara eðlilega lýsing, ég veit ekki hvort þú sért ánægð með þetta svar,“ sagði Arnar Daði, þjálfari Gróttu eftir 9 marka tap á móti Selfossi. „Ég sagði við strákana í hálfleik mér fannst eins og þeir væru að bíða eftir að leikurinn væri búinn og þeir væru að vonast eftir því að tapa ekki með 14 mörkum. En við endum með að tapa með 9 mörkum. Ég held að strákarnir hafi ekki áttað sig á að við vorum einungis bara fjórum mörkum undir í hálfleik þrátt fyrir ekkert spes frammistöðu í fyrri hálfleik. Það var bara eins og strákarnir hefðu ekki trú.“ Þessi vika hefur verið erfið fyrir Gróttu, Einar Baldvin var í sóttkví og menn að glíma við smávægileg meiðsli. „Þetta er búinn að vera töff vika, Einar Baldvin lendir í sóttkví bara mínútu eftir að við vinnum Víking á sunnudaginn. Við erum að hitta hann í fyrsta skipti bara klukkutíma fyrir leik. Svo fleiri skakkaföll fyrir, síðan eru menn meiddir og eru að reyna tjasla sér saman fyrir þennan leik. Við höfum ekkert efni á því. Við þurfum helvíti góðan undirbúning fyrir hvern leik. Ég var að vona að við hefðum sýnt smá þroska í vetur og sýnt að við séum búnir að bæta okkur aðeins frá síðasta tímabili.“ Arnar Daði spilaði á köflum í leiknum 7 á 6 og fékk nokkur mörk þvert yfir völlinn. Aðspurður hvort það hafi borgað sig sagði Arnar Daði þetta: „Það borgar sig alltaf að prófa eitthvað nýtt, annars þroskast maður ekki og lærir af mistökum. Eins og þú sér við unnum ekki leikinn á því að fara í 7 á 6 en við töpuðum honum heldur ekki á 7 á 6. Þetta leit ekkert voðalega vel út. Menn voru bara ekki á sínum degi hvorki 6 á 6 eða 7 á 6.“ Næsti leikur er á móti ÍBV og ætlar Arnar Daði að heyra í sínum mönnum og hvað þeir vilja gera fyrir næsta leik. „Það er góð spurning, ég ætla fara inn í klefa og spyrja aðeins hvað þeir vilja gera. Ég get ekki ætlast endalaust af þessum strákum. Þeir verða líka að segja mér hvað þeir vilja gera, það verður bara spennandi að sjá.“
Olís-deild karla UMF Selfoss Grótta Tengdar fréttir Halldór Jóhann: Það eru ekki mörg lið sem vinna Gróttu með níu mörkum Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur með 9 marka sigur á Gróttu í frestuðum leik Olís-deildar karla. Selfyssingar voru með forskotið nánast allan leikinn og sigruðu örugglega, 32-23. 25. nóvember 2021 21:20
Halldór Jóhann: Það eru ekki mörg lið sem vinna Gróttu með níu mörkum Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur með 9 marka sigur á Gróttu í frestuðum leik Olís-deildar karla. Selfyssingar voru með forskotið nánast allan leikinn og sigruðu örugglega, 32-23. 25. nóvember 2021 21:20
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti