Viðskipti innlent

Hólm­grímur nýr for­maður Fé­lags lög­giltra endur­skoðenda

Atli Ísleifsson skrifar
Hólmgrímur Bjarnason.
Hólmgrímur Bjarnason. FLE

Hólmgrímur Bjarnason, endurskoðandi hjá Deloitte, var kjörinn nýr formaður Félags löggiltra endurskoðenda á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrr í mánuðinum.

Ný stjórn var kjörin á fundinum en Hlynur Sigurðsson hjá KPMG var þar kjörinn nýr varaformaður og þeir Sighvatur Halldórsson hjá PwC og Eymundur Sveinn Einarsson hjá Endurskoðun og ráðgjöf nýir meðstjórnendur. Ingunn H. Hauksdóttir hjá EY situr áfram í stjórn.

„Hólmgrímur fæddist 13. febrúar 1973, hann er sveitastrákur frá Svalbarði á Svalbarðsströnd en býr á Akureyri. Hann fékk löggildingu sem endurskoðandi 2002 og hefur starfað frá árinu 1998 hjá Deloitte. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem formaður félagsins hefur aðsetur á landsbyggðinni. Félagið býður hann velkominn til starfa um leið og Bryndísi Björk Guðjónsdóttur, fráfarandi formanni eru færðar þakkir fyrir gott framlag hennar til félagsins undanfarin ár.

Meginhlutverk félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna með því að koma á og viðhalda góðum tengslum við hagaðila og aðra sem snerta störf endurskoðenda hér á landi sem erlendis. FLE stuðlar einnig að faglegri þróun stéttarinnar, er vettvangur skoðanaskipta og býður upp á fjölbreytta viðburði og endurmenntun,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×