Innlent

Kona lést í umferðarslysi í Reykjavík í morgun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fullorðin kona lést í umferðarslysi í morgun eftir að ekið var á hana. 
Fullorðin kona lést í umferðarslysi í morgun eftir að ekið var á hana. 

Kona lést í umferðarslysi á gatnamótum Gnoðavogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 

Tilkynnt var í morgun að ekið hafi verið á gangandi vegfaranda við gatnamótin. Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 8:32. Konan var flutt á slysadeild stuttu eftir að viðbragðsaðilar komu á staðinn. 

Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögregla voru við störf á staðnum í nokkurn tíma og var meðal annars notast við dróna á vettvangi.

Engar frekari upplýsingar verða veittar að svo stöddu samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×