Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu viðhafði sérstakt Ofurskálareftirlit í nótt, í tengslum við leik Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles. Alls voru 195 stöðvaðir og tveir reyndust undir áhrifum. Innlent 10.2.2025 08:39
Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Móðir hafði samband við lögreglu vegna líkamsárásar á son hennar í Mjóddinni. Samkvæmt móðurinni voru þrír drengir sem réðust á son hennar með höggum í andlitið og reyndu að hafa af honum úlpuna sem hann var í en án árangurs. Innlent 9.2.2025 22:26
Sex í fangaklefa í nótt Sex gistu í fangageymslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglan sinnti 61 máli á tímabilinu 17 til fimm í nótt. Innlent 9.2.2025 07:16
Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. Innlent 6. febrúar 2025 09:51
Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Maður sem var boðaður í skýrslutöku eftir að lögreglan lýsti eftir einstaklingum við kynferðisbrotarannsókn á rétt á bótum frá ríkinu. Hann vildi fá 900 þúsund krónur, en fær 150 þúsund krónur. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Innlent 5. febrúar 2025 21:29
Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir manndráp af gáleysi, með því að hafa ekið vörubíl yfir hinn átta ára gamla Ibrahim Shah í október 2023. Honum er gert að greiða foreldrum Ibrahims alls átta milljónir króna í miskabætur. Rannsókn á slysinu bendir til þess að Ibrahim hafi sést í baksýnisspegli vörubílsins í rúma hálfa mínútu áður en hann varð undir bílnum. Innlent 4. febrúar 2025 14:32
Fær að dúsa inni í mánuð til Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði á vegum Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 3. mars næstkomandi. Innlent 4. febrúar 2025 10:59
Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Óvissustigi vegna ofanflóðahættu sem tók gildi á föstudagskvöld á Austfjörðum hefur nú verið aflétt. Innlent 4. febrúar 2025 07:31
Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu dómsmálaráðherra um að stöðugildum innan lögreglu verði fjölgað um fimmtíu og að fjölgunin komi til framkvæmda þegar á þessu ári. Innlent 3. febrúar 2025 16:15
Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Lögregla var með ölvunarpóst á Bústaðarvegi og voru þrír ökumenn handteknir þar grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Einn reyndi að flýja af vettvangi og ók á móti umferð en var stöðvaður eftir stutta eftirför. Innlent 2. febrúar 2025 09:15
Ógnaði fólki með barefli í bænum Tilkynnt var um mann sem átti að hafa ógnað fólki með barefli í bænum í dag. Lögregla hafði upp á manninum, sem hún kannaðist við frá fyrri afskiptum. Var hann hinn rólegasti og honum var komið heim til sín. Innlent 1. febrúar 2025 21:57
Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Fjöldi meintra stúta voru stoppaðir, þá var eitthvað um umferðarslys og svo var lögreglan bæði kölluð til vegna þakplötufoks og vatnsleka. Innlent 1. febrúar 2025 08:10
Um hundrað manns dvelja í Grindavík Hættustigi hefur verið lýst yfir á vegna vaxandi líkna á eldgosi. Um hundrað manns dvelja nú í Grindavík og er þar aukinn viðbúnaður. Innlent 31. janúar 2025 20:19
Handtökur vegna innbrots og skemmdarverka Þrír voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt í tengslum við rannsókn á innbroti og tveir vegna skemmdarverka. Einn handteknu réðist á lögreglumenn og fangavörð með hnefahöggum. Innlent 31. janúar 2025 06:15
Héraðsdómur vísar Kiðjabergsmáli frá dómi Héraðsdómur Suðurlands hefur vísað frá ákæru gegn manni um sérstaklega hættulega líkamsárás í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á síðasta ári. Fram kemur í frétt RÚV um málið að héraðsdómur hafi vísað málinu frá vegna þess að ákæran væri svo ónákvæm og að héraðssaksóknari hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 30. janúar 2025 21:33
Tilraun til stunguárásar í Hafnarfirði Karlmaður var handtekinn í Hafnarfirði í dag á milli 13 og 14 eftir að hann reyndi að stinga annan karlmann í bíl eftir að ökumaðurinn neitaði að gefa honum far. Innlent 30. janúar 2025 20:34
Umferð um brautina gangi hægt Reykjanesbraut hefur verið opnuð aftur eftir um tveggja tíma lokun. Lögreglustjóri segir umferð þó ganga hægt, enda aðstæður erfiðar. Gular viðvaranir eru í gildi víða, en appelsínugular taka gildi á morgun. Innlent 30. janúar 2025 12:11
Sleginn yfir því hversu margir setji sig í samband við börn daglega Sævar Þór Jónsson, lögmaður ungmennis sem er meðlimur úr eins konar tálbeituhóp, segir að lögreglan verði að taka gögn sem hópurinn hafi afhent lögreglu alvarlega. Innlent 30. janúar 2025 10:48
„Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Hundurinn sem réðst á konu á Akureyri fyrir tæpri viku síðan var af Rottweiler-tegund. Konan segir þetta eitt það skelfilegasta sem hún hefur lent í í viðtali við Vikublaðið á Akureyri og í viðtali við Akureyri.net. Innlent 29. janúar 2025 15:36
Leita vitna að árás hunds á konu Lögreglan á Norðurlandi eystra leitar vitna að árás hunds á konu á Akureyri á fimmtudag í síðustu viku. Konan var flutt særð á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar eftir árásina. Innlent 29. janúar 2025 14:25
Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Maður sem er grunaður um stunguárás í Grafarvogi í október síðastliðnum sagði við lögreglumenn, eftir að hann hafði verið handtekinn og verið var að flytja hann á lögreglustöð, að hann hafi verið að „verja sig gegn ranghugmyndum“. Innlent 29. janúar 2025 08:33
Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát karlmanns um fertugt en grunur leikur að dauða hans megi rekja til hættulegra falskvíðalyfja sem eru í umferð. Aðstoðaryfirlögregluþjón segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist og varar fólk við að taka þau. Innlent 28. janúar 2025 19:04
Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar dauðsfall þar sem grunur leikur á að inntaka á fölsuðum Xanax-pillum hafi leitt til andlátsins. Innlent 27. janúar 2025 20:21
Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Karlmaður segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við Héraðssaksóknara, sem hefur beint kæru mannsins á hendur Lögreglunni í Vestmannaeyjum til meðferðar hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. Innlent 27. janúar 2025 16:30