Hélt að hann gæti aldrei unnið í útvarpi ef hann kæmi út úr skápnum Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2021 12:31 Siggu Gunnars er í dag einn vinsælasti útvarpsmaður landsins. Í þættinum Framkoma á Stöð 2 í gærkvöldi fékk Fannar Sveinsson að fylgjast með þremur Íslendingum áður en þeir stigu á svið. Um var að ræða þau Sigurð Gunnarsson útvarpsmann, Álfheiði Erlu Guðmundsdóttir óperusöngkonu í Basel og Örn Árnason leikara. Í þættinum fór Siggi Gunnars yfir þann tíma þegar hann kom út úr skápnum 25 ára. „Talandi um það að ég sé svo oft fastur í hausnum á mér og býst alltaf við verstu mögulegu útkomunni. Ég bjóst ekki við því að ég gæti unnið í því sem ég vildi vinna í ef ég kæmi út úr skápnum,“ segir Sigurður sem vinnur í dag sem útvarpsmaður á K100 og hefur alla tíð ætlað sér að starfa í útvarpi. „Ég var svo viss um að allt myndi snúast gegn mér ef ég kæmi út úr skápnum. Innri fordómarnir eru yfirleitt verstu óvinirnir. Þú ert með svo mikla innbyggða fordóma gagnvart sjálfum þér. Ég var bara búinn að búast við því að fjölskyldan myndi snúa við mér bakinu, vinirnir myndu snúa við mér bakinu og heimurinn myndi bara hrynja. Ég er að fatta að ég sé hommi 11, 12 ára og hverjum einasta degi í tíu ár ert þú að hugsa, ég er slæmur, ég er hræðilegur, ég er ógeð,“ segir Siggi og heldur áfram. „Ástæðan fyrir því að ég er svona glöð manneskja í dag er sennilega að ég lifði þetta bara bókstaflega af. Ég er svo þakklátur að hafa komið út úr skápnum og fengið þetta verkefni í lífinu. Þetta er það besta sem gat komið fyrir mig, þú ferð í svo mikla sjálfsskoðun og þetta er mikið uppgjöf við sjálfan þig.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Framkomu. Klippa: Hélt að hann gæti aldrei unnið í útvarpi ef hann kæmi út úr skápnum Framkoma Hinsegin Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Um var að ræða þau Sigurð Gunnarsson útvarpsmann, Álfheiði Erlu Guðmundsdóttir óperusöngkonu í Basel og Örn Árnason leikara. Í þættinum fór Siggi Gunnars yfir þann tíma þegar hann kom út úr skápnum 25 ára. „Talandi um það að ég sé svo oft fastur í hausnum á mér og býst alltaf við verstu mögulegu útkomunni. Ég bjóst ekki við því að ég gæti unnið í því sem ég vildi vinna í ef ég kæmi út úr skápnum,“ segir Sigurður sem vinnur í dag sem útvarpsmaður á K100 og hefur alla tíð ætlað sér að starfa í útvarpi. „Ég var svo viss um að allt myndi snúast gegn mér ef ég kæmi út úr skápnum. Innri fordómarnir eru yfirleitt verstu óvinirnir. Þú ert með svo mikla innbyggða fordóma gagnvart sjálfum þér. Ég var bara búinn að búast við því að fjölskyldan myndi snúa við mér bakinu, vinirnir myndu snúa við mér bakinu og heimurinn myndi bara hrynja. Ég er að fatta að ég sé hommi 11, 12 ára og hverjum einasta degi í tíu ár ert þú að hugsa, ég er slæmur, ég er hræðilegur, ég er ógeð,“ segir Siggi og heldur áfram. „Ástæðan fyrir því að ég er svona glöð manneskja í dag er sennilega að ég lifði þetta bara bókstaflega af. Ég er svo þakklátur að hafa komið út úr skápnum og fengið þetta verkefni í lífinu. Þetta er það besta sem gat komið fyrir mig, þú ferð í svo mikla sjálfsskoðun og þetta er mikið uppgjöf við sjálfan þig.“ Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Framkomu. Klippa: Hélt að hann gæti aldrei unnið í útvarpi ef hann kæmi út úr skápnum
Framkoma Hinsegin Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“