Heimsfaraldur: Konur upplifa meira óöryggi Heimsljós 29. nóvember 2021 12:12 UNFPA Bangladesh/Prince Naymuzzaman 245 milljónir kvenna 15 ára og eldri, hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi maka á síðustu 12 mánuðum. Í nýrri skýrslu frá UN Women kemur fram að önnur hver kona hefur sjálf verið beitt ofbeldi eða þekkir til konu sem hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi frá því heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. Að mati skýrsluhöfunda sýna niðurstöðurnar svart á hvítu að konur upplifa meira óöryggi í dag en fyrir daga faraldursins. Í skýrslunni – Measuring the shadow pandemic: Violence against women during COVID-19 – er staðhæft að fjárhagsvandræði, atvinnuleysi, fæðuóöryggi og heimilisleysi hafa haft gríðarleg áhrif á samfélög á tímum COVID-19. Efnahagslegir þættir hafi aukið andlegt álag á fjölskyldur og leitt til mikillar aukningar á tíðni heimilisofbeldis. Niðurstöður skýrslunnar sýna meðal annars að: 1 af hverjum 4 konum upplifir hræðslu og óöryggi heima hjá sér eftir að COVID-19 skall á 245 milljónir kvenna 15 ára og eldri, hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi maka á síðustu 12 mánuðum 21 prósent svarenda hafa upplifað heimilisofbeldi síðan COVID-19 hófst 40 prósent svarenda upplifa sig óörugga í almannarými eftir að COVID-19 skall á 3 af hverjum 5 konum telja kynbundið áreiti í almannarýmum hafa aukist eftir COVID-19 António Guterres, aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, bendir á að með samstilltu átaki sé hægt að útrýma þeim faraldri sem kynbundið ofbeldi er. „Ofbeldi gegn konum er ekki óumflýjanlegur þáttur í lífi okkar. Við vitum að heildrænar langtímalausnir sem taka á rót vandans og standa vörð um réttindi kvenna og stúlkna skila árangri. Við getum knúið fram breytingar. Nú þarf alþjóðasamfélagið í sameiningu að lyfta grettistaki og útrýma kynbundnu ofbeldi fyrir árið 2030,“ sagði Guterres á fundi allsherjarnefndar Sameinuðu þjóðanna í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að fyrsta 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi var haldið. UN Women á Íslandi er eitt þeirra félagasamtaka sem er í forsvari fyrir 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi. Átakið hófst árlega hófst 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Heimilisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent
Í nýrri skýrslu frá UN Women kemur fram að önnur hver kona hefur sjálf verið beitt ofbeldi eða þekkir til konu sem hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi frá því heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á. Að mati skýrsluhöfunda sýna niðurstöðurnar svart á hvítu að konur upplifa meira óöryggi í dag en fyrir daga faraldursins. Í skýrslunni – Measuring the shadow pandemic: Violence against women during COVID-19 – er staðhæft að fjárhagsvandræði, atvinnuleysi, fæðuóöryggi og heimilisleysi hafa haft gríðarleg áhrif á samfélög á tímum COVID-19. Efnahagslegir þættir hafi aukið andlegt álag á fjölskyldur og leitt til mikillar aukningar á tíðni heimilisofbeldis. Niðurstöður skýrslunnar sýna meðal annars að: 1 af hverjum 4 konum upplifir hræðslu og óöryggi heima hjá sér eftir að COVID-19 skall á 245 milljónir kvenna 15 ára og eldri, hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi maka á síðustu 12 mánuðum 21 prósent svarenda hafa upplifað heimilisofbeldi síðan COVID-19 hófst 40 prósent svarenda upplifa sig óörugga í almannarými eftir að COVID-19 skall á 3 af hverjum 5 konum telja kynbundið áreiti í almannarýmum hafa aukist eftir COVID-19 António Guterres, aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, bendir á að með samstilltu átaki sé hægt að útrýma þeim faraldri sem kynbundið ofbeldi er. „Ofbeldi gegn konum er ekki óumflýjanlegur þáttur í lífi okkar. Við vitum að heildrænar langtímalausnir sem taka á rót vandans og standa vörð um réttindi kvenna og stúlkna skila árangri. Við getum knúið fram breytingar. Nú þarf alþjóðasamfélagið í sameiningu að lyfta grettistaki og útrýma kynbundnu ofbeldi fyrir árið 2030,“ sagði Guterres á fundi allsherjarnefndar Sameinuðu þjóðanna í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að fyrsta 16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi var haldið. UN Women á Íslandi er eitt þeirra félagasamtaka sem er í forsvari fyrir 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi. Átakið hófst árlega hófst 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Heimilisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent