Rihanna gerð að þjóðhetju Barbados Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2021 18:34 Mia Mottley, forsætisráðherra er hér til vinstri, Rihanna er í miðjunni og left, and President of Barbados, Sandra Mason, forseti, til hægri. AP/Jeff Mitchell Tónlistarkonan og auðjöfurinn Ríhanna var í dag gerð að þjóðhetju Barbados. Var það gert á athöfn þar sem formlegum tengslum eyríkisins og bresku krúnunnar var formlega slitið. Athafnakonan var óvænt kölluð á svið við athöfnina og fékk hún heiðursnafnbótina frá Míu Mottley, forsætisráðherra Barbados. „Fyrir hönd þakklátrar þjóðar, en stoltari fólks, veitum við þér hér með titilinn þjóðhetja Barbados, sendiherra Robyn Rihanna Fenty,“ sagi Mottley. Forsætisráðherrann sagðist vona að Rihanna héldi áfram að skína eins og demantur og heiðra þjóð sína. Mottley nefndi einnig að Rihanna væri af alþýðuættum og hefði fæðst stuttan spöl frá staðnum þar sem athöfnin fór fram í höfuðborginni Bridgetown Sjá einnig: Rihanna orðin milljarðamæringur og þar með ríkasta tónlistarkona í heimi Karl Bretaprins var viðstaddur athöfnina í dag. Hann óskaði eyríkinu velfarnaðar og ítrekaði áframhaldandi náin tengsl milli bresku krúnunnar og Barbados. Þrátt fyrir að Barbados hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir 55 árum var breski einvaldurinn áfram þjóðhöfðingi eyjanna. Eyjan lenti fyrst undir yfirráðum Englendinga þegar enskir sjómenn lýstu þær eign Jakobs fyrsta Bretakonungs árið 1625. Þetta var í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár sem ríki ákvað að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn. Sjá einnig: Barbadoseyjar losna úr greipum Elísabetar drottningar Samkvæmt AP fréttaveitunni er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem einhverjum er veittur þessi heiður í Barbados. Sá sem fékk titilinn síðast var krikket-spilarinn Garfield St. Aubrun Sobers. Barbados Tónlist Tengdar fréttir Barbados slítur tengsl við bresku krúnuna og verður lýðveldi Eyríkið Barbados er orðið lýðveldi. Á miðnætti á staðartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma sleit Barbados öll tengsl við Elísabetu Englandsdrottningu og er hún því ekki lengur þjóðhöfðingi landsins. 30. nóvember 2021 07:28 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Athafnakonan var óvænt kölluð á svið við athöfnina og fékk hún heiðursnafnbótina frá Míu Mottley, forsætisráðherra Barbados. „Fyrir hönd þakklátrar þjóðar, en stoltari fólks, veitum við þér hér með titilinn þjóðhetja Barbados, sendiherra Robyn Rihanna Fenty,“ sagi Mottley. Forsætisráðherrann sagðist vona að Rihanna héldi áfram að skína eins og demantur og heiðra þjóð sína. Mottley nefndi einnig að Rihanna væri af alþýðuættum og hefði fæðst stuttan spöl frá staðnum þar sem athöfnin fór fram í höfuðborginni Bridgetown Sjá einnig: Rihanna orðin milljarðamæringur og þar með ríkasta tónlistarkona í heimi Karl Bretaprins var viðstaddur athöfnina í dag. Hann óskaði eyríkinu velfarnaðar og ítrekaði áframhaldandi náin tengsl milli bresku krúnunnar og Barbados. Þrátt fyrir að Barbados hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir 55 árum var breski einvaldurinn áfram þjóðhöfðingi eyjanna. Eyjan lenti fyrst undir yfirráðum Englendinga þegar enskir sjómenn lýstu þær eign Jakobs fyrsta Bretakonungs árið 1625. Þetta var í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár sem ríki ákvað að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn. Sjá einnig: Barbadoseyjar losna úr greipum Elísabetar drottningar Samkvæmt AP fréttaveitunni er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem einhverjum er veittur þessi heiður í Barbados. Sá sem fékk titilinn síðast var krikket-spilarinn Garfield St. Aubrun Sobers.
Barbados Tónlist Tengdar fréttir Barbados slítur tengsl við bresku krúnuna og verður lýðveldi Eyríkið Barbados er orðið lýðveldi. Á miðnætti á staðartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma sleit Barbados öll tengsl við Elísabetu Englandsdrottningu og er hún því ekki lengur þjóðhöfðingi landsins. 30. nóvember 2021 07:28 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
Barbados slítur tengsl við bresku krúnuna og verður lýðveldi Eyríkið Barbados er orðið lýðveldi. Á miðnætti á staðartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma sleit Barbados öll tengsl við Elísabetu Englandsdrottningu og er hún því ekki lengur þjóðhöfðingi landsins. 30. nóvember 2021 07:28