Stöð 2 Sport
Við sýnum beint frá Hveragerði er Álftanes mætir heimamönnum í Hamri í 1. deild karla í körfubolta. Útsending hefst klukkan 19.05.
Klukkan 21.15 er komið að Körfuboltakvöldi kvenna. Þar verður farið yfir allt það helsta sem hefur gerst á undanförnum dögum.
Stöð 2 Golf
Klukkan 10.00 hefst beint útsending frá South African Open. Klukkan 18.30 er svo Hero World Challenge-mótið á dagskrá, það er hluti af PGA-mótaröðinni.
Stöð 2 E-Sport
Klukkan 21.00 er Rauðvín og klakar á dagskrá.