Þetta taka Samtök atvinnulífsins saman á heimasíðu sinni í dag og óska eftir skýringum.
Samkvæmt úrvinnslu Hagstofunnar á skattskrám fjölgaði starfsfólki á íslenskum vinnumarkaði um 1 þúsund á síðustu fjórum árum, á milli septembermánaða 2017 og 2021. Hagstofan flokkar starfsfólk eftir rekstrarformi launagreiðenda. Samkvæmt henni fjölgaði starfsfólki á framangreindu tímabili samtals um rúmlega 1 þúsund.
Starfsfólki á almennum vinnumarkaði fækkaði um 5.500, eða fjögur prósent, en starfsfólki hjá hinu opinbera fjölgaði um tæplega 7 þúsund.
Skiptingin hjá hinu opinbera var þannig að fjölgunin var 2.400 hjá ríkinu en 4.300 hjá sveitarfélögunum.

Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.