Innherji

Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Brynjar Níelsson er nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar.
Brynjar Níelsson er nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar.

Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku.

Þar með eru aðstoðarmenn Jóns orðnir tveir, en hinn er Hreinn Loftsson. 

Sá var áður aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í sama ráðuneyti, eða frá árinu 2019.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×