Gunnar Nelson um glímuna við Fjallið: „Kannski ekki það gáfulegasta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. desember 2021 20:30 Gunnar Nelson viðurkennir að sú hugmynd að glíma við Fjallið hafi ekki verið sú besta sem hann hefur fengið á lífsleiðinni. Mynd/Skjáskot „Þetta var nú bara svona á milli vina,“ sagði bardagakappinn Gunnar Nelson í samtali við Stöð 2 um glímu sína við Hafþór Júlíus Björnsson, eða Fjallið eins og Hafþór er oftast kallaður. Gunnar fór yfir þau meiðsli sem hlutust af þessari glímu, sem og það sem framundan er hjá kappanum. „Hann kemur bara hérna og við vorum svo sem búnir að tala um þetta í svolítinn tíma að búa til eitthvað video og taka eina glímu og æfingu saman og eitthvað.“ „Síðan er ég með einhverjar hugmyndir um eitthvað sem mig langar til að prófa á móti svona stórum manni og það voru kannski misgáfulegar hugmyndir. Ég reyni að fara undir og ætla að ná honum í svona armlás frá botninum sem er ekki það sem maður myndi gera á móti svon stórum manni í alvörunni, það er mjög vitlaust og vitlaus taktík.“ „En mig langaði bara að prófa það og sjá hvernig það myndi fara og það fór svo að ég brákaði eða poppaði rifbein. Ég var í viðtlai hérna fyrr þar sem ég var að tala um að ég hafi í rauninni ekkert talað um þetta fyrr en núna. Þannig að ég er ekkert viss um að hann viti almennilega að þetta hafi gerst.“ „Við bara héldum áfram að glíma og glíman kláraðis og síðan er ég helvíti aumur stuttu eftir og síðan er ég bara alveg frá í einhvern tíma.“ „Ástæðan fyrir því að ég vildi ekkert vera að tala um þetta var líka bara að þetta var ekekrt honum að kenna. Það var ekkert sem hann gerði vitlaust. Hann er náttúrulega bara 160 kíló af vöðvum og þetta var bara mitt að koma mér illa fyrir.“ Stærðar- og þyngdarmunurinn á Gunnari Nelson annars vegar, og Hafþóri Júlíusi hins vegar, er vægast sagt gríðarlegur, og Gunnar viðurkennir að líklega hafi þetta ekki verið gáfulegasta ákvörðun sem hann hefur tekið á lífsleiðinni. „Já, þetta var kannski ekki það gáfulegasta svona þegar maður hugsar til baka.“ Þrátt fyrir það segir Gunnar að hann hafi nú átt ágætis möguleika í glímunni. „Ég allavega náði honum þarna tvisvar. Þetta er náttúrulega mitt sport og þó að hann sé stór og sterkur þá er þetta ekki beint svona hans víglína. En hann er auðvitað þvílíkur íþróttamaður og algjört fjall.“ Gunnar segir einnig frá því að áður en þessi fræga glíma fór fram þá hafi hann verið búinn að hugsa um endurkomu í hringinn. „Já, þá vorum við orðnir helvíti brattir. Þannig að þetta var auðvitað smá fúlt eins og það er alltaf bara. En þá vorum við komnir á gott ról.“ „En núna er ég orðinn bara helvíti heill og búinn að vera að æfa vel og stefni á að fara eitthvað út á næstunni.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Gunnar Nelson um glímuna við Fjallið MMA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Sjá meira
„Hann kemur bara hérna og við vorum svo sem búnir að tala um þetta í svolítinn tíma að búa til eitthvað video og taka eina glímu og æfingu saman og eitthvað.“ „Síðan er ég með einhverjar hugmyndir um eitthvað sem mig langar til að prófa á móti svona stórum manni og það voru kannski misgáfulegar hugmyndir. Ég reyni að fara undir og ætla að ná honum í svona armlás frá botninum sem er ekki það sem maður myndi gera á móti svon stórum manni í alvörunni, það er mjög vitlaust og vitlaus taktík.“ „En mig langaði bara að prófa það og sjá hvernig það myndi fara og það fór svo að ég brákaði eða poppaði rifbein. Ég var í viðtlai hérna fyrr þar sem ég var að tala um að ég hafi í rauninni ekkert talað um þetta fyrr en núna. Þannig að ég er ekkert viss um að hann viti almennilega að þetta hafi gerst.“ „Við bara héldum áfram að glíma og glíman kláraðis og síðan er ég helvíti aumur stuttu eftir og síðan er ég bara alveg frá í einhvern tíma.“ „Ástæðan fyrir því að ég vildi ekkert vera að tala um þetta var líka bara að þetta var ekekrt honum að kenna. Það var ekkert sem hann gerði vitlaust. Hann er náttúrulega bara 160 kíló af vöðvum og þetta var bara mitt að koma mér illa fyrir.“ Stærðar- og þyngdarmunurinn á Gunnari Nelson annars vegar, og Hafþóri Júlíusi hins vegar, er vægast sagt gríðarlegur, og Gunnar viðurkennir að líklega hafi þetta ekki verið gáfulegasta ákvörðun sem hann hefur tekið á lífsleiðinni. „Já, þetta var kannski ekki það gáfulegasta svona þegar maður hugsar til baka.“ Þrátt fyrir það segir Gunnar að hann hafi nú átt ágætis möguleika í glímunni. „Ég allavega náði honum þarna tvisvar. Þetta er náttúrulega mitt sport og þó að hann sé stór og sterkur þá er þetta ekki beint svona hans víglína. En hann er auðvitað þvílíkur íþróttamaður og algjört fjall.“ Gunnar segir einnig frá því að áður en þessi fræga glíma fór fram þá hafi hann verið búinn að hugsa um endurkomu í hringinn. „Já, þá vorum við orðnir helvíti brattir. Þannig að þetta var auðvitað smá fúlt eins og það er alltaf bara. En þá vorum við komnir á gott ról.“ „En núna er ég orðinn bara helvíti heill og búinn að vera að æfa vel og stefni á að fara eitthvað út á næstunni.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Gunnar Nelson um glímuna við Fjallið
MMA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Sjá meira